Fleiri fréttir

Aðalmeðferð yfir Baldri hafin

Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna.

Gaddafi gerir gagnárás

Hersveitir hliðhollar Moammar Gaddafi notuðu meðal annars orrustuþotur til þess að ná á sitt vald tveim bæjum í austurhluta landsins.

Hálka á Hellisheiðinni og víðar

Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en víða hálkublettir eða snjóþekja á Suðurlandi, einkum í uppsveitum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hraðbankar biluðu - Gátu tekið endalaust út

Ástralski bankinn Commonwealth þurfti að loka öllum hraðbönkunum sínum í landinu í gær eftir að tölvukerfið bilaði sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu tekið endalausan pening út án þess að eiga fyrir honum.

Rann á bananahýði og vill milljónir

Fimmtíu og átta ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur stefnt lágvöruverslun þar í landi eftir að hún rann á bananahýði fyrir utan verslunina og féll aftur fyrir sig.

Kannabismunkar handteknir í Nepal

Nepölsk yfirvöld hafa tekið fyrir kannabissölu heilagra manna þar í landi. Fjölmargir munkar hafa verið handteknir vegna málsins.

Ráðherra myrtur í Pakistan

Ráðherra minnihlutamála í Pakistan, Shahbaz Bhatti, var myrtur í nótt þar sem hann var að keyra.

Galliano rekinn frá Dior

Tískuhönnuðurinn John Galliano hefur verið rekinn frá tískuhúsinu Christian Dior eftir að myndbandsupptaka af hönnuðinum, þar sem hann segist elska Hitler, lak út á netið.

Þóttist vera krabbameinslæknir og áreitti konur

Hinn sextíu og þriggja ára gamli Michail Sorododsky játaði í gær að hafa nauðgað einni konu og áreitt kynferðislega um tuttugu konur sem leituðu til hans þegar hann þóttist vera krabbameinslæknir.

Natascha Kampusch vill bætur fyrir mannrán

Natascha Kampusch, sem var rænt árið 1998 í Austurríki, og haldið fanginni í átta ár af kvalara sínum, hefur krafist um 800 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, vegna mistaka við rannsókn málsins.

Óttast að Gaddafi beiti efnavopnum

Helstu þjóðarleiðtogar heims eru komnir á fremsta hlunn með að ráðast inn í Líbíu með hervaldi. Meðal annars af ótta við að Gaddafi beiti efnavopnum á þegna sína.

58 sagt upp um mánaðamótin

58 manns var sagt upp í tveimur hópuppsögnum nu um mánaðamótin. 38 starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði var sagt upp þar sem stofnunin verður lokuð í sumar vegna fjárskorts.

Fjöldagröf fannst í Mexíkó

Fjöldagröf fannst í Mexíkó á miðvikudagsmorgninum en í henni voru alls sautján lík. Talið er að fjöldagröfin sé á ábyrgð fíkniefnahringja í landinu sem hafa haldið landsmönnum í heljargreipum ofbeldis síðan árið 2006.

Þrír stútar teknir

Þrír ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ölvunarakstur og var einn þeirra réttindalaus eftir að hafa áður verið tekinn ölvaður á bíl.

Ungmenni handtekin við innbrotstilraun

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu gómuðu þrjú ungmenni þar sem þau voru að reyna að brjóta upp hurð á söluturni í Grafarvogi í nótt, og beittu kúbeini við það

Goðafoss mengar líka í Svíþjóð

Olíuleka varð vart frá flutningaskipinu Goðafossi, þegar það var á leið frá Noregi til skipasmíðastöðvar á Fjóni í gærkvöldi, þar sem á að gera við það eftir strandið við Noregsstrendur nýverið.

Ríkiskaup auglýsa Efri-Brú

Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í húseignir og 37 hektara land að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsakosturinn samanstendur af gisti- og þjónustumiðstöð og sambyggðu íbúðarhúsi, þremur parhúsum og tveimur íbúðarhúsum, samtals rúmlega 1.400 fermetrar að stærð, auk útihúsa.

Tvö kærumál á borði landsdóms

Fyrsta opna þinghald landsdóms fer fram næsta þriðjudag klukkan eitt í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrir dómnum liggur að úrskurða um tvö atriði.

Sorpbrennslu hætt í Svínafelli

Bæjarráð Hornafjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminni vegna umræðu um mengun sem stafar af sorpbrennslum. Flosalaug, sem hefur verið hituð með orku sem sorpbrennslan gefur, verður jafnframt lokað.

Öryggistilfinning Dalamanna dofnar

„Fólk upplifir nú mikið öryggisleysi eftir að hér hefur verið lögreglubíll á staðnum frá árinu 1966,“ segir Baldvin Guðmundsson, íbúi í Búðardal, en þaðan hvarf eini lögreglubíllinn í gær til Borgarness vegna hagræðingar.

Boða aðgerðir vegna eldsneytishækkunar

Starfshópur fjármálaráðuneytis um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun skila fyrstu tillögum sínum hinn 1. apríl næstkomandi. Það var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gær, en hann verður skipaður fulltrúum úr fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti.

Ólína og hundurinn hífð í þyrluna

"Ég var hræddust um hundinn, svo brá mér svolítið þegar ég sá myndirnar eftir á. En þetta gekk allt vel,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þingkona, sem var í vikunni í fyrsta sinn hífð upp í þyrlu ásamt áhöfn TF-LÍF. Skutull, hundur Ólínu, var með í för.

Hrikalega vond lykt af kröbbunum

Maður var handtekinn á Domodedovo flugvellinum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á dögunum en tollverðir fundu alveg hrikalega vonda lykt þegar maðurinn gekk framhjá þeim.

Krúttlegir hvolpar léku sér í snjónum

Þeir eru krúttlegir litlu hvolparnir hennar Helgu B. Hermannsdóttur kennara. Þeir tóku snjókomunni fagnandi í dag og Helga ákvað að hleypa þeim út í garð til að viðra sig. Hvolparnir, sem eru sex vikna gamlir, voru undir öruggu eftirliti mömmu sinnar á meðan þeir voru úti.

Erfitt að þola einelti

Nítján ára einhverf stúlka segir erfitt að vera ávallt fórnarlamb eineltis. Bíll stúlkunnar var skemmdur í gær og eru sökudólgarnir enn ófundnir. Sunna Björk er nítján ára gömul og er með einhverfu. Í gær sögðum við frá því að skemmdarverk höfðu verið unnin á bíl hennar, ljós brotin og eggjum kastað í hann. Við hittum Sunnu Björk og móður hennar á kaffihúsi út á Granda - skammt frá vinnustað hennar.

Sjálfstæðismenn gagnrýna skattahækkunina í borginni

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skattahækkunina sem samþykkt var á vettvangi borgarstjórnar í dag. Segja þeir að sífellt sé verið að hækka skatta í borginni. Benda sjálfstæðismenn á að farið hafi verið í gríðarlegar skatta- og gjaldskrárhækkanir þegar fjárhagsáætlun var lögð fram rétt fyrir áramót. Þær hækkanir hafi falið í sér 100-150 þúsund króna útgjaldaauka fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar sé enn lagt til að skattar hækki og útsvar fari í hámark í höfuðborginni.

Nýjasti grínþátturinn hjá Fox heitir Iceland

Nýjasti grínþátturinn hjá Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum heitir því skemmtilega nafni Iceland. Þátturinn hefur fengið grænt ljós og verður framleiddur síðar á árinu. Á Netinu fæst engin skýring á nafngift þáttarins, sem fjallar um konu sem nýverið missti unnusta sinn. Á meðal leikara eru Kerry Bishe, sem lék í Scrubs og John Boyd.

Alltof slakar sýklavarnir

Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Of fáir sjúkraliðar eru á vakt og menntun ekki metin að verðleikum. Landlæknir treystir á almenna skynsemi.

Tuttugu hófu nám í lögregluskólanum

Alls hófu 20 nýnemar nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins, samkvæmt tilkynningu frá skólanum. Námið á önninni tekur fjóra mánuði, því lýkur í lok júní 2011 og þá fara nemendurnir í starfsnám í lögreglunni.

Enn ein skattahækkunin samþykkt á borgarbúa

Skattahækkun á íbúa Reykjavíkur var samþykkt í dag þegar borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar með stuðningi Vinstri grænna samþykkti að hækka útsvar frá 1. júlí upp í hæstu mögulega álagningu.

Alvarlegt að vera dæmdur á Sogn

Það er mun alvarlegra að vera dæmdur ósakhæfur til vistunar á stofnun en í fangelsi, segir yfirlæknir Réttargeðdeildarinnar að Sogni. Hann segir lágmarkstíma vistunar vera að minnsta kosti tvö ár en dæmi eru um að menn dvelji þar í áratugi.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás með krikketkylfu

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann á Fáskrúðsfirði í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á mann á Egilsstöðum í júlí í fyrra og lamið hann í höfuð með krikketkylfu og kýlt hann í andlit og líkama. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut fimm sentimetra langt sár á vinstra gagnauga og sár á höfði, auk frekari meiðsla.

Hjólreiðar valda alls ekki hjartaáföllum - eru hollar fyrir flesta

Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll.

Uppselt á báða opnunartónleikana í Hörpu

Uppselt er á báða opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu sem haldnir verða 4. og 5. maí. Mikið álag myndaðist á miðasölukerfinu á midi.is og sumir þurftu að bíða lengi áður en þeir gátu keypt miða.

Dior rekur John Galliano - sagðist elska Hitler

Tískuhúsið Dior hefur rekið yfirhönnuð sinn, hinn heimsþekkta John Galliano. Galliano lenti í vandræðum í Marais hverfinu í París á dögunum þar sem hann helti sér yfir par á næsta borði við hann á kaffihúsi og úthúðaði þeim með alls kyns andgyðinglegu níði. Lögreglan fjarlægði tískumógúlinn en engar ákærur voru þó gefnar út.

Sjálfstæðismenn óska skýringa umhverfisráðherra

Kristján Þór Júlíusson og Birgir Ármannsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd, óska eftir opnum fundi umhverfisnefndar vegna staðfestingar Svandísar Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, á verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Þeir óska eftir að umhverfisráðherra mæti til fundarins og upplýsi nefndina um hvernig samráði við helstu hagsmunaaðila hafi verið háttað varðandi takmarkanir á útivist, umferð og veiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðsins. Ennfremur er þess óskað að ráðherra færi á fundinum fram rökstuðning sinn fyrir þeim takmörkunum á aðgengi sem ráðherrann hefur staðfest í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarðinn.

Dómari ákvað með klukkutíma fyrirvara að dæma Gunnar Rúnar í dag

Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á síðasta ári gagnrýna harðlega í yfirlýsingu að hafa ekki fengið að vita það með nokkrum fyrirvara að til stæði að dæma morðingja Hannesar í morgun. Í svari frá dómstólnum til Vísis segir að ákvörðunin um að fella dóminn í dag hafi ekki verið tekin fyrr en í morgun og boð þess efnis vor send út með rúmlega klukkutíma fyrirvara.

Innbrotahrina upplýst á Húsavík

Í tengslum við rannsókn á sex innbrotum í heimahús, sumarhús og verslun í nágrenni Lauga í Reykjadal, Þingeyjarsveit í nóvember 2010 hefur Lögreglan á Húsavík síðustu daga og vikur borið saman gögn sem aflað var á vettvangi innbrotanna, svo og aflað annarra gagna og vísbendinga. Í tilkynningu segir að málin varði innbrot, skemmdarverk og þjónaði. „Niðurstaða þessarar vinnu er sú, að grunur féll á tvo aðila vegna þessara afbrota,“ segir ennfremur.

4x4 kærir takmörkun aðgengis að Vatnajökulsþjóðgarði

Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að skrifa undir og samþykkja þá gerræðislegu ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að takmarka verulega aðgengi almennings að þjóðgarðinum. Vegna þessa mun Ferðaklúbburinn kæra meðferð málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Stjórn ferðaklúbbsins sendi frá sér í dag.

Sameinaður leikskóli í Fellunum heitir Holt

Foreldrar, börn og starfsfólk í sameinaða leikskólanum Fellaborg og Völvuborg hafa valið nýtt nafn á skólann. Holt skal hann heita og vísar nafnið til Breiðholts, en leikskólinn er í Fellahverfinu. Leikskólarnir Fellaborg og Völvuborg voru sameinaðir í júlí í fyrra. Starfsmenn vildu breyta nafni hans og var þeim, foreldrum og börnum gefið tækifæri til að koma með tillögur að nýju nafni. Alls bárust þrjátíu tillögur. Þegar stjórnendur leikskólans ásamt tveim fulltrúum frá skrifstofu Leikskólasviðs fóru yfir hugmyndirnar kom í ljós að flestir höfðu lagt til nafnið Holt, eða fimm. Stjórnendum skólans þótti líka nafnið vel við hæfi þar sem það vísar til hverfisins Breiðholts. Allar deildir leikskólans hafa líka fengið ný nöfn sem vísa í götuheiti í hverfinu; Berg, Fell, Sel, Bakki og Hóll.

Þýfiskaupendur mega búast við ákærum

Í tengslum við rannsókn á fjölda innbrota í heimahús nýverið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga lagt áherslu á að endurheimta þýfi sem stolið var í þessum innbrotum.

Sjá næstu 50 fréttir