Fleiri fréttir

Kortlagði árásir á innflytjendur

Sænska leyniskyttan í Malmö sem skaut á innflytjendur er talin hafa kortlagt sumar árásir sínar. Hinn 38 ára gamli Peter Mangs hefur verið ákærður fyrir þrjú morð og tíu morðtilraunir.

Íslensk listakona í úrslit hjá Saatchi

Listamaðurinn Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir komst í gær í 32 manna úrslit í málverkasamkeppni vefnum Saatchionline. Samkeppnin fellst í því að notendur vefjarins velja á milli tveggja listmálara sem stillt er upp gegn hvor öðrum. Keppninni lýkur 20. janúar og vinningshafinn hefur möguleika á að sýna verkin sín hjá hinu virta Saatchi galleríi í London.

Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki

Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda.

Breskt herskip afturreka frá Brasilíu

Stjórnvöld í Brasilíu hafa synjað bresku herskipi um leyfi til að koma þar til hafnar. Það var gert til þess að styðja tilkall Argentínu til Falklandseyja.

Douglas laus við krabbameinsæxli

Leikarinn Michael Douglas hefur upplýst að hann sé laus við krabbameinsæxli í hálsi sem hann hefur barist við undanfarin misseri.

Rokkið er dautt

Rokkið er dautt, að minnsta kosti ef marka má breska smáskífulistann fyrir síðasta ár.

Gögnum stolið frá samtökum gegn kynferðisofbeldi

Brotist var inn hjá Aflinu á Akureyri, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, milli jóla og nýjárs og einu tölvu samtakanna stolið. Á harða diskinum er að finna öll gögn samtakanna frá því þau voru stofnuð fyrir átta árum. Missirinn er því mikill og heita liðsmenn samtakanna fundarlaunum þeim sem veitir upplýsingar er leiða til þess að tölvan kemst aftur í réttar hendur.

Jón Bjarnason hitti færeyskan starfsbróður

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók í morgun á móti Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja en ráðherrann er hér í þriggja daga heimsókn ásamt sendinefnd. Á fundi ráðherranna í dag

Mál sjómanna gegn Arion tekið fyrir í dag

Mál Sjómannafélags Íslands gegn Arion banka verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sjómannafélagið stefndi bankanum í júlí síðastliðnum vegna gengistryggðs fasteignaláns sem orlófssjóður félagsins tók í júlí 2007. Fyrir ári síðan hafði félagið greitt 37 milljónir fyrir 15 milljóna króna lán. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður félagsins, telur að lánið sé í íslenskum krónum, en ekki hefur áður reynt á lögmæti lána af þessu tagi.

Íbúðarkaup Klovn kjaftæði

„Kjaftæði,“ segir danski grínistinn Frank Hvam spurður um meint íbúðarkaup sín og félaga síns, Caspers Christensen, á Íslandi um helgina. Klovn-bræðurnir Frank og Casper komu til landsins á fimmtudaginn í tengslum við frumsýningu kvikmyndarinnar Klovn: The Movie.

Heimilið líkist helst sjúkrahúsi - styrktartónleikar fyrir lítinn dreng

Heimili hins þriggja ára gamla Ragnars Emils Hallgrímssonar líkist helst sjúkrahúsi. Vegna veikinda sinna þarf Ragnar Emil að nota öndunarvél og fer allra ferða í rafmagnshjólastól. Aðeins nokkurra mánaða greindist hann með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm, SMA1, og var talið að hann næði því ekki að verða tveggja ára. Hann er nú orðinn elstur þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn hér á landi.

Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð

Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna.

ESB tilkynnir um makrílbann á Íslendinga á fimmtudag

Yfirvöld í Brussel ætla að tilkynna Íslendingum það formlega á fimmtudaginn kemur að löndunarbann verði sett á íslenskan makríl innan sambandsins láti Íslendingar ekki af veiðunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmönnum í Brussel en á fimmtudag funda aðildarlönd evrópska efnahagssvæðisins. Sömu heimildir segja Reuters að Íslendingar séu ekki taldir líklegir til að gefa eftir, auk þess sem engin dagsetning verði sett fram um hvenær sambandið ætli sér að hefja aðgerðirnar.

Braust inn í Árbæ

Þjófur braut sér leið inn um glugga á íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í gærkvöldi og stal þar meðal annars fartölvu og skartgripum. Hann forðaði sér svo út um aðaldyrnar og er ófundinn. Þrátt fyrir þetta virðist heldur hafa dregið úr innbrotahrinunni á höfuðborgarsvæðinu og velta lögreglumenn því fyrir sér hvort kuldinn kunni að hafa þar einhver áhrif.

Allar Airbus vélar Qantas aftur í loftið

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja á fulla notkun á risaþotunni Airbus A380 en vélarnar voru kyrrsettar fyrir tveimur mánuðum þegar hreyfill einnar þeirrar sprakk í loft upp. Félagið hafði þegar hafið notkun á vélinni í styttri ferðum en ferðir yfir kyrrahafið hafa legið niðri. Það breytist á sunnudaginn kemur þegar fyrsta ferðin verður farin frá Melbourne til Los Angeles. Sprengingin í hreyflinum, sem er frá Rolls Royce hefur verið rakin til olíuleka sem nú hefur verið komið í veg fyrir.

Aðstoðuðu bíla í Víkurskarði

Lögreglan á Akureyri kallaði í gærkvöldi út björgunarsveit til að aðstoða fólk í föstum bílum í Víkurskarði, skammt frá Akureyri, en þar var orðið mjög þungfært óg hríð geysaði. Björgunarleiðangurinn gekk vel og lenti engin í hrakningum.

Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði

Snjóflóð hefur fallið á þjóðveginn um Ljósavatnsskarð á milli bæjanna Sigríðarstaða og Birkihlíðar, á leiðinni á milli Akureyrar og Húsavíkur. Lögreglan á Húsavík varaði vegfarendur í gærkvöldi við því að vera þar á ferð, og var engin þar þegar flóðið féll. Verið er að kanna það nánar.

Enn hækkar eldsneytið

Olíufélögin Skeljungur og N-1hafa hækkað bensínlítrann um þrjár krónur og 50 aura og kostar hann nú 213 krónur í sjálfsafgreiðslu.

Blindur piltur kærir vegna ferðaþjónustu: Glatað dæmi

„Félagsþjónustan í Kópavogi er glatað dæmi,“ segir Oddur Stefánsson, sautján ára blindur piltur í Kópavogi sem þarf aðstoð við að komast lengri vegalengdir milli staða og telur sig ekki njóta lögbundinnar ferðaþjónustu. Oddur býr í Laufbrekku í Kópavogi, starfar á Blindravinnustofunni í Hamrahlíð í Reykjavík og leggur stund á nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Kópavogsbær neitar að niðurgreiða leigubíla fyrir Odd á sama hátt og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir þá sem eru blindir.

Fólk fylgdist dolfallið með samförum steinbíta

„Það er mjög spes að verða vitni að þessu,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, forstöðumaður Sæheima í Vestmannaeyjum, sem fylgdist í gær með samförum steinbítspars í búri á safninu.

Þremenningar sagðir hressir

„Þeir voru bara hressir," sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra aðspurð í gærkvöld um málefni VG-þingmannanna þriggja sem eru ósáttir við ríkistjórnina. Þingflokkur VG hélt í gær fundi með hléum frá hádegi til klukkan hálftíu í gærkvöld.

Barði föðurinn fyrir framan börnin

Fórnarlamb handrukkara, sem varð fyrir byssuárás ásamt fjölskyldu sinni í Bústaðahverfi á aðfangadag, kveðst hafa orðið fyrir síendurteknu ónæði af hendi rukkaranna.

Í varðhald vegna nauðgunar á skemmistað

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um að hann hefði nauðgað konu í Reykjavík um nýliðna helgi. Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.

Ákærum vegna efnahagsbrota snarfjölgar

Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára, úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.

Fjarnemum fækkar um 66% á milli ára

Nemendum í grunnskóla sem sækja fjarnám í framhaldsskólum fækkaði úr 444 í 150 á milli áranna 2009 og 2010, eða um 66 prósent. Öllum nemendum í fjarnámi í framhaldsskólum hefur fækkað úr 3.755 í 2.462 á milli ára, sem er rúmlega þriðjungs fækkun.

Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina

Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum.

Loka lögreglustöðinni í Búðardal

Lögregluumdæmi Borgarfjarðar og Dala þyrfti að fá tíu til tólf milljóna króna aukafjárveitingu ef halda ætti lögregluvarðstöðinni í Búðardal áfram opinni, að sögn Theodórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi.

Lamandi hönd leggst yfir ræktunarstarfið

„Það blasir við að stefnt er að því að setja innflutning á plöntum og útplöntun þeirra á Íslandi, svo og flutning á innlendum plöntum innan lands, undir eins konar lögreglueftirlit, leyfisskyldu og bannákvæði.“ Þetta segir Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands, um frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt.

Ólíklegt að erlendir aðilar bjóði í verkið

Ríkiskaup, sem veita opinberum stofnunum þjónustu og ráðgjöf á sviði útboða, ráða hvort útboðsgögn sem gefin eru út innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eru á íslensku eða á öðrum tungumálum. Gögn fyrir framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði verða birt á íslensku.

Skeljungur byrjaði og N1 fylgdi

Skeljungur hækkaði í gær verð á bensíni um 3,50 krónur og olíu um tvær krónur, þannig að bensínlítrinn kostaði eftir hækkun víða á stöðvum félagsins 213,60 og dísilolíulítrinn 213,40.

Gaf falska fjarvistarsönnun

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir rangan framburð í skýrslugjöf hjá lögreglu. Maðurinn gaf skýrslu sem vitni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í febrúar á síðasta ári og síðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur síðar á árinu. Hann bar ranglega að hann hefði verið með öðrum manni á tilteknum stað á tilteknum tíma til þess að veita honum fjarvistarsönnun. Síðarnefndi maðurinn var þá til rannsóknar hjá lögreglu og síðar fyrir dómi fyrir stórfellda líkamsárás. Hann var í héraði dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.- jss

Vilja ekki missa lækni úr Hrísey

Læknir frá Heilsugæslustöð Dalvíkur sem haft hefur viðveru í Hrísey einu sinni í viku í eina klukkustund í senn mun ekki heimsækja eyna frá og með næstu mánaðamótum vegna niðurskurðar. Bæði Hverfisráð Hríseyjar og bæjarráð Akureyrar hafa mótmælt þessari skerðingu. Taka á upp viðræður við heilbrigðis­ráðuneytið vegna málsins.

Fengu rúm og skólavörur

Nærri 600 börn á Haítí njóta góðs af tombólum álíkra margra íslenskra barna, sem höfðu safnað samtals rúmlega einni milljón króna til styrktar starfi Rauða kross Íslands á Haítí.

Braut tennur með glerglasi

Ríkissaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir að kasta glasi í andlit annarrar konu með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu í hinni síðarnefndu. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum á Vegamótum í Reykjavík aðfaranótt sunnudags í febrúar í fyrra.

Vopnahlésloforð nægir ekki

Stjórnvöld á Spáni gefa lítið fyrir vopnahlésyfirlýsingu sem aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, sendu frá sér í gær.

Átta létust í flóði í Ástralíu

Að minnsta kosti átta létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í gær. Ellefu til viðbótar er saknað. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins.

Læknar segjast vera bjartsýnir

Átta manns eru enn á sjúkrahúsi eftir skotárásina í Tucson í Arizona á laugardag. Þingkonan Gabrielle Giffords er enn í lífshættu og fimm aðrir eru þungt haldnir.

Láti Austur-Jerúsalem eiga sig

Sendiherrar 25 aðildarríkja Evrópusambandsins í Jerúsalem og Ramallah skora á leiðtoga Evrópusambandsins að líta á Austur-Jerúsalem sem framtíðarhöfuðborg Palestínuríkis.

Íslendingar betri neytendur eftir hrun

„Ég held að Íslendingar hafi tekið sig á sem neytendur frá hruni. Þeir eru meira vakandi og meðvitaðir um rétt sinn og meira tilbúnir að berjast í málunum heldur en áður. Það er í sjálfu sér jákvætt,“ Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögræðingur Neytendasamtakanna.

„Nú fer lyftan niður“

Þingflokksfundi Vinstri grænna lauk á tíunda tímanum í kvöld. Aðspurður hvort hann hefði óskað eftir því að starfandi þingflokksformaður VG bæðist afsökunar sagði Ásmundur Einar Daðason: „Nú fer lyftan niður. Hún fór upp fyrr í dag." Spurður nánar út í þau orð svaraði þingmaðurinn: „Það þýðir að hún er búin að fara upp og fer núna niður."

Óvenju mikið um sinubruna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í hvert útkallið á fætur öðru vegna sinuelda fyrr í kvöld. Frá klukkan 20 til 21 sinntu slökkviliðsmenn þremur slíkum útköllum, einu í Mosfellsbæ og tveimur í Hafnarfirði. Engin mannvirki voru í hættu.

Varð milli fyrir misskilning

Sænskur maður varð um helgina 200 milljónum íslenskum krónum ríkari fyrir misskilning. Hann hefur um margra ára skeið keypt veðhlaupamiða á laugardögum og ætlaði að halda þeim sið á laugardaginn.

„Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi"

„Við sáum ekki fram á að geta eignast barn á næstu árum og við gátum ekki ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi. Þannig að við fórum að hugsa hvað og hvort við gætum gert sjálf. Við vissum að íslensk pör hafa farið erlendis og eignast börn með hjálp staðgöngumóður. Við erum alls ekki þau fyrstu,“ segir Helga Sveinsdóttir sem er föst ásamt eiginmanni sínum, Einari Þór Færseth, þar sem þau eignuðust á síðasta ári drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. Rætt var við Helgu í Kastljósi í kvöld.

Bjarni: Við höfum rétt úr kútnum

„Frá því að kosið var síðast þá höfum við mjög verulega rétt úr kútnum. Ég finn fyrir því að okkar sjónarmið eru smám saman að ná í gegn. Fólk er farið að finna á eigin skinni að það gengur ekki að fara skattahækkunaleiðuna út af þeim þrengingum sem við höfum lent í,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir