Fleiri fréttir

Fyrstu umræðu um stjórnarskrárdrögin lokið

Stjórlagaráð lauk fyrstu umræðu um drög að nýrri stjórnarskrá á 17 ráðsfundi sínum. Á fundinum fór fram umræðu um drögin og breytingatillögur frá fulltrúum ráðsins. Þá voru greidd atkvæði um breytingatillögur við frumvarpsdrögin.

Sátt milli kirkju og kvenna undirrituð í dag

Sátt verður undirrituð í dag milli Þjóðkirkjunnar annars vegar og Dagbjartar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur hinsvegar.

Adam og Eva enn í Eden

Þrátt fyrir að Eden sé nú brunarústir einar, virðast Adam og Eva ekki hafa hug á að yfirgefa aldingarðin sjálfviljug. Eldurinn náði að leggja undir sig allt húsið á innan við hálftíma og át í sig allt sem á vegi hans varð. Það virðist hinsvegar hafa verið honum ofviða að læsa klóm sínum í viðarhurðina á framhlið hússins, en hana prýða útskornar myndir af Adam og Evu.

Verða að greiða fasteignalánið til baka

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Arion banka af kröfu pars sem vildi fá það viðurkennt að það þyrfti ekki að greiða fasteignalán sem parið tók í júní árið 2007. Lánið var gengistryggt í japanskri mynt. Upphafleg fjárhæð lánsins var 23 milljónir króna. Til vara krafðist parið þess að þurfa einungis að greiða 23 milljónir króna. Parið krafðist þess svo að ef önnur ofangreindr krafna yrði samþykkt myndu þau fá það sem þau höfðu ofgreitt til baka.

Steingrímur J. Sigfússon tekur lokasprett Friðarhlaupsins í dag

Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon og kenýska hlaupadrottningin Tegla Loroupe munu leiða lokasprettinn í Friðarhlaupinu í dag. Friðarhlaupið er aðili að alþjóðlegu ári ungmenna sem Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO standa að.

Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga

"Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt.

Sem betur fer eru margir aflögufærir

Hungursneyð ríkir í tveimur héruðum Sómalíu og tugir þúsunda hafa látist. Ástandið í nágrannaríkjunum er sömuleiðis alvarlegt. Sigríður Víðis Jónsdóttir hjá UNICEF segir í samtali við Brján Jónasson að bregðast verði tafarlaust við til að bjarga fólki sem líður skort.

Þyrla sótti mann í Hrafntinnusker

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út undir kvöld í gær til að sækja göngumann á sextugs aldri inn í Hrafntinnusker, í grennd við Landmannalaugar.

Öl loks flokkað sem áfengi í Rússlandi

Dmitry Medvedev forseti Rússlands hefur undirritað löggjöf sem felur í sér að öl er nú flokkað sem áfengur drykkur. Fram að þessu hefur allt sem innihélt 10% alkóhólmagn eða minna verið flokkað sem matvara í Rússlandi.

Ekkert lát á hitabylgjunni í Bandaríkjunum

Ekkert lát er á hitabylgjunni sem hrjáir Bandaríkjamenn og nú er hún einnig lögst yfir mið- og austurhluta Bandaríkjanna. Alls hafa 22 látist vegna hitans en talið er að um helmingur þjóðarinnar glími nú við hitabylgjuna.

Stærsti fíkniefnafundur í sögu Mexíkó

Herinn í Mexíkó hefur lagt hald á mesta magn af fíkniefnum í sögu landsins. Alls fundust 840 tonn af efnum og efnasamböndum sem nægt hefðu til að framleiða sterkt amfetamín fyrir allt að 3.000 milljarða kr.

Bolvíkingar þéna vel á frístundaveiðunum

Um 760 ferðamenn koma til Bolungarvíkur í ár til að stunda frístundaveiðar, segir Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri Víkurbáta. Fjöldi slíkra ferðamanna hefur þrefaldast hjá fyrirtækinu í samanburði við síðasta ár. Það tók á móti 130 ferðamönnum í fyrra en þeir verða 380 í ár.

Koma á varanlegum leigumarkaði

Við skipulag íbúðarhverfa skal tryggt að fimmtungur íbúða að minnsta kosti miðist við þarfir tekjuminni íbúa. Þetta er á meðal þeirra tillagna sem finna má í drögum að nýrri húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar sem lögð voru fyrir borgarráð í gær. Nú er hlutfall slíkra íbúa langt undir 20 prósentum.

Vilja sekta aðra en þrífa ekki

Íbúum og gestum við Bríetartorg mætir ófögur sjón; yfirfull öskutunna og rusl í haugum við hlið hennar. Íbúi sem ræddi við Fréttablaðið sagðist margoft hafa haft samband við borgaryfirvöld, en ekkert gengi að fá tunnuna tæmda.

Hlutabætur verða greiddar út í ágúst

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra áformar að setja reglugerð sem tryggir að þeir sem átt hafa rétt á hlutabótum fái fullar greiðslur í byrjun ágúst. Ráðherra mun leggja fram drög að reglugerð á næsta ríkisstjórnarfundi.

Eden brunnið til grunna

Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna.

Geimferðir einkavæddar

Bandarísk stjórnvöld ætla framvegis að reiða sig á einkafyrirtæki, þegar koma þarf geimförum til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, nú þegar bandarísku geimferjurnar hafa verið teknar úr notkun.

Töluvert tjón í brunanum

Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk.

Eden er alelda

Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast.

Hluti grískra ríkisskulda felldur niður

Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi.

Setja Páfagarði stól fyrir dyrnar

Írar hafa almennt fagnað harðorðri ræðu Enda Kenny forsætisráðherra í garð Páfagarðs, þar sem hann fordæmdi dræm viðbrögð Páfagarðs við uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar undanfarin sautján ár.

Var látinn draga múrstein með limnum

Þær er heldur óvenjulegar refsingarnar sem yfirvöld í Bangladesh beita þegna sína þegar þeir brjóta af sér og fékk einn borgari að kynnast því á dögunum.

Fundu fíkniefnaverksmiðju neðanjarðar

Mexíkóski herinn fann nýlega umfangsmikla metamfetamín-verksmiðju Sinaloa í Mexíkó. Það voru hermenn sem fundu verksmiðjuna faldna undir laufblöðum við reglubundið eftirlit á svæðinu.

Ridley Scott lokar Dettifossi

Nú standa yfir tökur á stórmyndinni Prómóþeus við Dettisfoss og hefur aðgengi almennings að fossinum verið takmarkað.

Dregið úr Facebookleik Vísis

Dregið var úr Facebookleik Vísis laust eftir klukkan fimm í dag. Það var hún Guðlaug Margrét Steinsdóttir sem datt í lukkupottinn og hlaut 200 þúsund króna gjafabréf í Kringlunni. Guðlaug er heppin því opið var í Kringlunni í dag til klukkan níu og hún því getað nýtt sér góðan tíma til að skoða hvað hægt er að kaupa fyrir gjafakortið. Það er óhætt að segja að Facebookleikurinn hafi vakið athygli því að minnsta kosti 20 þúsund manns skráðu sig til leiks.

Aðstoða göngugarp á Esjunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveit, aðstoðar nú göngumann sem slasaðist minniháttar á hefðbundinni gönguleið á Esjunni. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið óskað eftir aðstoð þyrlunnar.

Þyrlan sótti göngumann með hjartsláttatruflanir

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann á Hrafntinnusker, sem er sunnan við Landmannalaugar, um klukkan sex í dag. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra hjá gæslunni var maðurinn með hjartsláttatruflanir og var brugðið á það ráð að senda þyrluna á eftir honum.

"Maður á ekki að þurfa berjast fyrir sannleikanum “

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir upplifir fyrst nú að kirkja sé að taka ábyrgð á því hvernig komið var fram við hana þegar hún sakaði Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup, um kynferðisbrot. Hún segist færast nær því að taka kirkjuna aftur í sátt.

Fyrirkomulag tollkvóta með búvörur andstætt stjórnarskrá

Ákvæði tollalaga sem heimila landbúnaðarráðherra að ákveða tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur fullnægja ekki kröfum stjórnarskrárinnar að mati umboðsmanns Alþingis. Ákvæði laganna hafa því samkvæmt þessu verið andstæð stjórnarskrá frá árinu 2005.

Stálust í lax við Gullinbrú - mundu svo ekki eigin nöfn

Tveir veiðimenn voru gripnir glóðvolgir við laxveiðar í Grafarvogi um miðjan dag í gær. Mennirnir, sem eru báðir um þrítugt, höfðu komið sér fyrir undir Gullinbrú og veitt tvo laxa þegar lögreglan kom á vettvang.

Eldur í gróðri við Rauðavatn

Eldur kom upp í gróðri við Rauðavatn um klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var töluverður reykur sem kom frá gróðrinum í byrjun. Slökkviliðið hefur nú náð tökum á eldinum en dælubíll frá slökkviliðin fór á vettvang. Slökkviliðsmenn hafa barið á gróðurinn með klöppum sem og sprautað vatni.

Nærbuxnagengið komið í föt

Þremenningarnir á Flúðum sem hafa verið önnum kafnir við hellulögn, eins og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru ennþá að. Félagarnir eru að leggja hellur á hringtorgi í sveitarfélaginu en vöktu athygli fyrir það hversu fáklæddir þeir voru við verkið, enda hefur verið rjómablíða víða um land að undanförnu. Þeir segja að fréttin hafi vakið mikla og góða lukku hjá kunningum þeirra.

Fjórðungur íbúða verði til útleigu

Stefna á að því að leigu- og eða búseturéttaríbúðir verði um fjórðungur af öllu íbúðarhúsnæði í Reykjavík en hlutfall þeirra í dag er vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði. Þá á að kanna kosti og galla þess að borgin taki þátt í að byggja upp með beinum hætti leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem finna má í tillögu að nýrri húsnæðisstefnu Reykjavíkur til ársins 2020 og kynnt var í borgarráði í morgun

Aðstoðarmaður Hitlers grafinn upp

Lík Rudolfs Hess, sem var um tíma aðstoðarmaður Adolfs Hitlers, var grafið upp í gær. Ástæðan er sú að nýnasistar voru farnir að sækja í gröfina í einskonar pílagrímsferðum, eftir því sem BBC greinir frá.

Þúsundir lögreglustarfa lögð niður

Yfir 34 þúsund störf hjá bresku lögreglunni verða lögð niður á næstu árum vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum. Þetta fullyrðir sky fréttastofan. Sky segir að störf rösklega sextán þúsund lögreglumanna verði lögð niður. Um 18 þúsund annarskonar störf hjá lögreglunni verða lögð niður. Yvette Cooper innanríkisráðherra í skuggastjórn Verkamannaflokksins segir að með svo miklum niðurskurði sé öryggi almennings teflt í hættu.

Sjá næstu 50 fréttir