Fleiri fréttir

Aðgerðasinnar ólíkir Breivik

Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði "djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar.

Atvinnulíf Flateyrar í gíslingu

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir í bókun frá fundi sínum í gær að það sé til skammar hvernig unnið var úr málefnum þrotabús Eyrarodda ehf. á Flateyri. Fyrirtækið Toppfiskur, sem falaðist eftir öllum eignum þrotabúsins með það fyrir augum að hefja útgerð og vinnslu á Flateyri, dró tilboð sitt til baka í síðustu viku.

Icelandair hugsanlega fyrir alríkisdómstól

Hugsanlegt er að mál bandarískrar konu sem slasaðist í flugi Icelandair árið 2006 muni fara fyrir alríkisdómstól þar í landi. Áfrýjunardómstóll samþykkti í dag að málið yrði tekið fyrir. Konan sakaði Icelandair um að bera ábyrgð á slysinu en dómstóll á neðra dómsstigi sýknaði Icelandair.

Reyndi að fjarlægja kviðslit með smjörhníf

63 ára gamall maður í suðurhluta Kaliforníufylkis liggur nú á spítala eftir að hafa reynt að fjarlægja kviðslit sem stóð út úr maga hans með smjörhníf, en að tilþrifunum loknum tróð hann svo sígarettu í opið sárið.

Loftbelgir svífa yfir Frakklandi

Loftbelgjaflugmenn frá öllum heimshornum safnast þessa dagana saman í Chambley-Bussières í Frakklandi, þar sem nú fer fram hin árlega loftbelgjahátíð, Lorraine Mondial air ballons.

Mubarak neitar að borða

Yfirlæknir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, segir hann hafa neitað að borða í fjóra daga og sé nú orðinn grannur og veiklulegur, en réttarhöld yfir Mubarak eiga samkvæmt áætlun að fara fram í næstu viku.

Stjórnlagaráð samþykkir kafla um Alþingi

Stjórnlagaráð samþykkti í kvöld kafla um Alþingi í drögum að nýrri stjórnarskrá. Var það þriðji kaflinn sem ráðið samþykkti í dag, en fyrr í dag voru samþykktir kaflar um mannréttindi og náttúru annars vegar, og undirstöður hins vegar.

Íkveikja á Patreksfirði - játningar liggja fyrir

Upptök elds, sem olli mjög miklum skemmdum á einbýlishúsi á Patreksfirði aðfararnótt mánudags síðastliðings, voru af mannavöldum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Björgunaræfingar á Faxaflóa

Það var mikið um að vera á Faxaflóanum í dag þegar Landhelgisgæslan og áhöfn danska varðskipsins Knud Rasmussen æfðu björgunaraðgerðir.

Heppinn að vera á klósettinu þegar skothríðin hófst

Ungur norskur maður sem var staddur í Útey síðastliðinn föstudag segir það hafa bjargað lífi sínu að hafa verið staddur á salerninu þegar skotárásin hófst. Hann náði að flýja inn á annað salerni og sat þar af sér árásina í 90 mínútur ásamt tveimur öðrum.

Ferðir Herjólfs falla niður í kvöld

Ferðir Herjólfs falla niður í kvöld vegna veðurs og ölduhæðar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ferðirnar sem um ræðir eru klukkan 20:30 frá Eyjum annars vegar og klukkan 22:00 frá Landeyjahöfn hinsvegar.

Landsbankinn hafði ekkert samráð við Íbúðalánasjóð

Ekkert samráð var haft við Íbúðalánasjóð þegar ákveðið var að færa niður lán Landsbankans, þrátt fyrir að sjóðurinn ætti meira en 50 milljarða lánanna. Lögfræðingur sjóðsins segir að þessi lán verði ekki lækkuð nema sjóðnum verði bætt tjónið.

Lögmaður Breivik segir hann geðveikan

Anders Behring Breivik er ánægður með afleiðingar hermdarverkanna sem hann framdi á föstudag, þó hann hafi ekki búist við að geta gengið jafnlangt og raun bar vitni. Lögfræðingur hans veitti hrollvekjandi innsýn í hugarheim hans í dag.

78 látnir í flugslysi

Að minnsta kosti 78 manns létu lífið í dag þegar flugvél marrokkóska hersins hafnaði á fjalli í sunnanverðu landinu. Þremur hefur verið bjargað úr flakinu á lífi.

Drög að nýrri stjórnarskrá rædd

Síðari umræða um drög að nýrri stjórnarskrá fer nú fram í Stjórnlagaráði og hafa tveir kaflar, undirstöður og mannréttindi og náttúra, af níu nú þegar verið samþykktir í ráðinu. Nú fer fram umræða um þriðja kaflann í drögunum eða Alþingi. Búast má við að fundurinn standi þar til klukkan sjö og hefjist aftur á morgun klukkan níu.

Fjórtán ára á hundrað kílómetra hraða með fimm farþega

Fjórtán ára unglingspiltur var tekinn við akstur fólksbíls á Vesturlandsvegi í Reykjavík á þriðja tímanum á aðfararnótt mánudags. Bíll piltsins mældist á yfir 100 km hraða en með honum í ökuferðinni voru fimm vinir og/eða kunningjar á aldrinum 13-15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Rauði krossinn dreifði 400 tonnum af mat

Rauði krossinn dreifði um helgina 400 tonnum af matvælum til 24 þúsund manna á svæði uppreisnarmanna í Sómalíu. Næringarstöðvar og heilsugæslustöðvar Rauða krossins eru starfandi um allt landið.

Tvítugur piltur játaði kannabisræktun í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði um helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 40 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar, auk græðlinga. Piltur um tvítugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Segir falsmynd dregna upp af stöðu ríkissjóðs

"Þetta slær mig illa. Það eru nokkrar vikur síðan ríkisstjórnin gaf út þá yfirlýsingu að vegna góðrar stöðu ríkissjóðs væri hann í færum til að stórhækka bætur og styðja við gerð kjarasamninga með stórauknum útgjöldum," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins um nýjustu fréttir af ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fréttablaðið greindi frá því að halli á ríkisrekstri hafi numið 123 milljörðum króna. Það er 41 milljarði meira en gert var ráð fyrir.

Safna húsbúnaði fyrir fórnarlömb mansals og vændis

Vel gengur að safna húsmunum í nýtt athvarf Stígamóta fyrir fórnarlömb mansals og vændis sem stefnt er að því að opna þann 1. september. Stígamót óskuðu á dögunum eftir húsgögnum og búnaði sem öðlast gæti framhaldsslíf í athvarfinu og hafði fjöldi fólks samband í framhaldinu. „Ég hef varla undan því að svara fólki sem vill gefa okkur," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra athvarfsins. „Ég er búin að fá örugglega fjörutíu tölvupósta og fjölda símtala frá fólki sem er aflögufært," segir hún og er að vonum ánægð með viðbrögðin. Meðal þess sem vantaði í hið nýja athvarf voru rúm, sængur, útvarpstæki, mottur og bækur. Stígamót fá húsnæðið afhent nú um mánaðarmótin. Allan næsta mánuð verður unnið að því að mála og koma húsnæðinu í samt lag, og þá verður tekið við fyrstu skjólstæðingunum þann 1. september. Lengi hafa staðið vonir til að Stígamót gæti opnað athvarf fyrir fórnarlömb mansals og vændis, og er nú loks komið að því. „Það er full þörf á þessu. Hér á landi er ekkert búsetuúrræði fyrir konur sem seldar eru mansali inn í kynlífsiðnaðinn. Konur sem eru í vændi, bæði íslenskar og erlendar, geta nýtt sér þetta úrræði til að segja skilið við þennan heim," segir Steinunn. Spurð hvort ekki þurfi sérstaka öryggisgæslu við athvarf sem þetta segir Steinunn að Stígamót vinni með lögreglunni að því að tryggja öryggið. Hún vísar hins vegar til þess að í sambærilegum athvörfum á Norðurlöndunum hafi það ekki verið stórt vandamál að menn ráðist að þeim í því skyni að sækja konurnar. „Það virðist vera að þessir ósvífnu glæpamenn sleppi hendinni af konunum þegar þær eru komnar í öruggt skjól," segir hún.

Trampólín fuku - varað við roki í dag

Leiðindaveðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk minnt á að festa lausamuni eða koma þeim í skjól. Þetta á ekki síst við um trampólín en nokkur slík fuku úr görðum í umdæminu í fyrrinótt. Spáð er vaxandi suðaustanátt með rigningu, 10-18 m/s síðdegis.

Ekkert samkomulag um byggingu nýs fangelsis

Ekki tókst að ná samkomulagi um byggingu nýs fangelsis á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fyrirfram höfðu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stefnt að því að reyna að ná samkomulag um byggingu fangelsisins á fundinum, en ágreiningur er um það hvernig eigi að fjármagna það. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er stefnt að því að taka ákvörðun um málið fyrir lok ágúst.

Tugir sýndu strokuþrælnum stuðning

Nokkrir tugir manns söfnuðust saman í friðsamlegum mótmælum við stjórnarráði í hádeginu þar sem þess var krafist að máritaníski strokuþrælllinn Mouhammade Lo verði leyft að dvelja á Íslandi á meðan mál hans er tekið fyrir í innanríkisráðuneytinu. Forsvarsmenn samtakanna No Borders, sem berjast fyrir réttindum flóttamanna, eru afar ósáttir við þá ákvörðun ráðuneytis Ögmundar Jónassonar að strokuþrælnum skuli vísað aftur til Noregs. Þar hafði Mouhammade sótt um hæli en ekki fengið svar þegar hann flúði til Íslands. Talsmenn No Borders segja að Mouhammade verði sendur í þrældóm til heimalandsins fái hann ekki hæli í Noregi. Þá gagnrýna þeir „aðför lögreglunnar gegn lögvörðum mannréttindum hans," eins og það er orðað á vef samtakanna. Mouhammde er 22 ára gamall en hann flúði hingað til lands frá Noregi þar sem hann hafði sótt um hæli en ekki fengið svar. Útlendingastofnun sem og íslenska innanríkisráðuneytið tóku á dögunum þá ákvörðun að vísa mannium úr landi og aftur til Noregs. Í tilkynningu sem No Borders sendu þá frá sér kom fram að ef maðurinn fengi ekki hæli í Noregi yrði hann sendur í þrældóm í heimalandi sínu. Er þess því krafist að hann fái hæli hér. Eftir að ákveðið var að vísa Mohammde úr landi flúði hann af Fit hostel þar sem hann dvaldi og hefur síðan farið huldu höfði. Búið er að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar og ráðuneytisins.

Kynþáttahatari réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík

Karlmaður um fertugt réðst á fyrrverandi kennara sinn, mann um sextugt, í Grindavík um helgina og hótaði honum lífláti. Víkurfréttir segja að árásin hafi átt sér stað eftir deilur á Facebook um fjöldamorðin í Noregi. Árásin var kærð til lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum og hefur Vísir fengið staðfest að málið sé í rannsókn þar.

Mikill meirihluti vill aukið eftirlit með íbúum Schengenríkja

Um helmingur landsmanna, eða 49,0%, er mjög fylgjandi auknu landamæraeftirliti með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins. Um 34,5% eru frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 16,5% eru andvíg auknu eftirliti.

Vilja tala við mann sem kom í veg fyrir líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni, sem að því er virðist, kom í veg fyrir líkamsárás í Mosfellsbæ aðfaranótt laugardagsins 16. júlí síðastliðins. Málsatvik eru þau að umrædda nótt, á tímabilinu frá kl. 1-2, voru tveir menn staddir við bensínstöð N1 í Háholti. Annar þeirra var vopnaður barefli og hugðist berja hinn. Af því varð ekki en talið er að þriðji maðurinn, sem átt þar leið hjá, hafi komið í veg fyrir líkamsárás með því að skerast í leikinn. Síðasttaldi maðurinn er vinsamlegast beðinn um að hringja í lögregluna í síma 444-1000 eða hafa samband á netfangið abending@lrh.is

Bárust tæplega 1500 tilkynningar um svindlpósta

Lögreglunni bárust á síðasta ári 1479 tilkynningar um svindlpósta sem almenningi hafði borist frá óprúttnum aðilum. Þetta kemur fram í gögnum frá Peningaþvættisdeild Ríkislögreglustjóra. Ógerningur er fyrir lögregluna að rannsaka ítarlega hvert mál fyrir sig en Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þó að farið sé yfir alla póstana sem berast.

Krefjast þess að strokuþrællinn fái að dvelja á Íslandi

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan stjórnarráðið í dag þar sem þess verður krafist að máritaníski strokuþrællinn Mouhammde Lo verði beðinn afsökunar á „...aðför lögreglunnar gegn lögvörðum mannréttindum hans og leyft að dvelja á Íslandi meðan mál hans er tekið fyrir í ráðuneytinu," eins og það er orðað á vef samtakanna No Borders sem berjast fyrir réttindum flóttafólks. Mouhammde er 22 ára gamall en hann flúði hingað til lands frá Noregi þar sem hann hafði sótt um hæli en ekki fengið svar. Útlendingastofnun sem og íslenska innanríkisráðuneytið tóku á dögunum þá ákvörðun að vísa mannium úr landi og aftur til Noregs. Í tilkynningu sem No Borders sendu þá frá sér kom fram að ef maðurinn fengi ekki hæli í Noregi yrði hann sendur í þrældóm í heimalandi sínu. Er þess því krafist að hann fái hæli hér. Eftir að ákveðið var að vísa Mohammde úr landi flúði hann af Fit hostel þar sem hann dvaldi og hefur síðan farið huldu höfði. Búið er að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar og ráðuneytisins. Mótmælin við stjórnarráðið hefjast klukkan tólf á hádegi. Á vef No Borders segir: „Við leggjum áherslu á að brottvísun hans brýtur gegn jafnræðisreglunni (11. gr. ssl.), þar sem flóttamenn hafa að undanförnu fengið að bíða á landinu eftir úrskurði ráðuneytisins eftir að málum þeirra er áfrýjað. Sú hefð komst á í tíð Rögnu Árnadóttur í ráðherrastóli og var mærð sem mikilvægur áfangasigur af mannréttindasamtökum og samráðherrum hennar sem sumir hverjir sitja enn í ríkisstjórn. Nú kveður hins vegar við annan tón og áfangasigurinn er hafður að engu. Því lítum við á tilraun stjórnvalda sem alvarlega aðför að rétti flóttamanna til sanngjarnar málsmeðferðar."

Þrettán bera sama nafn og slátrarinn í Útey

Þrettán norskir karlmenn bera svipað nafn og Anders Behring Breivik, sem hefur játað að hafa orðið 76 að bana í hryðjuverkaárásum í Osló og í Útey á föstudaginn. Símtölum frá blaðamönnum rignir nú yfir mennina þrettán og eru þeir dregnir niður í svaðið á allskyns spjallsíðum á Netinu.

Seinni umræða hefst í dag

Síðari umræða Stjórnlagaráðs um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár hefst klukkan eitt í dag. Fundurinn er opinn almenningi, eins og aðrir fundir ráðsins, og í beinni útsendingu á vef Stjórnlagaráðs. Drögin telja níu kafla sem innihalda alls 113. stjórnarskrárákvæði. Á fundinum fara fram umræður um drögin og breytingartillögur. Gert er ráð fyrir að síðari umræða um drögin fari fram í ráðinu bæði í dag og á morgun, miðvikudag. Að umræðum loknum fer fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild. Stjórnlagaráð afhendir frumvarpið forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, á föstudag.

Um 9.500 greiða hátekjuskatt

Um 9.500 skattgreiðendur eru með tekjur yfir 680 þúsundum króna á mánuði og greiða því hátekjuskatt. Ríkissjóður hafði um 2,1 milljarð króna í tekjur af þessum hópi á síðasta ári samkvæmt samantekt ríkisskattstjóra vegna álagningar opinberra gjalda fyrir árið 2011.

Tilraun til innbrots í Skeifunni

Þjofur gerði tilraun til að brjótast inn í fyrirtæki í Skeifunni í Reykjavík í nótt og braut þar rúðu. Öryggisfilma innan á rúðunni kom i veg fyrir að þar myndaðist gat, og varð þjófurinn frá að hverfa.

Eðalrauðvín eyðilagðist í gámaslysi

Rauðvín að andvirði yfir 200 milljóna króna eyðilagðist í gámaslysi í höfninni í Sydney í Ástralíu um helgina en verið var að flytja vínið um borð í skip á leið til Bandaríkjanna.

Margir glíma við lesvanda

Fleiri íslenskir nemendur glíma að meðaltali við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri evrópskri skýrslu um lestrarkennslu í álfunni sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets ESB um menntunarmál í Evrópu.

Stórt hvalshræ horfið

Ekkert hefur nú spurst af stóru hvalshræi, sem verið hefur á reki undan Hornströndum á vestanverðum Vestfjarðakjálkanum að undanförnu.

Innan við 10 norsk skip á loðnuveiðum

Nú eru innan við tíu norsk loðnuskip að veiðum djúpt norður af Vestfjörðum, innan grænlensku lögsögunnar, en þau voru liðlega 20 þegar mest var fyrr í mánuðinum.

Snarpir jarðskjálftar vestur af Grímsey

Þrír snarpir jarðskjálftar urðu 30 til 40 kílómetra vestur af Grímsey í nótt. Sá snarpasti mældist 2,3 á Richter , annar var upp á 2,2 og einn mældist 2 á Richter.

Sól og blíða fyrir austan

Spáð er allt að 23 stiga hita og blíðu um austanvert landið yfir hádaginn. Það verður líka bjart yfir fyrir norðan.

Halda hjálp frá fólki í lífshættu í Sómalíu

Heimsbyggðin tók loks við sér eftir að myndir af sveltandi börnum í Sómalíu og nágrannaríkjum í austanverðri Afríku fóru að birtast í dagblöðum og á sjónvarpsskjáum. Peningar fóru að streyma til hjálparsamtaka sem höfðu varað við yfirvofandi hungursneyð í tvö ár.

Fjórir teknir við veggjakrot í Örfirisey

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð fjóra 19 ára pilta að veggjakroti á vegg fyrirtækis í Örfyrisey og lagði hald á 46 úðabrúsa, sem þeir höfðu í fórum sínum.

Brotist inn í þrjá sumarbústaði

Komið er í ljós að brotist hefur verið inn í þrjá sumarbústaði í Skorradal um helgina og þaðan stolið margvísegum raftækjum og fleiru.

Taka ákvörðun um fangelsi

Fangelsismál verða til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag. Gögn fyrir útboð eru á lokastigi, bæði hvað varðar byggingu og fjármögnun. Eftir er hins vegar að taka ákvörðun um hvernig fjármögnun verður háttað.

Sjá næstu 50 fréttir