Erlent

Láti Austur-Jerúsalem eiga sig

Sendiherrar 25 aðildarríkja Evrópusambandsins í Jerúsalem og Ramallah skora á leiðtoga Evrópusambandsins að líta á Austur-Jerúsalem sem framtíðarhöfuðborg Palestínuríkis.

Í sameiginlegri skýrslu, sem sendiherrarnir sendu frá sér í síðasta mánuði, segja þeir meðal annars að embættismenn og stjórnmálamenn frá Evrópusambandinu eigi að neita því að fara í heimsóknir á ísraelskar stjórnarskrifstofur eða stofnanir í Austur-Jerúsalem.

Þá segja þeir nauðsynlegt að fulltrúar ESB mæti á staðinn þegar hætta sé á að hús Palestínumanna verði rifin eða íbúar þeirra bornir út.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×