Fleiri fréttir

Umdeildar framkvæmdir við Landeyjahöfn

Vinna við að færa ósa Markarfljóts austur frá Landeyjahöfn er hafin. Siglingastofnun fullyrðir að ekki þurfi umhverfismat vegna framkvæmdanna eins og krafist hafði verið.

Frægur vegarkafli hverfur í sumar

Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ.

Snjóflóð féll á Fnjóskadalsveg eystri

Snjóflóð féll á Fnjóskadalsveg eystri um klukkan 17 í dag, rétt norðan við bæinn Veisusel. Snjóflóðið lokaði veginum og biður lögreglan vegfarendur um að vera alls ekki á ferðinni á þessu svæði.

Fjórir fórust í flóði í Ástralíu

Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í dag. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. Björgunarmenn unnu mörg afrek við að bjarga fólki af húsþökum. Sumum þurfti að bjarga af þökum bíla sinna. Mestu flóð í fimmtíu ár hafa hrjáð Ástrala undanfarna daga. Flóðasvæðið hefur verið stærra en Frakkland og Þýskaland samanlagt.

Þingmenn VG funda um ágreining

Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman á nýjan leik klukkan 18 eftir að hlé var gert á fundi þingflokksins síðdegis. Þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga gagnrýna það sem þeir kalla ofríki meirihlutans á Alþingi. Þingflokkurinn reynir nú að jafna ágreining milli ólíkra fylkinga.

Ótrúlegur trassaskapur: Skráningarnúmer fjarlægð af 40 bílum

Um helgina voru skráningarnúmer fjarlægð af 40 ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu sem voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að trassaskapur sumra í þessum efnum sé með ólíkindum.

Háskólinn fylgist betur með fjármálum Raunvísindastofnunar

Háskóli Íslands þarf að hafa virkari afskipti af starfsemi Raunvísindastofnunar, að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur að stjórnendur HÍ eigi að taka aukinn þátt í gerð og eftirfylgni rekstaráætlana Raunvísindastofnunar og að setja verði skýrar verklagsreglur um ýmsa þætti í rekstrinum. Halli hefur verið á rekstri Raunvísindastofnunar undanfarin ár.

Bandaríkjamenn segjast fara að lögum

Bandarísk stjórnvöld segjast fullvissa íslensk yfirvöld um að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna fari fram í samræmi við bandarísk lög og lúti öllum viðmiðunum um réttarreglur og sanngjarna málsmeðferð sem bundnar eru í stjórnarskrá Bandaríkjanna og viðeigandi alríkislögum.

Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ

Lögmaður Blindrafélagsins hefur sent Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu. Blindrafélagið segir að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar eftir að sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra. Það hafi ritari nefndarinnar staðfest.

Lýst eftir Matthíasi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Matthíasi Þórarinssyni. Ekkert hefur spurst til hans í nokkurn tíma. Matthías er um 180 sentimetrar á hæð ljósskolhærður. Talið er líklegt að hann haldi til einhversstaðar á Suðurlandi. Matthías hefur til umráða gamlan rússajeppa og hefur ferðast á honum um landið. Bíllinn hefur verið útbúinn sem húsbíll. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Matthíasar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000

New York Times sýnir Mömmu Gógó áhuga

Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, er ein af 65 erlendum kvikmyndum sem mögulega gætu verið tilnefndar til óskarsverðlauna í Hollywood. New York Times ákvað af þessari ástæðu að ræða við Friðrik Þór þar sem hann hefur áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, þá fyrir Börn náttúrunnar.

Snjóþungt á Akureyri

Það er snjóþungt á Akureyri en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru flestir vegir í bænum færir. Snjónum kyngir niður að sögn varðstjóra lögreglunnar en það er logn og því líkir hann veðrinu við jólasnjóinn.

Hóta verkfalli á brúðkaupsdaginn

Stjórnendur neðarnjarðarlesta í Lundúnum hafa hótað því að fara í verkfall á brúðkaupsdegi þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Þau gifta sig 29. apríl næstkomandi.

Símaþjófurinn fundinn: Baðst afsökunar

Rekstrarstjóri Bæjarbakarís í Hafnarfirði hefur fjarlægt af YouTube myndband þar sem fullorðinn karlmaður og tveir drengir sjást á upptöku úr eftirlitsmyndavél stela síma. Upplýst hefur verið um hvaða mann er að ræða. Hann hafði sjálfur samband við bakaríið, baðst afsökunar á gjörðum sonar síns og ætlar að koma símanum aftur í réttar hendur.

Hópdauði dýra algengur í náttúrunni

Það er alvanalegt að fuglar og dýr drepist í stórum hópum og þar er ekkert samhengi á milli, segja líffræðingar sem Associated Press fréttastofan hefur leitað til.

Símaþjófnaður í bakaríi: Upptökur úr eftirlitsmyndavél

„GSM síma er stolið af starfsmanni í bakaríi í Hafnarfirði. Fullorðinn karlmaður ásamt tveimur ungum drengjum, koma að versla í bakaríinu. Á borðinu næst myndavélinni var starfsmaður með símann sinn en skyldi hann eftir þegar viðkomandi þurfti að afgreiða viðskiptavin. Notar þá annar drengurinn tækifærið og stelur símanum.

Leynilögga og Íslandsvinur skemmir málsókn í Bretlandi

Leynilögreglumaðurinn Mark Kennedy hefur orðið til þess að málssókn gegn sex aðgerðasinnum í Bretlandi hefur verið látið niður falla. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið auk þess sem RÚV greindi frá því í hádeginu að Mark hefði mótmælt meðal annars á Kárahnjúkum ásamt Saving Iceland hópnum.

Sinueldur á Smiðjuvegi

Sinueldur kviknaði við Smiðjuveg fyrir stundu og hefur slökkviliðið verið kallað á staðinn. Ekki er vitað um neitt tjón af völdum eldsins en hann er farinn að nálgast bíla sem hann gæti mögulega læst sig í.

Strákarnir okkar árita plaköt í Kringlunni

Íslenska handboltalandsliðið er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í Svíþjóð sem hefst á fimmtudag. Strákarnir í liðinu ætla samt að gefa sér tíma til að árita plaköt fyrir aðdáendur sína í Kringlunni milli klukkan 15.30 og 16.30 í dag.

Þrettándagleði frestað í Reykjanesbæ

Þrettándagleði í Reykjanesbæ, sem fyrirhuguð var í dag, fellur niður vegna óhagstæðrar veðurspár. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar mun flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes fara fram þegar betur viðrar.

Arreaga gerð grein fyrir þinghelgi Birgittu

Utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, á fund í ráðuneytinu í morgun vegna úrskurðar að kröfu bandarískra yfirvalda um að samskiptasíðan Twitter afhendi persónuleg gögn Birgittu Jónsdóttur alþingismanns. Ráðuneytisstjóri og þjóðréttarfræðingur sátu fundinn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Þeir kölluðu eftir frekari upplýsingum um málið og lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af því að sakamálarannsókn beindist að íslenskum þingmanni með þessum hætti. Ljóst væri að þingmaðurinn nyti þinghelgi hér á landi og að ekki yrði ekki skilið á milli þingmannsins og Alþingis. Lögðu þeir áherslu á að ekki yrði frekari röskun á störfum þingmannsins, þar með talið ferðafrelsi og möguleikum á því að taka þátt í pólitískri umræðu á alþjóðavettvangi.

Farþegarnir höfðu það verulega skítt

Skemmtiferðaskipið Radiance of the Seas varð að snúa aftur til Tampa í Florida í síðustu viku eftir að yfir 150 farþegar fengu svo alvarlega magakveisu að þeir héldu að mestu til á klósettinu.

Magnús Orri gleymdi líka hagsmunaskráningunni

„Takk fyrir ábendinguna. Ég er að kveikja á tölvunni í þessum töluðu orðum til að senda póst á skrifstofu Alþingis og láta uppfæra þetta," segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gleymdi að láta skrá setu sína sem formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu á vef Alþingis þar sem haldið er utan um hagsmunaskráningu þingmanna. Stutt er síðan fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefði gleymt að skrá að hann ætti fjórðungshlut í búvöruversluninni Daðason og Biering ehf. sem rekur vefverslunina Ísbú. Ásmundur Daði hefur nú uppfært skráningu sína. Skrifstofa Alþings heldur utan um hagsmunaskráningu þingmanna og birtir á vef Alþingis en skráin er byggð á upplýsingum sem alþingismaður sjálfur lætur skrifstofunn í té. Spurður hvort ástæða sé til að auka aðhald með því að þingmenn standi sig í hagsmunaskráningunni játar Magnús Orri því. „Jú, ég er alveg sammála því. Ég allavega gleymdi mér. Ég vísa ekki ábyrgðinni á neinn annan," segir hann.

Komu til þess að ræna gamalmenni

Fjórir Rúmenar eru fyrir rétti í Noregi sakaðir um að hafa komið gagngert til landsins til þess að ræna gamalt fólk. Þeir beittu oft hrottalegu ofbeldi við ránin.

Facebook floppar í Japan

Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook.

Loughner ákærður fyrir banatilræði

Bandarísk alríkisyfirvöld hafa ákært manninn sem skaut sex til bana í Túson í Arizóna á laugardag. Hinn 22 ára gamli Jared Loughner hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða þingkonuna Gabrielle Giffords og fyrir að myrða tvo aðra opinbera starfsmenn.

Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow

Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu.

Jarðskjálfti í Chile

Jarðskjálfti sem mældist 5.9 á Richter kvarðanum reið yfir Chile um klukkan fimm að íslenskum tíma í nótt. Engar fregnir hafa enn borist af tjóni eða mannfalli af völdum skjálftans en upptök hans eru um 80 kílómetra undan ströndum landsins og í um 350 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Santiago.

Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi

Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði.

Ekið á hross í Grafningi

Ekið var á hross á móts vi bæinn Torfastaði í Grafningi í gærkvöldi. Hesturinn meiddist svo alvarlega að ákveðið var að aflífa hann á staðnum.

Enn snjóar fyrir norðan

Enn tók að snjóa á Akureyri í gærkvöldi og er talið að snjólagið sem féll í nótt, sé tíu til fimmtán sentímetra djúpt. Þæfingsfærð er því sumstaðar á götum, eftir þrotlausan snjómoksktur í bænum alla helgina.

Grunur um lungnapest í fé

Margt bendir til þess að kindur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal hafi veikst af lungnapest. Ekki hefur verið staðfest að um venjulega lungnapest sé um að ræða, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (Mast).

Dásamlegur dagur

Kaupmannahöfn, AP Dönsku konungshjónin eru að vonum himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprinsparið María og Friðrik eignaðist á laugardag.

Danskur hermaður fórst

Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær.

Hið augljósa var vel falið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ætlar að láta gera óháða rannsókn á Funamálinu. Hér er saga málsins, sem nú má kalla mengunarhneyksli, rakin.

Baskar mótmæla fangaflutningum

Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk.

Bílpróf í sjónmáli eftir langa bið

„Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur.

Sjö tonn af olíu voru í togaranum

Viðbragðskerfi Umhverfisstofnunar vegna bráðamengunar var ræst í dag þegar tilkynning barst um að gat hefði komið á olíutank á togaranum Eldborgin. Skipið sigldi á ísjaka á Grænlandsmiðum.

„Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“

Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega.

Sjá næstu 50 fréttir