Fleiri fréttir

Þernan segir sögu sína opinberlega

Þernan sem ásakað hefur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um nauðgun kom um helgina fram opinberlega og sagði fjölmiðlum sögu sína. Það segist hún gera því hún vilji sjá Strauss-Kahn fara í fangelsi.

Misþyrmdi fyrrum unnustu

Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega fimmtugan mann fyrir að ráðast með hrottafengnum hætti á fyrrum unnustu sína og misþyrma henni.

Airbus verðlaunar íslenska háskólanema

Fimmtán manna hópur nemenda við Háskóla Íslands tók um fyrri helgi þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl.

Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey

Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp.

Amy Winehouse jörðuð á morgun

Talsmaður fjölskyldu Amy Winehouse hefur staðfest að útför söngkonunnar muni fara fram á morgun. Athöfnin verður eingöngu ætluð fjölskyldu hennar og vinum.

Fleiri sögur koma frá Útey

Stöðugt fleiri sögur koma nú frá fólki sem slapp naumlega undan fjöldamorðingjanum í Norregi. Hussein Kazeni er 19 ára gamall stúdent frá Osló sem flúði ofbeldið í heimalandi sínu Afganistan fyrir tveim árum til þess að setjast að í hinum friðsæla Noregi. Hann var ásamt fleirum á flótta undan byssumanninum þegar hann heyrði stúlku æpa af skelfingu fyrir aftan sig.

Norðurlöndin þögðu í eina mínútu

Norska þjóðin og öll norðurlöndin tóku þátt í einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin sem týndu lífi í árásunum síðastliðinn föstudag.

Íslensku listaverki stolið í Bretlandi

Rúmlega þrjúhundruð kílóa brons listaverki eftir Steinunni Þórarinsdóttur var stolið af hafnarbakka í Hull í Bretlandi í nótt. Steinunn vonar að verkið komi í leitirnar en breska lögreglan fer með rannsókn málsins.

Breivik var á skrá norsku öryggisþjónustunnar

Nafn Anders Behring Breivik var á skrá öryggisþjónustu norsku lögreglunnar yfir Norðmenn sem átt höfðu viðskipti við pólskan eiturefnasöluaðila. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens Gang.

Sautján teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og átta fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Höfðu þrír þeirra ölvuðu og fjórir þeirra sem óku undir áhrifum fíkniefna þegar verið sviptir ökuleyfi.

150.000 manns í hljóðlátri samkomu í Osló

Um 150 þúsund manns hafa safnast saman á Ráðhústorginu í Osló í dag og bera flestir rósir til að minnast þeirra sem féllu í árásunum í Noregi síðastliðinn föstudag. Eftir því sem greint er frá á vef Verdens Gang er samkoman hljóðlát.

Dánarorsök enn ókunn eftir krufningu

Krufning á líki Amy Winehouse fór fram í dag, en enn hefur engin opinber dánarorsök verið gefin út. Fulltrúi dánardómstjóra heldur því hinsvegar fram að ekkert grunsamlegt hafi fundist við krufninguna.

Eldsupptök í Eden enn ókunn

Eldsupptök í Eden í Hveragerði eru enn ókunn, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Vinnu lögreglu á vettvangi lauk í dag en við tekur úrvinnsla á þeim gögnum og munum sem tekin voru á vettvangi. Ljóst er að vinna þessi mun taka nokkurn tíma og niðurstöðu eða frekari upplýsinga ekki að vænta á næstunni um málið. Mikil mildi er að ekki urðu slys á fólki eða enn umfangsmeira tjón en raun varð á enda nánast logn þegar eldurinn kom upp og bárust hiti, reykur og eiturgufur því beint upp af eldstaðnum í stað þess að leggjast yfir nærliggjandi íbúðabyggð.

Færri látnir en talið var í fyrstu - enn fjölda saknað

Lögreglan í Osló hefur tilkynnt að tala látinna eftir fjöldamorðin á föstudag er nokkuð lægri en talið var. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir var sagt að 68 hefði verið skotnir í Útey og að 8 hefðu látist í sprengingunni í miðborg Oslóar. Enn er þó nokkurs fjölda saknað og því ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda látinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan býr nú yfir er heildartalan orðin 76 en ekki 93 eins og áður var talið.

Haldast í hendur gegn ofbeldi

Tæplega 650 þúsund manns hafa sýnt samúð sýna vegna fjöldamorðanna í Noregi og lýst yfir andúð sinni á ofbeldi, með því að skrá sig á vefsíðu norska fréttablaðsins Verdens gang. Þar af hafa þegar um þrjú þúsund Íslendingar skráð sig. Morðin í Osló og á Útey á föstudag hafa haft djúpstæð áhrif á norskt samfélag og finnur fólk um allan heim til samúðar vegna þeirra. Hægt er að skrá sig með því að smella hér, á vef VG. http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php

Seinni umræða um drög að stjórnarskrá hefst í fyrramálið

Síðari umræða Stjórnlagaráðs um drög að nýrri stjórnarskrá hefst í fyrramálið klukkan níu. Drögin telja alls níu kafla sem innihalda 113 stjórnarskrárákvæði. Á fundinum, sem er 18. fundur ráðsins, fara fram umræður um drögin og breytingartillögur. Gert er ráð fyrir að síðari umræða um drögin fari fram í ráðinu á morgun og miðvikudag. Loks fer fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild. Stjórnlagaráð afhendir forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarpið, föstudaginn 29. júlí, klukkan 10.30 í Iðnó.

Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera

Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best.

Maður á sexugsaldri ók Hellisheiðina á 139 kílómetra hraða

13 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Hraðast ók maður á sextugsaldri á Hellisheiði 139 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst og verður hann vart talinn til góðrar fyrirmyndar sér yngri ökumönnum í umferðinni. 7 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu öll án teljandi slysa. Einn ökumanna úr þessum óhöppum svaf úr sér áfengisvímu í klefa lögreglu s.l. nótt en bifreið hans lenti út af Þingvallavegi við Kjósaskarð. Hann var látinn laus undir hádegi í dag eftir yfirheyrslu. 1 ökumaður var kærður fyrir að aka undir áhrifum ávana og fíkniefna en í þvagi hans greindist THC . Blóðsýni hefur verið sent rannsóknarstofu Háskólans til greiningar og hlýtur málið framgang eftir þeim niðurstöðum sem þaðan fást.

Aukamiðar í Herjólfs - tímabundin fjölgun farþega

Rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í kring um Þjóðhátíð. Um er að ræða ferðir Herjólfs á fimmtudegi og föstudegi fyrir Þjóðhátíð og mánudag og þriðjudag eftir hana.

Hengdu átta ára dreng

Talibanar í Helmand héraði í Afganistan hengdu átta ára dreng um helgina þegar faðir hans neitaði að útvega þeim lögreglubíl til að komast ferða sinna. Faðirinn er lögreglumaður. CNN fréttastofan segir að Hamid Karzai forseti Afganistans hafi fordæmd morðið og sagt þetta væri ekki leyft í neinni menningu né nokkrum trúarbrögðum.

Tryggvagata verður tvístefnugata

Tryggvagötu milli Lækjargötu og Pósthússtrætis verður í fyrramálið breytt í tvístefnugötu til að liðka fyrir flæði umferðar í miðborginni frá austri til vesturs. Breytingin er gerð í tilraunaskyni til eins árs og standi síðar vilji til að festa breytinguna í sessi þarf að endurskoða deiliskipulag svæðisins með það í huga. Vinna við gatnamerkingar fer fram í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 26. júlí, og skiltum verður breytt í fyrramálið. Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát meðan breytingar standa yfir. Framkvæmdin sem slík er einföld, en breyta þarf skiltum og mála yfirborð gatna. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og samgönguráði og staðfest í borgarráði 19. maí sl. Rekstraraðilar á svæðinu hafa þegar verið upplýstir.

Krafist 8 vikna varðhalds yfir fjöldamorðingjanum

Lögreglan í Osló krafðist átta vikna gæsluvarðhalds yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik í dómþinginu fyrr í dag. Hann var fluttur í dómþingið í brynvörðum og fyllstu öryggis gætt í hvívetna. Breivik hafði óskað eftir því að réttarhöldin yrðu opin en því var hafnað.

Hátt í 10 þúsund fengu ofgreiddar bætur

Um 9500 manns fengu ofgreiddar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og þurfa að endurgreiða samtals 1,2 milljarða króna til baka. Þetta kemur fram í frétt á vef Tryggingastofnunar. Af þessum 9500 voru 3000 með 100 þúsund eða meira í ofgreiddar bætur. Viðkomandi aðilar munu þurfa að greiða þessar upphæðir til baka.

Minningarbók liggur frammi í sendiráðinu

Hópur fólks safnaðist saman í sendiráði Noregs á Íslandi að Fjólugötu 17 í Reykjavík klukkan tíu í morgun til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Osló og Útey á föstudaginn.

Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri

Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum.

Með amfetamín í aftursætinu

Ríkissaksóknari hefur ákært þrjátíu og sex ára karlmann fyrir að reyna að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til landsins.

Fundu manninn heilann á húfi

Björgunarsveit Landsbjargar á Sauðárkróki var kölluð út undir miðnætti til að leita að manni, sem farið var að óttast um.

Ölvaður velti bíl á Mosfellsheiði

Ölvaður ökumaður slapp lítið meiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Mosfellsheiði á Þingvallavegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf og valt nokkrar veltur.

Lík Amy Winehouse krufið í dag

Krufning á líki söngkonunnar Amy Winehouse fer fram í dag en lögreglan hefur fram að þessu skráð andlát hennar sem óútskýrt.

Konurnar sjö leita til fagráðs um kynferðisafbrot

Konurnar sjö, sem sökuðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumann krossins um kynferðisbrot, ætla að leita til nýstofnaðs fagráðs um kynferðisbrot, þar sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað málunum frá.

Þernan segir sína sögu af árás Strauss Kahn

Þernan sem Dominique Strauss Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins réðist á hefur loks leyst frá skjóðunni og rætt hvað gerðist í hótelíbúð Strauss Kahn í New York.

Breivik ætlaði að myrða Gro Harlem Brundtland

Fram hefur komið við yfirheyrslur að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hún var stödd í Útey s.l. föstudag en var farin af staðnum þegar Breivik hóf skothríð sína.

Ekki bara fyrir Þjóðhátíð

„Við viljum meina að þetta sé fyrsta varanlega útisviðið á Íslandi,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri ÍBV, en verið er að klára annan áfanga af þremur við mikið svið í Herjólfsdal. Það verður tekið í notkun nú á komandi Þjóðhátíð.

Allir læknar kallaðir á vakt á föstudag

Gísli Bergmann, svæfinga- og gjörgæslulæknir hjá Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, hafði nýlokið vakt er sprengingin varð í miðborg Óslóar. Hann segir fólk enn slegið eftir atburðinn.

Ætla að flytja inn kjöt í næsta mánuði

Tollkvótar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum stangast á við stjórnarskrána. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis sem tók málið fyrir eftir málaleitan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Ráðherra fékk heimild til álagningar tollanna árið 2005, en þá gegndi Guðni Ágústson embættinu.

Sjá næstu 50 fréttir