Fleiri fréttir

Fór út af á Öxnadalsheiðinni

Lögreglan á Akureyri aðstoðaði í nótt ökumann, sem hafði misst bíl sinn út af þjóðveginum á Öxnadalsheiði, í slæmu færi og veðri.

Vilja að Goðafoss sigli í dagsbirtu

Sigling flutningaskipsins Goðafoss var stöðvuð að boði dönsku strandgæslunnar í gærkvöldi, og vörpuðu skipverjar akkerum fyrir utan bæinn Grenaa á Jótlandi.

Lögregla óttast stríð Vítisengla og Útlaga

Lögregla óttast nú að það stefni hraðbyri í átök eða uppgjör hér á landi á milli áhangendaklúbba tveggja stærstu vélhjólagengja veraldar, Hells Angels og Outlaws. Þetta er ein meginástæða þess að nú er í smíðum í innanríkisráðuneytinu frumvarp til laga sem veita á lögreglunni víðtækari heimildir til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill efla lögregluna til að taka á starfsemi glæpahópanna.

Víðtækari heimildir lögreglu boðaðar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn.

Missti stjórn á vélhjóli - grunaður um ölvun

Vélhjólamaður slasaðist alvarlega og missti nær meðvitund, þegar hann missti stjórn á hjóli sínu í hringtorginu á mótum Flatahrauns og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði um klukkan hálf fjögur í nótt.

Segja tillögurnar litlu skila

Fulltrúar minnihlutans í menntaráði Reykjavíkurborgar telja að lítill fjárhagslegur ábati verði að fyrirhuguðum sameiningum og hagræðingu í skólakerfi borgarinnar sem kynnt verða í borgarráði í dag.

Helmingur fer í ríkiskassann

Um helmingur þeirrar fjárhæðar sem greidd er fyrir bensín rennur til ríkissjóðs. Það eru um 110 krónur á hvern lítra. Eldsneytisverð hefur aldrei verið hærra en það er nú og kostar bensínlítrinn um 227 krónur og dísilolían 231 krónur.

Tilkynnt um færri börn

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um eitt prósent á milli 2009 og 2010. Fjöldi tilkynninga í fyrra var 9.233 en 9.327 2009, samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu. Færri börn voru einnig tilkynnt, en þau voru 7.605 í fyrra en 7.711 árið á undan. Í um 7,3 prósentum tilvika lék grunur á að foreldrar væru að neyta vímuefna, Fjölgun var í tilfellum

Deilt um Vísindagarða: Gísli Marteinn með meirihluta

Sjálfstæðismenn í skipulagsráði Reykjavíkur skiptust í gær í þrjá hópa þegar ráðið ræddi tillögur að Vísindagörðum við Háskóla Íslands. Gísli Marteinn Baldursson var með í bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að "uppbygging stúdenta- og vísindagarða sé einstakt tækifæri til að skapa vistvænt borgarhverfi við Háskóla Íslands" en þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og settu fram hvort sína bókunina. Júlíus gerði athugasemdir við áformaða gjaldtöku á bílastæðum en Marta sagði gífurlegt byggingarmagn og mjög háar byggingar "í algjörri andstöðu við skipulag nærliggjandi gatna".- gar

Pútín og Medvedev hrósa Gorbatsjov

Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti kallaði Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, á sinn fund í gær til að tilkynna að hann hlyti æðstu viðurkenningu rússneska ríkisins, orðu heilags Andrésar, sem er höfuðdýrlingur Rússa. Gorbatsjov hefur undanfarið gagnrýnt harðlega núverandi ráðamenn í Rússlandi, bæði Pútín og Medvedev.

Fundu fertugan fugl í veiðineti

Merktur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp í febrúar og var hann meira en fjörutíu ára gamall. Fýllinn hafði verið merktur fullorðinn í Stórhöfða hinn 17. október árið 1970.

Veldur mun meiri skaða en hollur matur

Sælgæti og skyndibitar valda mun meiri skaða á umhverfinu en holl fæða. Þetta kemur fram í nýrri norrænni skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni. Umhverfisáhrif sem þessi hafa aldrei verið skráð áður. Íslendingar borða langmest af sælgæti og óhollri fæðu af öllum Norðurlandaþjóðunum.

Hefur ekki verið meiri í 40 ár

Vöxtur í sænsku efnahagslífi sló met á síðasta fjórðungi í fyrra þegar hann mældist 7,3 prósent. Jafn mikið stökk á milli ársfjórðunga hefur ekki mælst frá 1970, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Hagvöxtur yfir árið allt mældist 5,5 prósent og hafa slíkar tölur ekki sést þar í landi frá 1970.

Tveir hermenn skotnir til bana

Tveir bandarískir hermenn létu lífið og tveir aðrir særðust, annar illa, þegar ungur maður hóf skotárás í farþegavagni á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi í gær. Árásarmaðurinn er frá Kosovo.

Endurvinnslan opnuð seinna

Framvegis verða endurvinnslustöðvar Sorpu opnaðar tveimur klukkustundum seinna um helgar en verið hefur. Þær verða opnaðar klukkan 12 á hádegi en ekki klukkan 10. Áfram verður opið til klukkan 18.30 og engin önnur röskun verður á þjónustunni.

Barist um yfirráðin í borgum Líbíu

Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni.

Áhersla lögð á fyrirvara Alþingis

Áhersla var lögð á mikilvægi íslensks sjávarútvegs fyrir þjóðarhag og greint frá árangri Íslands við stjórnun fiskveiða á seinni rýnifundi Íslands og Evrópusambandsins, sem lauk í Brussel í gær, að því er kemur fram í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.

Töldu reykinn frá Funa ekki heilsuspillandi

Bæjaryfirvöld á Ísafirði grunaði ekki að mengun frá sorpbrennslunni Funa kynni að vera heilsuspillandi fyrir íbúa á svæðinu og til þess má leita skýringa á því af hverju málið var ekki kynnt sérstaklega fyrir íbúum á svæðinu.

Reyna að fá Buffet og Gates í bridge

Ísland tekur á þessu ári þátt í heimsmeistaramótinu í bridge. „Við höfum ekki verið með síðan við urðum heimsmeistarar árið 1991,“ segir Jafet S. Ólafsson, formaður Bridgesambandsins. Þá vakti heimsathygli sigur Íslands í sveitakeppninni Bermuda Bowl (Bermúdaskálinni).

Skýrsla rannsóknarnefndar valin fræðibók ársins

Menningarverðlaun DV voru afhent í dag í þrítugasta og annað skipti. Athöfnin fór fram í Gyllta salnum á Hótel Borg og voru veitt verðlaun í níu flokkum. Flokkarnir hafa aldrei verið fleiri en í ár þar sem flokkur danslistar kemur nýr inn. Alls voru 45 tilnefningar í flokkunum níu. Auk þess voru veitt verðlaunin Val lesenda sem kosið var um á DV.is og heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti.

Rafmagnsrör fór í gegnum hendina

Maður varð fyrir því óhappi að detta á heimili sínu í Austurbænum í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Hann féll með hendina á rafmagnsrör og stakkst það í gegnum hendina á honum. Sjúkraflutningamenn komu manninum til aðstoðar og var klippt á rörið. Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús.

Hátt í 30 manns grunaðir um að kaupa þýfi

Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stundað stórfellda sölu á þýfi. Hátt í þrjátíu einstaklingar eru grunaðir um að hafa keypt af honum flatskjái, fartölvur og önnur verðmæti sem fengust úr innbrotum.

Toppfundur um Bakka-álver í New York

Æðstu ráðamenn Alcoa og Landsvirkjunar hittast í New York í næstu viku til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að ganga til samningaviðræðna um álver við Húsavík.

Persónuverndarmálum fjölgað um 240%

Fleiri mál en nokkurn tíma fyrr berast nú Persónuvernd. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins bárust alls 314 ný mál sem er aukning um 29% frá sama tímabili í fyrra. Sé hinsvegar litið á málafjölda fyrir sama tímabil árið 2002 þá er aukningin 240%, samkvæmt því sem fram kemur á vef Persónuverndar.

Telur núll krónur lenda á ríkinu ef dómsmál verða hagstæð

Icesave-samninganefndin telur varlega áætlað að 32 milljarðar króna gætu lent á ríkissjóði vegna nýrra samninga samkvæmt nýju mati, en áður var þessi fjárhæð talin 47 milljarðar. Þá telur nefndin að ekkert lendi á ríkinu ef tvö mál sem nú eru rekin fyrir dómstólum verði ríkissjóði í hag.

Jarðskjálfti fannst í Reykjavík kl. 17.57

Jarðskjálfti, sem mældist 3,6 stig, með upptök í Krýsuvík, varð klukkan 17.57. Skjálftinn fannst víða á Reykjavíkursvæðinu. Upptök skjálftans voru við suðvestanvert Kleifarvatn, eins og flestra annarra í hrinunni að undanförnu. Nokkrir kippir mældust þar í morgun, sá stærsti 2,9 stig klukkan hálfníu. Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa varð síðdegis á sunnudag, 4,2 stig. Á sunnudagsmorgninum urðu einnig tveir skjálftar, milli 3 og 4 stig, sem fundust víða suðvestanlands.

Ellefu ráðnir án auglýsinga

Ellefu manns hafa verið ráðnir í tímabundin störf án auglýsinga í störf hjá ráðuneytunum frá því í ársbyrjun 2009. Ráðið hefur verið í 27 tímabundnar stöður á þessu tímabili. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur. Flestir þeirra, eða sjö, hafa verið ráðnir í störf hjá velferðarráðuneytinu. Næstflestir, fjórir, voru ráðnir í störf hjá utanríkisráðuneytinu.

Skotið á bandaríska hermenn í Frankfurt

Tveir létu lífið og tveir særðust í skotárás við flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Ráðist var á rútu sem var að flytja bandaríska hermenn. Þeir sem létust voru bílstjórinn og einn farþegi en ekki hefur verið staðfest að um bandaríska hermenn hafi verið að ræða. Árásarmaðurinn var síðan handtekinn af lögreglu og er í yfirheyrslum. Bandaríkjaher heldur úti nokkrum herstöðvum á svæðinu í kringum Frankfurt.

Funduðu um sjávarútvegsmál í Brussel

Seinni rýnifundi Íslands og Evrópusambandsins um sjávarútvegsmál lauk í Brussel í dag en á fundinum gerðu sérfræðingar Íslands grein fyrir íslenskri löggjöf á sviði sjávarútvegs.

Samstaða þjóðar gegn glæpum og ofbeldi

"Mikið liggur við að þjóðin sýni samstöðu gegn glæpum og ofbeldi," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á Alþingi í dag. Greiningadeild ríkislögreglustjóra gaf nýverið út hættumat vegna vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Talið er að aukin hætta sé á að til átaka glæpagengja komi og jafnvel uppgjörs þar sem tekist er á um fíkniefnamarkaði. Innanríkisráðuneytið vinnur að frumvarpi sem miðar að því að auka rannsóknarheimildir lögreglu. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag málshefjandi á Alþingi um aðgerðir innanríkisráðherra til að sporna við starfsemi skipulagðra glæpasamtaka hérlendis. Ólöf kallaði eftir skýrum svörum frá ráðherra sem svaraði því til að mikil vinna hafi átt sér stað í þessum málaflokki að undanförnu og að niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt á næstu dögum.

Skemmdarvargarnir gáfu sig fram

"Þau voru miður sín og báðust afsökunar," sagði Ingunn Hrund Einarsdóttir móðir Sunnu, 18 ára, um skemmdarvargana sem eyðilögðu og köstuðu eggjum í bíl Sunnu, Nissan Almera árgerð 2001, í fyrradag en þeir gáfu sig fram í gærkvöldi ásamt foreldrum sínum og báðu Sunnu afsökunar. Sjá viðtalið við Ingunni í meðfylgjandi myndskeiði en hún hefur fengið mörg símtöl frá ókunnugum Íslendingum og fyrirtækjum sem vilja hjálpa Sunnu að koma birfreiðinni í lag henni að kostnaðarlausu á ný eftir að fréttin birtist á Visi í fyrradag. Sunna og fjölskylda hennar hafa ákveðið að gefa andvirði viðgerðar á bílnum sem skemmdarvargarnir hafa samþykkt að greiða óskert til samtaka Regnbogabarna sem hafa það að markmiði að gera börnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis.

Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag

Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag.

Thor Vilhjálmsson er látinn

Thor Vilhjálmsson rithöfundur er látinn, 85 ára að aldri. Thor Vilhjálmsson fæddist hinn 12. ágúst árið 1925 og hefði því orðið 86 ára í ágúst næstkomandi.

Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs

Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á.

Gaddafi: Þúsundir munu deyja ráðist Vesturlönd á Líbíu

Muammar Gaddafi einræðisherra Líbíu, segir að þúsundir muni deyja ákveði Vesturveldin að beita hervaldi til þess að koma sér frá völdum. Gaddafi lét þessi orð falla í ræðu sem hann hélt í dag fyrir stuðningsmenn sína í höfuðborginni Trípólí.

Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008.

Nákvæmara próf gegn blöðruhálskrabbameini

Vísindamenn í háskólanum í Surrey í Bretlandi hafa þróað próf sem finna á krabbamein í blöðruhálskirtli með þvagsýni. Prófið er sagt vera mun nákvæmara en önnur próf og er áætlað að aðferðin verði að fullu þróuð haustið 2012.

Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin

Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum.

Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni

Washingtonríki mun hugsanlega í framtíðinni leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef marka má frumvarp sem lagt hefur verið fram á ríkisþinginu í Olympia. Mikil siðferðisleg umræða hefur verið um staðgöngumæðurn í hagnaðarskyni er slíkt er nú þegar leyft í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en með skilyrðum þó.

Sjö sækja um embætti ríkissaksóknara

Sjö umsóknir bárust um embætti ríkissaksóknara en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar sl. Umsóknirnar verða nú sendar til meðferðar hjá hæfnisnefnd er skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl nk. en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Sameining áætluð hjá þrjátíu leikskólum

Samkvæmt tillögum sem lagðar verða fram í borgarráði á morgun er gert ráð fyrir að þrjátíu leikskólar verði sameinaðir í fjórtán og stjórnendum þeirra, leikskólastjórum og aðstoðarleikstjórum, sagt upp en sumir endurráðnir í yfirmannastöðurnar að nýju. Hinum verður boðið að starfa áfram með aðrar starfsskyldur og lægri laun.

Hóta að myrða dönsku gíslana

Sómalskir sjóræningjar sem hafa sjö danska gísla á valdi sínu hóta að myrða þá ef reynt verður að frelsa þá með hervaldi. Danskt herskip er á slóðum dönsku seglskútunnar og um borð í því eru liðsmenn úr úrvalssveitum hersins.

Eyþór hafnar ásökun um hroka: Heggur sá er hlífa skyldi

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, hafnar því að hafa sýnt hroka og beitt hótunum í tengslum við þverpólitíska samráðsnefnd um sorpmál í sveitarfélaginu eins og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarráði, fullyrti um leið og hann sagði sig frá starfi samráðsnefndarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir