Fleiri fréttir

Arabaríki kalla heim sendiherra frá Damaskus

Þrjú arabaríki hafa kallað sendiherra sína í Damaskus heim, til að leggja áherslu á andúð sína á framferði stjórnvalda í Sýrlandi. Talið er að um 2000 mótmælendur hafi fallið í átökum við herinn undanafarnar vikur.

Sextán umferðaróhöpp á Selfossi í vikunni

Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi í vikunni og urðu slys á fólki í fjórum þeirra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

Breivik vill tala við fangelsisprest

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt.

Þingfesting í Heiðmerkurmáli

Þingfesting fer fram á morgun í máli manns sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk. Maðurinn, sem er tuttugu og fimm ára gamall, er ósakhæfur að mati geðlækna. Hann var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í maí. Þangað hafði hann keyrt með lík barnsmóður sinnar í farangursgeymlu bílsins og gaf sig fram. Móðir mannsins segir kerfið hafa brugðist syni sínum, en hann var útskrifaður af geðdeild skömmu áður. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjaness.

Lækkun á heimsmarkaðsverði gæti skilað sér heim á næstu vikum

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir mögulegt að bensínverð á Íslandi lækki á næstu vikum, en lækkun hefur orðið á bensíni á heimsmarkaði undanfarna daga auk þess sem verðið á Bandaríkjadalnum hefur lækkað úr um 118 krónum í rúmar 115 krónur á síðustu tveimur vikum.

Taka við notuðum reiðfatnaði á Keflavíkurflugvelli

Til að auðvelda hestamönnum að uppfylla reglur vegna smitvarna hefur Landssamband hestamannafélaga fyrir hönd félagasamtaka hestamennskunnar, nú samið við Fatahreinsunina Fönn um að taka við notuðum reiðfatnaði í rauða hliðinu á Keflavíkurflugvelli og skila fullhreinsuðum til eiganda fáum dögum síðar. Á síðasta ári kom upp alvarlegur faraldur smitandi hósta í íslenska hrossastofninum af völdum bakteríusýkingu sem ekki er álitinn mikill skaðvaldur erlendis. Sá atburður sýndi glögglega hversu viðkvæmur íslenski hrossastofninn er fyrir smitsjúkdómum. Þrátt fyrir þetta áfall er íslenski hrossastofninn enn laus við alvarlegustu smitsjúkdómana og mikilvægt er að viðhalda þeirri góðu stöðu með öflugum smitvörnum. Samkvæmt gildandi lögum og reglum er óheimilt að flytja inn notaðan reiðfatnað til landsins nema að undangenginni hreinsun og sótthreinsun samkvæmt reglum Matvælastofnunar.

Nubia enn týnd

Stúlkan sem lögreglan á Hvolsvelli lýsti eftir er enn ófundin. Hún heitir Nubia Silva, er fimmtán ára gömul og búsett á Hvolsvelli. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan að kvöldi 5. ágúst síðastliðinn. Nubia Silva er er tæpir 160 sentimetrar á hæð, grannvaxin með dökkt sítt hár. Ekki vitað með vissu hvernig hún var klædd. Talið er að Nubia Silva sé á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa orðið varir eða vita um ferðir Nubiu Silva, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.

Yulia Tymoshenko föst í fangelsi

Dómstólar í Úkraínu hafa hafnað kröfum um að fá fyrrverandi forsætisráðherra landsins lausa úr fangelsi gegn tryggingu, en réttað er yfir henni vegna ásakana um að hafa misnotað völd í starfi.

Össur: Evrópa þarf að eiga stefnumót við veruleikann

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, segir að langvarandi frost á erlendum mörkuðum geti haft áhrif á viðskiptakjör Íslendinga. Ísland sé hins vegar betur í stakk búið en önnur ríki til að takast á við erfiðleika.

Umboðsmanni Alþingis berst kvörtun vegna aðgerðarleysis FME

Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og beðið embættið að úrskurða um hvort fjármálaráðherra hafi farið að lögum við stofnun, rekstur og niðurlagningu Spkef sparisjóðs og stofnun, rekstur og sölu Byrs banka.

Hola myndaðist í jörðinni á Selfossi

Hola myndaðist í götunni við Víðivelli á Selfossi í gær. Ekki er útilokað að um sé að ræða síðbúin eftirköst jarðskjálftans sem var á svæðinu árið 2008. "Krakkarnir okkar fundu holuna í gær. Þá var hún miklu minni en stækkaði eftir því leið á daginn," segir Sæunn Ósk Kristinsdóttir, íbúi við Víðivelli 10. Götunni var lokað fyrir umferð í gær og holan girt af til að koma í veg fyrir slys. Fulltrúar frá Árborg komu og skoðuðu holuna í morgun. Gatið í malbikinu er um hálfur meter í þvermál en undir því er stærra holrúm, líklega um tveir fermetrar. Jón Tryggvi Guðmundsson, tæki- og veitustjóri Árborgar, segir að holan verði skoðuð frekar í dag. Þá verður fráveitulögnin við götuna mynduð til að kanna hvort laus jarðefni hafi farið inn í skolplögn. Þó hefur ekki verið orðið vart við neina tregðu í lögnunum. Jón Tryggvi segir of snemmt að fullyrða um ástæður þess að holan myndast. "Það geta verið fleiri en ein ástæða fyrir jarðsiginu," segir hann. Að sögn Sæunnar Óskar er nokkuð langt síðan íbúar við götuna urðu varir við hálfgerða dæld í malbikinu. "Þetta var svona eins og öfug hraðahindrum," segir hún. Jarðskjálftinn 2008 var mjög öflugur og þurfti í kjölfar hans að rífa nokkur hús sem voru gjörónýt. Þar á meðal var húsið við Víðivelli 12 rifið, sem stóð skammt frá þar sem holan myndaðist. Tveir suðurlandsskjálftar riðu yfir samtímis í maí 2008. Þeir voru um 6,3 stig á Richter og fundust svo fjarri upptökunum sem á Ísafirði.

Verkamenn í demantanámum pyntaðir

Öryggissveitir Mugabes forseta í Zimbabve halda úti fangabúðum þar sem verkamenn í demantanámum landsins eru pyntaðir á hrottalegan hátt. Þetta kemur fram í fréttaþættinum Panorama á BBC en þar er rætt við fórnarlömb sem komist hafa lífs af úr búðunum.

Árásir sýrlenska hersins halda áfram þrátt fyrir andmæli

Stjórnvöld í Sádí Arabíu hafa kallað sendiherra sinn í Sýrlandi heim til þess að mótmæla framgangi stjórnvalda þar í landi sem hafa barið miskunarlaust á mótmælendum síðustu vikur og mánuði. Abdullah konungur Sádí Arabíu segir að framferði Sýrlendinga sé ólíðandi og hvatti hann til þess að blóðbaðið verði stöðvað áður en það verður of seint. Samtök arabaríkja hafa einnig gefið út harðorða yfirlýsingu vegna málsins. Rúmlega áttatíu eru sagðir hafa látist í árásum stjórnarhersins í austurhluta landsins í gær.

Búist við umferðartöfum á Miklubraut

Búast má við töfum á Miklubraut í dag og næstu daga. Unnið er að malbikun Miklubrautar frá Grensásvegi að Melatorgi og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 11. ágúst. Ein akrein er lokuð í einu og búast má við umferðarstöfum vegna þessa á Miklubraut.

Átta látnir eftir skotárás í Ohio

Karlmaður myrti átta manns í gærmorgun í skotárás sem breiddi úr sér til þriggja heimila í smábænum Copley í Ohio-fylki í Bandaríkjunum.

Efnahagsbrotadeild sameinast embætti sérstaks sakskóknara

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast þann 1. september, samkvæmt lögum nr. 82/2011 sem þá taka gildi. Við gildistöku laganna flyst rannsókn mála er undir efnahagsbrotadeild heyra og ákæruvald og þar með sókn þeirra mála sem þegar sæta ákærumeðferð fyrir dómstólum af hálfu ríkislögreglustjóra frá embætti ríkislögreglustjóra til embættis sérstaks saksóknara. Til viðbótar þeim starfsmönnum sem á undanförnum árum hafa flust frá ríkislögreglustjóra til sérstaks saksóknara flytjast 14 stöðugildi til sérstaks saksóknara við þessi tímamót. Fjárveitingar til efnahagsbrotadeildar færast einnig frá ríkislögreglustjóra til sérstaks saksóknara og nema þær alls um 124 milljóna króna á ársgrundvelli. Ríkislögreglustjóri mun áfram annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Í formála nýútgefinnar ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra skrifar Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri af þessu tilefni: „Ég hef lengi talað fyrir því að sett verði á fót sérstök eining til að fara með mál er varða efnahagsbrot og að hlutverk ýmissa ríkisstofnana á því sviði verði endurskoðað. Við bankahrunið lagði ég til við Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, að stofnað yrði sérstakt embætti til að fara með mál sem vörðuðu hrunið. Á fyrsta fundi okkar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra lagði ég áherslu á að næsta skref yrði að færa verkefni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til sérstaks saksóknara og að hafinn yrði undirbúningur að framtíðarskipan málaflokksins. Nú liggur þetta fyrir. Verkefni efnahagsbrotadeildar færast til sérstaks saksóknara hinn 1. september nk. Gert er ráð fyrir að samhliða þeirri breytingu verði skipuð nefnd til að endurskoða skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum og gera tillögur að heildarskipulagi til framtíðar. Þessari breytingu samfara færist ákæruvald frá ríkislögreglustjóra. Þar með lýkur þýðingarmiklu brautryðjendastarfi embættisins. Um árabil hef ég einnig hvatt til þess að skilja tollstjórn og sýslumannsverkefni frá lögreglustjórn. Mikilvæg skref hafa verið stigin í þessa átt og nú liggur fyrir Alþingi frumvarp innanríkisráðherra um aðskilnað sýslumanns­verkefna frá lögreglustjórum og fækkun og stækkun lögregluliða. Jafnframt hef ég lagt á það áherslu að rétt sé að skilja ákæruvald frá lögreglustjórn. Við brottflutning ákæruvalds frá ríkislögreglustjóra er eðlilegt að sú skipan nái til allra lögreglustjóra landsins og að ákæruvaldið verði alfarið á ábyrgð ríkissaksóknara. Sú breyting myndi án efa efla tiltrú almennings á ákæruvaldinu og bæta meðferð sakamála."

Heimili Amy Winehouse verður miðstöð góðgerðarfélags

Foreldrar Amy Winehouse, sem lést á dögunum eftir sukksamt líferni, hafa ákveðið að breyta heimili hennar í höfuðstöðvar góðgerðarfélags í hennar nafni sem ætlað er að aðstoð ungmenni sem stríða við fíkniefnavanda.

Fréttaskýring: Norðlingaalda og neðri hluti Þjórsár munu valda deilum

Mun nást sátt um rammaáætlun? Unnið er að tillögu til þingsályktunar í iðnaðarráðuneytinu um hvernig kostir í rammaáætluninni verða flokkaðir. Um þrjá flokka er að ræða: virkjanakosti, verndunarkosti og biðkosti. Í síðastnefnda flokkinn falla þeir kostir sem ákveða á síðar hvernig verða nýttir; til verndunar eða virkjunar.

Enn slegist á götum Lundúna

Óeirðirnar í London héldu áfram í nótt aðra nóttina í röð. Lögregla handtók rúmlega hundrað óeirðaseggi í nótt en óróinn byrjaði fyrir helgi í Tottenham hverfinu þegar vopnaðir lögreglumenn skutu Mark Duggan, 29 ára gamlan íbúa þess til bana. Rannsókn á atvikinu er þegar hafin en lögreglumennirnir fullyrða að maðurinn hafi verið vopnaður og að hann hafi skotið á þá af fyrra bragði.

Þjófur staðinn að verki í Skipholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gómaði þjóf í Skipholti í Reykjavík í nótt þar sem hann var að brjótast inn í bíla. Hún fékk tilkynningu um grunsamlegt athæfi mannsins, og stóð hann að verki.

Fóru fjórar veltur en sluppu ómeidd

Erlend hjón, sem búsett eru hér á landi, sluppu ómeidd eftir að bíll þeirar fór útaf Þjórsárdalsvegi, í uppsveitum Árnessýslu í gærkvöldi, og valt fjórar heilar veltur.

Hlekktist á í lendingu í Fljótum

Þrír menn sluppu nær ómeiddir þegar lítilli flugvél þeirra hlekktist á í lendingu við Lambanes í Fljótum í gærkvöldi. Þeir fóru allir á heilsugæsluna á Sauðárkróki til skoðunar. Ekki er vitað um tildrög óhappsins, en vélin mun vera mikið skemmd. Rannsóknanefnd flugslysa mun að líkindum rannsaka málið.

Féll í götuna á Grafningsvegi og axlarbrotnaði

Bifhjólamaður slasaðist þegar hann missti stjórn á hjóli sínu á Grafningsvegi í gærkvöldi og féll í götuna. Hann axlarbrotnaði í fallinu en hjólið þeyttist út fyrir veg, hafnaði þar á steini og er talið ónýtt. Engar vísbendingar eru um hraðakstur.

Banna böð í Laugarvatni vegna saurgerla

Vegna E. colimengunar sem uppgötvaðist í sumar hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bannað fólki að baða sig í Laugarvatni. Sveitarstjóri segir orsökina vera mengun úr holræsakerfi frá þéttbýlinu í kringum vatnið.

Hanna íbúðabyggð í Vilníus

THG Arkitektar fengu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína um hönnun og skipulag íbúðabyggðar í úthverfi Vilníus, höfuðborgar Litháens. „Fjárfestar í Vilníus komu að máli við okkur og báðu okkur um að taka þátt í þessari samkeppni,“ segir Ragnar Auðunn Birgisson, arkitekt hjá THG Arkitektum.

Vill flytja fleiri verkefni til sveitarfélag

„Ég er sannfærð um að því nær ákvörðunarvaldinu sem við erum, því markvissari verða áætlanirnar,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á hlutverki ríkisins.

Byggðaráð krefur OR úrbóta

Byggðaráð Borgarbyggðar krefst þess að Orkuveita Reykjavíkur hefji þegar í stað framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Reykholtsdal og tryggi íbúum og fyrirtækjum nægjanlegt vatn. Þetta kemur fram í Skessuhorni.

Tuttugu smiðir á skrá en engir fást í vinnu

„Ég er búinn að selja tvö hús sem ég hefði viljað afhenda fyrir áramót en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því þar sem ég fæ enga smiði. Ég er að skila húsi núna sem ég hefði átt að vera búinn að afhenda fyrir talsverðum tíma.“

Á sjötta tug létu lífið í átökum

Sýrlenski stjórnarherinn réðst í gær gegn uppreisnarmönnum í þremur borgum í landinu í gær. Mannréttindasamtök sem fylgjast grannt með ástandinu segja í það minnsta 52 hafa fallið í árásunum.

Breskir ferðamenn fjölmennastir sem fyrr

Flestir þeirra erlendu ferðamanna sem komu hingað til lands í fyrra, fljúgandi til Keflavíkur, eru breskir ríkisborgarar. Þeir voru rúmlega sextíu þúsund það ár. Þjóðverjar hafa rutt Bandaríkjamönnum úr öðru sæti og eru nú næstfjölmennastir í þessum hópi, rúmlega 54 þúsund. Þetta kemur fram í samantekt sem Hagstofan gaf nýverið út.

Féll af vélhjóli

Vélhjólamaður féll af hjóli sínu á Laugarvatnsafleggjaranum við bæinn Miðdal um þrjúleytið í dag. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir slysið þar sem hann er til skoðunar, en maðurinn mun hafa kennt eymsla í baki. Verið er að vinna að lagfæringum á veginum þar sem óhappið varð og því er lausamöl þar sem erfitt er að aka í.

Leiguvél á leið til Skotlands

Leiguvél er á leið til Inverness í Skotlandi til að sækja farþega Iceland Express. Ástæðan er sú að vél á vegum Iceland Express sem farþegarnir voru í millilenti þar af öryggisástæðum fyrr í dag. Um borð í vélinni voru 146 farþegar og áhöfn. Upplýsingafulltrúi Iceland Express segir að farþegarnir hafi fengið reglulega smáskilaboð um stöðu mála og fengið nóg af mat og drykk meðan þeir hafa þurft að bíða.

Líst afar illa á útflutningsskatt

"Versta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins um tillögu Lilju Mósesdóttur að leggja tíu prósent skatt á útflutningsvörur Íslendinga.

Lögreglan lýsir eftir Nubiu

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Nubiu Silva, 15 ára, til heimilis á Hvolsvelli. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan að kvöldi 5. ágúst síðastliðinn. Nubia Silva er er tæpir 160 sentimetrar á hæð, grannvaxin með dökkt sítt hár. Ekki vitað með vissu hvernig hún var klædd. Talið er að Nubia Silva sé á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa orðið varir eða vita um ferðir Nubiu Silva, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.

Eru strandaglópar í Skotlandi

Flugvél Iceland Express frá Kaupmannahöfn sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag, varð að lenda af öryggisástæðum á flugvellinum í Innernes í Skotlandi. Engin hætta reyndist á ferðum, en viðvörunarljós virðist hafa bilað. Um borð voru 146 farþegar og áhöfn.

Borgarstjóri segir óeirðirnar ólíðandi

Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að óeirðir, líkt og þær sem voru í Tottenhamhverfinu í Lundúnum í nótt, séu ólíðandi. Alls særðust 26 lögreglumenn í átökum við fólk sem kom saman og andmælti lögregluofbeldi.

Miðbærinn ljómaði í gær

Miðbærinn ljómaði allur um miðjan dag í gær þegar Gay Pride gangan stóð sem hæst. Fjöldi fólks lét sjá sig og þar á meðal var sjálfur borgarstjórinn, Jón Gnarr, sem sýndi stuðning sinn við jafnréttisbaráttuna með því að taka þátt í göngunni. Bjarni kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fangaði stemninguna í miðbænum og Fannar Scheving Edwardsson klippti myndskeiðið.

Svissneskum hjónum bjargað úr Skyndidalsá

Svissneskum hjónum var bjargað af þaki bíls sem sat fastur í Skyndidalsá, sem rennur í Jökulsá í Lóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru það félagar úr björgunarfélagi Hornafjarðar sem kom hjónunum til bjargar. Þau höfðu klifrað upp á þak bílsins um leið og hann festist.

Alger ringulreið í Tottenham

Alger ringlulreið hefur ríkt í Tottenham í Lundúnum í dag vegna óeirðanna þar í nótt. Kveikt var í bílum og húsum og ráðist hefur verið að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að 26 eru særðir. David Lammy þingmaður segir í samtali við Daily Telegraph að hugsanlega hafi einhver látist inni í þeim húsum sem kveikt var í. Slökkviliðið í Lundúnum fékk 264 neyðarköll frá klukkan hálftíu í gærkvöld að staðartíma þangað til klukkan hálffimm í morgun. Um 50 eldar voru kveiktir og eyðilögðu þeir byggingar og bíla.

Hálf milljón safnaðist í skákmaraþoni

Hálf milljón safnaðist á Skákmaraþoni íslenskra barna fyrir sveltandi börn í Sómalíu í gær en einnig verður teflt fyrir málstaðinn í dag. Alls hafa 30 milljónir safnast á styrktarreikning Rauða krossins frá upphafi söfnunar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir