Fleiri fréttir Meta á samrekstur skólastofnana Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. 30.11.2010 05:30 Andstöðu Jóns Bjarnasonar um að kenna „Það er fullkomlega ómaklegt af formanni samninganefndar Íslands að segja að við séum á einhvern hátt að bregðast. Við höfum unnið meira en hagsmunasamtökum er ætlað að gera,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 30.11.2010 05:00 Varðstöð kom í veg fyrir strand Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur strandaði á Lönguskerjum, vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara skipverja og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. 30.11.2010 04:45 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. 30.11.2010 04:30 Alls ellefu óhöpp á sex vikum Alls urðu ellefu óhöpp á síðustu sex vikum sem tengd voru ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali verða um tuttugu óhöpp á mánuði hjá Strætó bs. yfir vetrarmánuðina. 30.11.2010 04:00 Urðu að skerða réttindi félaga Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur í stöðu framkvæmdastjóra og hefur hún störf á morgun. 30.11.2010 03:45 Verið að gera úrslitatilraun „Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóðirnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. 30.11.2010 03:15 Verkefnisstjórn skilar tillögum til ráðherra Framtíð þeirra verkefna sem nú eru vistuð hjá Varnarmálastofnun mun skýrast á næstu dögum, segir Guðmundur B. Helgason, formaður verkefnisstjórnar Varnarmálastofnunar. 30.11.2010 03:15 Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta áratug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. 30.11.2010 03:00 Flaug neðan við lágmarkshæð Orsök flugslyssins í Selárdal í Vopnafirði í fyrrasumar, sem kostaði einn mann lífið, er að flugvélinni, eins hreyfils Cessnu var flogið undir lágmarksflughæð. 30.11.2010 03:00 Segja brýnt að sinna skurðum Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á jarðabótastyrkjum vegna upphreinsunar skurða. Heildarlengd skurða í sveitarfélaginu er 1.000 til 1.500 kílómetrar. 30.11.2010 02:30 Stærsta húsleit alríkislögreglu Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfestir að yfirvöld rannsaki mál sem tengist hugsanlegum fjármálabrotum á Wall Street. 30.11.2010 01:00 Stórskotalið frestar æfingu Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfingar á eyjum skammt frá norður-kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað. 30.11.2010 00:45 Rússar staðfesta glæp Stalíns Rússneska dúman, neðri deild rússneska þjóðþingsins, samþykkti fyrir helgi yfirlýsingu þar sem staðfest er að Jósef Stalín hafi gefið út skipun um fjöldamorðin í Katýnskógi Pólskir ráðamenn fögnuðu yfirlýsingunni og sögðu hana marka tímamót í samskiptum landanna. 30.11.2010 00:30 Palestínumenn í innbyrðis deilum Meðan Ísraelar og Palestínumenn eiga í stopulum friðarviðræðum hafa Palestínumenn innbyrðis einnig reynt að slíðra sverðin, með álíka litlum árangri. Sveinn Rúnar Hauksson segir þetta stóra málið meðal Palestínumanna í dag. 30.11.2010 00:15 Þorvaldur Gylfason er sigurvegari kosninganna Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti. Hann fékk alls 7192 atkvæði í fyrsta sæti. Næstur á eftir honum kemur Salvör Nordal með 2482 atkvæði. 30.11.2010 16:41 Skrifar handrit um Silungapoll „Þetta er saga um ótrúlega bjartsýni og um að komast af,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guðrún Ragnarsdóttir. Guðrún fékk styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að halda áfram með kvikmyndahandrit sem hefur verið gefið vinnuheitið Silungapollur. 29.11.2010 21:30 Játar að hafa fyrirskipað 80 prósent morða í Ciudad Juraez Lögreglan í Mexíkó handsamaði Arturo Gallegos Caestrellon í borginni Ciudad Juraez sem er landamærabær við Bandaríkin. Arturo er grunaðu um að vera ábyrgur fyrir 80 prósent morða í borginni, sem hafa verið 2700 bara á þessu ári. 29.11.2010 19:50 Lóðrétt á leið til andskotans Litlu munaði að Boeing 737 þota frá Air India færist maí síðastliðnum þegar aðstoðarflugmaðurinn sem er 25 ára gamall var að stilla sæti sitt. 29.11.2010 16:50 Niðurstöður kosninga birtar á morgun Nú er orðið ljóst að talningu atkvæða í stjórnlagaþingskosningunni mun ekki ljúka í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Landkjörstjórn verður send út tilkynning á morgun um það hvenær er að vænta að talningu ljúki og úrslit verða birt. 29.11.2010 16:28 Þú verður víst blindur af því Það tók lækna í Danmörku nokkurn tíma að komast að því hvað olli því að maður sem leitaði til þeirra varð alltaf blindur um stund eftir að hann fékk kynferðislega fullnægingu. 29.11.2010 16:27 Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29.11.2010 15:36 Ófremdarástand á Kastrup flugvelli Yfir 160 flugtökum og lendingum var aflýst á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í dag. Talsmaður flugvallarins sagði í samtali við Berlingske Tidende að þetta hafi verið verstu veðurskilyrði sem komið hafa á flugvellinum í 22 ár. 29.11.2010 15:00 Ónýt raftæki til styrktar Fjölskylduhjálpinni Síminn hvetur fólk til þess að styðja starf Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir jólin með því að koma með gömul og ónýt smáraftæki í verslanir fyrirtækisins. Tækin verða send í endurnýtingu og mun andvirði af sölu þeirra renna til Fjölskylduhjálparinnar. 29.11.2010 14:42 Gangandi vegfarendur slasast í hálkunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag verið töluvert um tilkynningar vegna slysa á gangandi vegfarendum sem rekja má til hálku og erfiðra aðstæðna vegna ísingar. Umferðarstofa vill vara fólk við hálku, sérstaklega á gangstígum og bílastæðum, og þess skal gætt að fólk sé vel búið til fótanna. 29.11.2010 14:27 Kristófer Kólumbówicz? Alþjóðlegur hópur virtra sagnfræðinga hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir tuttugu ára rannsóknir að Kristófer Kólumbus hafi verið pólskur innflytjandi. 29.11.2010 14:24 Sjúkrabílar í hergagnaflutningum Í einu af skeytunum sem Wikileaks birtir um samskipti milli bandarískra sendiráða og utanríkisráðuneytisins er því haldið fram að Íran hafi notað sjúkrabíla til þess að koma hergögnum til Hisbolla hreyfingarinnar í Líbanon í 34 daga stríði hennar við Ísrael árið 2006. 29.11.2010 14:21 Jónína: Maður drepinn fyrir framan augu okkar „Það er verið að drepa mann fyrir framan augun á okkur og flestum virðist alveg sama. Ég þakka ykkar stuðning og bið ykkur blessunar," segir Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Jónína segir að um sé að ræða eitt mesta mannréttindabrot Íslandssögunnar og hún biður Guð um blessun. 29.11.2010 14:17 Fíkniefnahundar leituðu á Laugarvatni en fundu ekkert Lögreglumenn fóru í síðustu viku með tvo fíkniefnahunda í Menntaskólann á Laugarvatni með það fyrir augum að kanna hvort fíkniefni væru í skólanum. Hundarnir fóru um húsnæði skólans og skemmst er frá því að segja að engin merki fundust um að fíkniefni hefðu verið í húsi skólans. 29.11.2010 13:59 Skallaði í gegnum rúðu Ungur maður var handtekinn á föstudagskvöldið við Farfuglaheimilið í Grundarfirði eftir að hafa skallað í gegnum rúðu á útihurð heimilisins. Maðurinn var mjög ölvaður og æstur, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Því var ekkert um annað að ræða en að vista hann í fangaklefa fram á morgun eftir læknisskoðun. 29.11.2010 12:40 Ég á sólina -borgiði Fjörutíu og níu ára spænsk kona hefur slegið eign sinni á sólina og gengið frá öllum skjölum þar að lútandi. Hún hyggst rukka alla þá sem nota þessa eign hennar hvort sem er til ræktunar eða sólbaða. 29.11.2010 12:40 Stjórnlagaþing: Úrslit liggja fyrir síðar í dag Úrslit í kosningum til stjórnlagaþings liggja fyrir seinnipartinn í dag eða snemma í kvöld ef ekkert óvænt kemur upp við talninguna. Kjósandi á Álftanesi hefur kært kosningarnar þar til landskjörstjórnar. 29.11.2010 12:15 Þrjár konur til viðbótar ásaka Gunnar Þrjár konur, til viðbótar við þær fimm sem þegar hafa stigið fram, munu á næstunni skila frá sér yfirlýsingum um kynferðislega áreitni Gunnar Þorsteinssonar í Krossinum í sinn garð. Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður á meðan það sem hann kallar gjörningaverður gengur yfir. 29.11.2010 12:05 Skítamál tekur á sig nýja mynd Nú liggur fyrir að nemendur sem sakaðir voru um að hafa látð dólgslega í rútu sem flutti þau að framhaldsskóla á Akureyrar á dögunum voru hafðir fyrir rangri sök. 29.11.2010 11:42 Salmonellusýkt kjúklingafóður - sprenging í fjölda sýktra kjúklinga Gríðarleg aukning hefur verið á salmonellusmitum í kjúklingi á þessu ári. Það sem af er árs hefur 21 sláturhópur verið innkallaður vegna rökstudds gruns um salmonellusmit, sem eru um þrjú prósent allra sláturhópa. Í liðinni viku innkölluðu bæði Reykjargarður og Matfugl kjúkling úr verslunum vegna salmonellu. 29.11.2010 11:29 Slasaðist í álverinu á Reyðarfirði Ung kona slasaðist í álverinu á Reyðarfirði eftir hádegi á laugardaginn þegar að bil var bakkað á hana inni í öðrum kerskálanum. 29.11.2010 11:24 Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en samkvæmt lögum þurftu ekki að auglýsa starfið. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka. 29.11.2010 11:24 Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29.11.2010 11:12 Ekki tala of hátt í símann Skrifstofustjóri í bæjarstjórn Karlskrona í Svíþjóð hefur verið rekinn úr starfi fyrir símtal sem hann átti í járnbrautarlest. 29.11.2010 10:49 Sköpunargleði og metnaður hjá ungu kvikmyndagerðarfólki Mikil sköpunargleði og metnaður einkenndi myndbönd barna og unglina sem tóku þátt í myndbandakeppni grunnskólanna sem haldin var í þriðja sinn í ár. Verðlaunaafhending fór fram í verslun 66° Norður í Faxafeni en þar veitti Katrín Jakobsdóttir bestu kvikmyndagerðarmönnunum verðlaun en börn af landsbyggðinni komu einstaklega vel út úr þessari keppni. 29.11.2010 10:19 Enn eitt áfall fyrir Silviu drottningu Silvia Svíadrottning hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu í gær var því haldið fram að faðir hennar Walther Sommerlath hafi verið miklu tengdari nazistahreyfingunni en hingaðtil hefur komið fram. 29.11.2010 10:05 Umboðsmaður Alþingis kvartar yfir fjársvelti Starfsmönnum Umboðsmanns Alþingis hefur fækkað vegna þess að embættið fær ekki nægjanlegt fjármagn til rekstursins. Niðurstaðan verður sú að afgreiðslutími mála verður lengri og Umboðsmaður Alþingis mun ekki geta tekið upp frumkvæðismál á næsta ári. Þetta kom fram í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, á opnum fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. 29.11.2010 10:04 Berlusconi hlær að Wikileaks Þótt ýmsir ráðamenn víðsvegar um heiminn séu sármóðgaðir vegna ummæla um sig í diplomatapóstum sem Wikileaks hefur birt á það ekki við um forsætisráðherra Ítalíu. 29.11.2010 10:02 Kom í leitirnar um helgina Fimmtán ára gamall drengur sem lögregla lýsti eftir á laugardag er kominn í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hans síðan um miðja viku en hann kom fram eftir að lýst hafði verið eftir honum. 29.11.2010 09:59 Rúmlega 32 prósenta kjörsókn í Hafnarfirði Kjörsókn í Hafnarfirði var 32,43%. Tölur yfir kjörsókn í Hafnarfirði eru nú ljósar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar voru 18.578 á kjörskrá en alls kusu 6.024. Kynjaskipting kjósenda var nánast hnífjöfn en 3.007 konur greiddu atkvæði og 3.017 karlar. 29.11.2010 09:43 Sjá næstu 50 fréttir
Meta á samrekstur skólastofnana Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. 30.11.2010 05:30
Andstöðu Jóns Bjarnasonar um að kenna „Það er fullkomlega ómaklegt af formanni samninganefndar Íslands að segja að við séum á einhvern hátt að bregðast. Við höfum unnið meira en hagsmunasamtökum er ætlað að gera,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 30.11.2010 05:00
Varðstöð kom í veg fyrir strand Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur strandaði á Lönguskerjum, vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara skipverja og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. 30.11.2010 04:45
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. 30.11.2010 04:30
Alls ellefu óhöpp á sex vikum Alls urðu ellefu óhöpp á síðustu sex vikum sem tengd voru ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali verða um tuttugu óhöpp á mánuði hjá Strætó bs. yfir vetrarmánuðina. 30.11.2010 04:00
Urðu að skerða réttindi félaga Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur í stöðu framkvæmdastjóra og hefur hún störf á morgun. 30.11.2010 03:45
Verið að gera úrslitatilraun „Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóðirnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. 30.11.2010 03:15
Verkefnisstjórn skilar tillögum til ráðherra Framtíð þeirra verkefna sem nú eru vistuð hjá Varnarmálastofnun mun skýrast á næstu dögum, segir Guðmundur B. Helgason, formaður verkefnisstjórnar Varnarmálastofnunar. 30.11.2010 03:15
Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta áratug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. 30.11.2010 03:00
Flaug neðan við lágmarkshæð Orsök flugslyssins í Selárdal í Vopnafirði í fyrrasumar, sem kostaði einn mann lífið, er að flugvélinni, eins hreyfils Cessnu var flogið undir lágmarksflughæð. 30.11.2010 03:00
Segja brýnt að sinna skurðum Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á jarðabótastyrkjum vegna upphreinsunar skurða. Heildarlengd skurða í sveitarfélaginu er 1.000 til 1.500 kílómetrar. 30.11.2010 02:30
Stærsta húsleit alríkislögreglu Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfestir að yfirvöld rannsaki mál sem tengist hugsanlegum fjármálabrotum á Wall Street. 30.11.2010 01:00
Stórskotalið frestar æfingu Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfingar á eyjum skammt frá norður-kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað. 30.11.2010 00:45
Rússar staðfesta glæp Stalíns Rússneska dúman, neðri deild rússneska þjóðþingsins, samþykkti fyrir helgi yfirlýsingu þar sem staðfest er að Jósef Stalín hafi gefið út skipun um fjöldamorðin í Katýnskógi Pólskir ráðamenn fögnuðu yfirlýsingunni og sögðu hana marka tímamót í samskiptum landanna. 30.11.2010 00:30
Palestínumenn í innbyrðis deilum Meðan Ísraelar og Palestínumenn eiga í stopulum friðarviðræðum hafa Palestínumenn innbyrðis einnig reynt að slíðra sverðin, með álíka litlum árangri. Sveinn Rúnar Hauksson segir þetta stóra málið meðal Palestínumanna í dag. 30.11.2010 00:15
Þorvaldur Gylfason er sigurvegari kosninganna Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti. Hann fékk alls 7192 atkvæði í fyrsta sæti. Næstur á eftir honum kemur Salvör Nordal með 2482 atkvæði. 30.11.2010 16:41
Skrifar handrit um Silungapoll „Þetta er saga um ótrúlega bjartsýni og um að komast af,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guðrún Ragnarsdóttir. Guðrún fékk styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að halda áfram með kvikmyndahandrit sem hefur verið gefið vinnuheitið Silungapollur. 29.11.2010 21:30
Játar að hafa fyrirskipað 80 prósent morða í Ciudad Juraez Lögreglan í Mexíkó handsamaði Arturo Gallegos Caestrellon í borginni Ciudad Juraez sem er landamærabær við Bandaríkin. Arturo er grunaðu um að vera ábyrgur fyrir 80 prósent morða í borginni, sem hafa verið 2700 bara á þessu ári. 29.11.2010 19:50
Lóðrétt á leið til andskotans Litlu munaði að Boeing 737 þota frá Air India færist maí síðastliðnum þegar aðstoðarflugmaðurinn sem er 25 ára gamall var að stilla sæti sitt. 29.11.2010 16:50
Niðurstöður kosninga birtar á morgun Nú er orðið ljóst að talningu atkvæða í stjórnlagaþingskosningunni mun ekki ljúka í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Landkjörstjórn verður send út tilkynning á morgun um það hvenær er að vænta að talningu ljúki og úrslit verða birt. 29.11.2010 16:28
Þú verður víst blindur af því Það tók lækna í Danmörku nokkurn tíma að komast að því hvað olli því að maður sem leitaði til þeirra varð alltaf blindur um stund eftir að hann fékk kynferðislega fullnægingu. 29.11.2010 16:27
Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29.11.2010 15:36
Ófremdarástand á Kastrup flugvelli Yfir 160 flugtökum og lendingum var aflýst á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í dag. Talsmaður flugvallarins sagði í samtali við Berlingske Tidende að þetta hafi verið verstu veðurskilyrði sem komið hafa á flugvellinum í 22 ár. 29.11.2010 15:00
Ónýt raftæki til styrktar Fjölskylduhjálpinni Síminn hvetur fólk til þess að styðja starf Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir jólin með því að koma með gömul og ónýt smáraftæki í verslanir fyrirtækisins. Tækin verða send í endurnýtingu og mun andvirði af sölu þeirra renna til Fjölskylduhjálparinnar. 29.11.2010 14:42
Gangandi vegfarendur slasast í hálkunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag verið töluvert um tilkynningar vegna slysa á gangandi vegfarendum sem rekja má til hálku og erfiðra aðstæðna vegna ísingar. Umferðarstofa vill vara fólk við hálku, sérstaklega á gangstígum og bílastæðum, og þess skal gætt að fólk sé vel búið til fótanna. 29.11.2010 14:27
Kristófer Kólumbówicz? Alþjóðlegur hópur virtra sagnfræðinga hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir tuttugu ára rannsóknir að Kristófer Kólumbus hafi verið pólskur innflytjandi. 29.11.2010 14:24
Sjúkrabílar í hergagnaflutningum Í einu af skeytunum sem Wikileaks birtir um samskipti milli bandarískra sendiráða og utanríkisráðuneytisins er því haldið fram að Íran hafi notað sjúkrabíla til þess að koma hergögnum til Hisbolla hreyfingarinnar í Líbanon í 34 daga stríði hennar við Ísrael árið 2006. 29.11.2010 14:21
Jónína: Maður drepinn fyrir framan augu okkar „Það er verið að drepa mann fyrir framan augun á okkur og flestum virðist alveg sama. Ég þakka ykkar stuðning og bið ykkur blessunar," segir Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Jónína segir að um sé að ræða eitt mesta mannréttindabrot Íslandssögunnar og hún biður Guð um blessun. 29.11.2010 14:17
Fíkniefnahundar leituðu á Laugarvatni en fundu ekkert Lögreglumenn fóru í síðustu viku með tvo fíkniefnahunda í Menntaskólann á Laugarvatni með það fyrir augum að kanna hvort fíkniefni væru í skólanum. Hundarnir fóru um húsnæði skólans og skemmst er frá því að segja að engin merki fundust um að fíkniefni hefðu verið í húsi skólans. 29.11.2010 13:59
Skallaði í gegnum rúðu Ungur maður var handtekinn á föstudagskvöldið við Farfuglaheimilið í Grundarfirði eftir að hafa skallað í gegnum rúðu á útihurð heimilisins. Maðurinn var mjög ölvaður og æstur, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Því var ekkert um annað að ræða en að vista hann í fangaklefa fram á morgun eftir læknisskoðun. 29.11.2010 12:40
Ég á sólina -borgiði Fjörutíu og níu ára spænsk kona hefur slegið eign sinni á sólina og gengið frá öllum skjölum þar að lútandi. Hún hyggst rukka alla þá sem nota þessa eign hennar hvort sem er til ræktunar eða sólbaða. 29.11.2010 12:40
Stjórnlagaþing: Úrslit liggja fyrir síðar í dag Úrslit í kosningum til stjórnlagaþings liggja fyrir seinnipartinn í dag eða snemma í kvöld ef ekkert óvænt kemur upp við talninguna. Kjósandi á Álftanesi hefur kært kosningarnar þar til landskjörstjórnar. 29.11.2010 12:15
Þrjár konur til viðbótar ásaka Gunnar Þrjár konur, til viðbótar við þær fimm sem þegar hafa stigið fram, munu á næstunni skila frá sér yfirlýsingum um kynferðislega áreitni Gunnar Þorsteinssonar í Krossinum í sinn garð. Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður á meðan það sem hann kallar gjörningaverður gengur yfir. 29.11.2010 12:05
Skítamál tekur á sig nýja mynd Nú liggur fyrir að nemendur sem sakaðir voru um að hafa látð dólgslega í rútu sem flutti þau að framhaldsskóla á Akureyrar á dögunum voru hafðir fyrir rangri sök. 29.11.2010 11:42
Salmonellusýkt kjúklingafóður - sprenging í fjölda sýktra kjúklinga Gríðarleg aukning hefur verið á salmonellusmitum í kjúklingi á þessu ári. Það sem af er árs hefur 21 sláturhópur verið innkallaður vegna rökstudds gruns um salmonellusmit, sem eru um þrjú prósent allra sláturhópa. Í liðinni viku innkölluðu bæði Reykjargarður og Matfugl kjúkling úr verslunum vegna salmonellu. 29.11.2010 11:29
Slasaðist í álverinu á Reyðarfirði Ung kona slasaðist í álverinu á Reyðarfirði eftir hádegi á laugardaginn þegar að bil var bakkað á hana inni í öðrum kerskálanum. 29.11.2010 11:24
Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en samkvæmt lögum þurftu ekki að auglýsa starfið. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka. 29.11.2010 11:24
Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29.11.2010 11:12
Ekki tala of hátt í símann Skrifstofustjóri í bæjarstjórn Karlskrona í Svíþjóð hefur verið rekinn úr starfi fyrir símtal sem hann átti í járnbrautarlest. 29.11.2010 10:49
Sköpunargleði og metnaður hjá ungu kvikmyndagerðarfólki Mikil sköpunargleði og metnaður einkenndi myndbönd barna og unglina sem tóku þátt í myndbandakeppni grunnskólanna sem haldin var í þriðja sinn í ár. Verðlaunaafhending fór fram í verslun 66° Norður í Faxafeni en þar veitti Katrín Jakobsdóttir bestu kvikmyndagerðarmönnunum verðlaun en börn af landsbyggðinni komu einstaklega vel út úr þessari keppni. 29.11.2010 10:19
Enn eitt áfall fyrir Silviu drottningu Silvia Svíadrottning hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu í gær var því haldið fram að faðir hennar Walther Sommerlath hafi verið miklu tengdari nazistahreyfingunni en hingaðtil hefur komið fram. 29.11.2010 10:05
Umboðsmaður Alþingis kvartar yfir fjársvelti Starfsmönnum Umboðsmanns Alþingis hefur fækkað vegna þess að embættið fær ekki nægjanlegt fjármagn til rekstursins. Niðurstaðan verður sú að afgreiðslutími mála verður lengri og Umboðsmaður Alþingis mun ekki geta tekið upp frumkvæðismál á næsta ári. Þetta kom fram í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, á opnum fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. 29.11.2010 10:04
Berlusconi hlær að Wikileaks Þótt ýmsir ráðamenn víðsvegar um heiminn séu sármóðgaðir vegna ummæla um sig í diplomatapóstum sem Wikileaks hefur birt á það ekki við um forsætisráðherra Ítalíu. 29.11.2010 10:02
Kom í leitirnar um helgina Fimmtán ára gamall drengur sem lögregla lýsti eftir á laugardag er kominn í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hans síðan um miðja viku en hann kom fram eftir að lýst hafði verið eftir honum. 29.11.2010 09:59
Rúmlega 32 prósenta kjörsókn í Hafnarfirði Kjörsókn í Hafnarfirði var 32,43%. Tölur yfir kjörsókn í Hafnarfirði eru nú ljósar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar voru 18.578 á kjörskrá en alls kusu 6.024. Kynjaskipting kjósenda var nánast hnífjöfn en 3.007 konur greiddu atkvæði og 3.017 karlar. 29.11.2010 09:43