Fleiri fréttir

Pálmi Haraldsson: Dómurinn veldur vonbrigðum

Pálmi Haraldsson ætlar að áfrýja sýknudómi, sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fréttamaðurinn Svavar Halldórsson var sýknaður af fréttaflutningi sínum í mars á síðasta ári.

Fékk grætt á sig nýtt andlit

25 ára gamall Bandaríkjamaður fékk í gær grætt á sig nýtt andlit. Maðurinn afmyndaðist í andliti þegar hann snerti háspennulínu hann og tók það 30 lækna rúma fimmtán klukkutíma að græða nýja andlitið á hann. Aðgerðin var framkvæmd nákvæmlega ári eftir að fyrsta aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd á Spáni.

Brúðurin eyddi brúðkaupsnóttinni í fangelsi

Lögregla var kölluð til í borginni Phoenix í Arizona í gær þegar til átaka kom í brúðkaupsveislu. Þegar lögreglan mætti á svæðið voru fjöldaslagsmál í gangi í veislunni.

Hljóp uppi símaþjóf í Barcelona

Kraftakarlinn Arnar Grant var rændur þegar hann var í Barcelona við tökur á sjónvarpsþáttunum „Arnar og Ívar á ferð og flugi“ sem hefjast á Stöð 2 á fimmtudaginn.

Svavar, María og Páll sýknuð - fréttin ekki sett fram í vondri trú

Fréttamaðurinn Svavar Halldórsson var sýknaður af meiðyrðakröfu Pálma Haraldssonar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þá var María Sigrún Hilmarsdóttir og Páll Magnússon, einnig sýknuð. María Sigrún las inngang fréttarinnar en Páli var stefnt sem ábyrgðarmanni fréttastofunnar.

Mottumars: 1,6 milljónum safnað í nafni Magnúsar

Enn streyma inn áheitin í Mottumars á Magnús Guðmundsson sem lést úr krabbameini þann 15. mars. Magnús setti sér það háleita markmið að safna yfir milljón króna í fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Sú uppæð sem nú hefur safnast í hans nafni er ríflega 1,6 milljón króna. Unnusta Magnúsar sagði í viðtali eftir andlát hans hversu glaður hann varð eftir að hann hafði náð að safna 300 þúsund krónum. Magnús skráði sig til keppni 2. mars. Þann sama dag veiktist hann illa og var lagður inn. Degi síða var hann kominn í öndunarvél á gjörgæslu. Á áheitasíðuna skrifaði Magnús: "Það vex nánast ekkert skegg á mér þar sem að ég er með Krabbamein og er í meðferð, en það litla sem vex kemur allavega á efri vörina. vonum að þetta verði sjáanlegt í lok mánaðarinns. annars er það bara hugurinn sem gildir ekki satt.“

Hjóna saknað eftir snjóflóð í Noregi

Hjóna er saknað í Noregi eftir að snjóflóð féll á hús þeirra nálægt Balestrand í Sogni í gærkvöldi. Flóðið tók tvö hús á svæðinu og standa aðeins grunnarnir eftir. Tíu manns voru fluttir á brott í gærkvöldi vegna snjóflóða og snjóflóðahættu og leit að hjónunum sem saknað er hefur tafist vegna hættunnar. Skip frá norsku strandgæslunni er á leið inn í fjörðinn þar sem flóðin féllu til leitar en ekki þykir öruggt að fara landleiðina.

Charlie Sheen að snúa aftur í Two and a Half Men?

Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að leikarinn Charlie Sheen verði mögulega endurráðinn í sjónvarpsþáttinn vinsæla Two and a Half Men. Gustað hefur um stjörnuna síðustu vikur eftir að hann hellti sér yfir framleiðendur þáttanna og hagaði sér almennt stórundarlega. Í kjölfarið var hann rekinn. Nú segja heimildir úr innsta hring leikarans að honum verði boðið hlutverkið að nýju. Sheen var áður en hann var rekinn hæst launaði leikarinn í Bandarísku sjónvarpi og fékk rúmar hundrað og þrjátíu milljónir fyrir hvern þátt.

Sprengjuregn í Trípólí

Loftárásir héldu áfram á höfuðborg Líbíu þriðju nóttina í röð. Háværar sprengingar heyrðust og loftvarnabyssur geltu í alla nótt í borgina en herþotur bandamanna reyna nú að útrýma loftvörnum einræðisherrans Gaddafís. Árásirnar hafa gert uppreisnarmönnum í landinu auðveldar fyrir að berjast við heri Gaddafís en hernaðarsérfræðingar óttast þó að þrátefli kunni að koma upp þar sem uppreisnarmennirnir séu ekki nægilega vel vopnum búnir til þess að láta kné fylgja kviði.

Samfylkingarmenn fyrir norðan skora á ríkisstjórnina

Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri skorar á ríkisstjórnina að beita sér til árangurs fyrir skarpari og réttlátari uppstokkun fjármálakerfisins. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að jafnaðarmenn komi á skilvirku eftirliti með fjármálamarkaði þannig að unnt verði að hemja áhættusækni og koma böndum á sjálftöku og græðgi. Samhliða því verði réttarstaða lántakenda gagnvart lánakjörum og skilmálum bætt.

Ætla að kæra aðstoð verði hún veitt

Höfðað verður mál á hendur Kópavogsbæ fari svo að bæjarstjórn staðfesti í dag samþykkt bæjarráðs Kópavogs frá því á fimmtudag um að greiða lögmannskostnað vegna meiðyrðamáls á hendur þremur bæjarfulltrúum.

Siglufjarðarvegur enn lokaður vegna snjóflóðs

Siglufjarðarvegur er enn lokaður eftr að snjóflóð féllu á veginn síðdegis í gær. Ákveðið var að ryðja ekki fyrr en í birtingu í dag, þegar betur verður hægt að kanna snjóalög og ganga úr skugga um að ekki sé lengur hætta á ferðum. Bærinn er ekki einangraður þrátt fyrir þetta því Héðinsfjarðargöngin eru komin til sögunnar.

Björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í Reykjavík

Afleitt veður var á höfuðborgarsvæðinu um og upp úr miðnætti og kallaði lögreglan björgunarsveitir út til að aðstoða fólk, sem hafði lent í vandræðum í bílum sínum. Einna verst var ástandið á Hlíðarfæti við flugvöllinn. Þar voru tveir rútubílar yfirgefnir auk nokkurra einkabíla. Mjög blint og hvasst var í verstu hryðjunum og sumstaðar dró í skafla þannig að þæfingur myndaðist. Vetrarfæri er á öllu svæðinu, auk þess sem minni þróttur er í snjómokstri en undanfarin ár.

Framhald samstarfsins rætt

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að meta stöðu og styrk ríkisstjórnarinnar og möguleika hennar á að koma í gegn veigamiklum málum í kjölfar úrsagnar tveggja þingmanna úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Er Vilhjálmur að biðja um þjóðnýtingu?

Sú staðreynd að álver í Helguvík er ekki lengra á veg komið en raun ber vitni er mál Norðuráls og orkufyrirtækjanna, ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.

Starfsmenn flýja reyk úr kjarnorkuveri

Starfsmenn sem unnið hafa að viðgerðum á kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan flúðu í gær í ofboði eftir að hvítur reykur tók að stíga upp af kjarnaofnunum tveimur sem skemmdust í flóðbylgjunni fyrir ellefu dögum.

Megum ekki endurtaka Íraks-mistök

Mikilvægt er að utanríkismálanefnd Alþingis fjalli ítarlega um aðgerðir Vesturveldanna gegn Líbíu og að breið samstaða náist um stuðning við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mat Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins og varamanns flokksins í utanríkismálanefnd.

Lilja í skammarkróknum vegna Icesave frá 2009

„Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún.

Ekkert heyrt frá ráðuneytinu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur enn ekki svarað erindi Hermanns Daðasonar, útgerðarmanns frá Ólafsfirði, frá apríl 2009. Hermann telur að brotið hafi verið á útgerð hans við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2006/2007.

Lausnirnar leynast í skólunum sjálfum

Á sjöunda þúsund íbúa Reykjavíkur hafa sett nafn sitt við áskorun á borgaryfirvöld um að falla frá fyrirhuguðum sameiningaráformum í grunn- og leikskólum borgarinnar. Foreldrafélög um alla borg hafa ályktað gegn þessum fyrirætlunum síðustu vikur, en hagsmunaaðilar munu skila umsögnum sínum á föstudag.

Leyfum börnum að vera börn

„Mikið af flóttafólki í Líbíu er frá Sómalíu og öðrum nágrannaríkjum. Þrjú hundruð þúsund flóttamenn eru nú komnir aftur á vergang, þar af er helmingur þeirra börn,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. Óttast er að fjöldi flóttafólks í Líbíu eigi eftir að aukast mjög á næstu vikum.

Með tómatafælni en elskar tómatsósu

Kayleigh Barker er tuttugu og tveggja ára þjónn á veitingastað í Southampton. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún er með tómatafælni, eða á slæmri íslensku fóbíu. Og það sem meira er, hún elskar tómatsósu.

Óvissumerki innan Vinstri grænna gætu haft áhrif á samstarfið

„Ég held að ríkisstjórnin sjái þetta þannig að það sé enginn annar betri valkostur og þess vegna sé hún ákveðin í að lifa þetta af," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir að tímasetning Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar um að segja sig úr þingflokknum í dag hafi komið á óvart.

Danskir unglingar stórnotendur á klámi

72 prósent danskra unglingspilta og 3,6 prósent danskra unglingsstúlkna horfa á klámefni á netinu, í sjónvarpi eða í blöðum tvisvar sinnum í viku eða oftar og falla því undir skilgreiningu fræðimanna á stórnotendum á klámi.

Jón Bjarnason hlýtur að vera sáttur við ESB-ferlið

„Það er mjög djúp málefnaleg stjórnmálakreppa í landinu og hefur verið í langan tíma, ég sé ekki merki þess að hún sé að hverfa,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands í Íslandi í dag í kvöld.

Bjargað eftir níu daga í húsarústum

Sextán ára gamall piltur sem bjargað var úr húsarústum í norðurhluta Japans ásamt ömmu sinni eftir níu daga segir þau hafa nærst á vatni og flögum. Staðfest er að tala látinna sé nú nærri níu þúsund og um þrettán þúsund er enn saknað.

Austin Mini-smábíllinn í útrýmingarhættu á Íslandi

Austin Mini er eflaust einn sérkennilegasti smábíll sem framleiddur hefur verið. Hann naut talsverðra vinsælda á árum áður, en á nú undir högg að sækja og er smátt og smátt að hverfa af götum landsins.

Vilja að Atli segi af sér þingmennsku

Stjórn Vinstri grænna í Vestmannaeyjum skorar á Atla Gíslason að segja af sér þingmennsku svo að varamaður hans geti tekið sæti á Alþingi.

Hreyfing: Pálmi baðst ekki afsökunar

Séra Pálma Matthíassyni sóknarpresti var vikið úr líkamsræktarstöðinni Hreyfingu fyrir framkomu í garð konu sem var íþróttakennari hjá stöðinni.

Jóhanna ætlar að funda með Steingrími á næstu dögum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur um að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna hafi ekki skaðað ríkisstjórnarsamstarfið. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu en hún ætlar funda með Steingrími á næstu dögum.

Með tugi lítra af landa í skottinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi lítra af landa sem hún fann í skotti bíls sem var stöðvaður í Breiðholti á föstudagskvöld.

Dæmdur fyrir að hrinda konu

Þrítugur karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hrinda konu þannig hún slasaðist talsvert. Maðurinn hrinti konunni á heimili sínu í Hafnarfirði í júní 2009.

UNICEF safnar fyrir börn í Líbíu

UNICEF á Íslandi hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs UNICEF í Líbíu. Óróleiki og átök í landinu ógna lífi og velferð mörg þúsunda barna í landinu. Um hundrað þúsund manns hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna Egyptalands og Túnis og er meirihluti þeirra konur og börn. Sem fyrr eru börn sérstaklega berskjalda þegar neyðarástand ríkir. Hægt er að styrkja neyðarstarf UNICEF með því að greiða inn á reikning 515-26-102040 (kt. 481203-2950). Einnig er hægt að hringja í síma 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) eða 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að láta skuldfæra af kreditkorti hér. Helstu verkefni UNICEF snúa að því að vernda börn gegn ofbeldi og misnotkun, sjá til þess að þau hafi aðgang að nauðsynlegri heilsugæslu og hreinu vatni, tryggja lágmarkshreinlæti til að koma í veg fyrir útbreiðsælu farsótta og veita sálrænan stuðning.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

Litháískur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í dag fyrir að smygla rúmlega 350 grömmum af kókaíni til landsins. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, smyglaði efnunum til landsins frá London í Bretlandi í janúar á þessu ári.

Lögreglan byrjuð að rannsaka bótox-konuna

Mál bótox-konunnar í Kópavogi hefur verið tekið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um lögbrot. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.

Þingflokkur VG: Úrsögnin vonbrigði

„Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir vonbrigðum með að þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafi ákveðið að segja skilið við þingflokkinn. Þingflokkurinn þakkar þeim samstarfið og óskar þeim velfarnaðar. Í tengslum við ákvörðun þeirra hefur þingflokkurinn gengið frá breytingum á skipan í þingnefndir.“ Þetta segir í yfirlýsingu sem afgreidd var á fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem nú stendur yfir. „Það er von þingmanna Vinstri grænna að þrátt fyrir ákvörðun Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur um að yfirgefa þingflokkinn styðji þau áfram ríkisstjórnina og uppbyggingu landsins úr rústum nýfrjálshyggju- og einkavæðingarstefnunnar. Þingflokkurinn mun halda starfi sínu ótrauður áfram og þátttöku í ríkisstjórninni sem hefur náð miklum árangri nú þegar við erfiðar aðstæður við að endurreisa efnahag landsins. Þingmenn VG munu hér eftir sem hingað til vinna í anda stefnu flokksins, samþykkta landsfunda og flokksráðsfunda,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

15 mánaða fangelsi fyrir að smygla amfetamíni í skópörum

Serbneskur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að flytja tæp átta hundruð grömm af amfetamíni inn til landsins. Maðurinn kom hingað til lands í nóvember á síðasta ári frá Danmörku. Maðurinn reyndist vera með amfetamínið falið í tveimur skópörum.

Synjað um dvalarleyfi vegna málamyndahjúskapar

Víetnamskri konu hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna málamyndahjúskapar en konan stefndi íslenska ríkinu og Útlendingastofnun fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna málsins.

Sjá næstu 50 fréttir