Fleiri fréttir

Grunur um að hundi hafi verið stolið í innbroti

Brotist var inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Norðurmýrinni í Reykjavík laust eftir miðnætti í nótt. Innbrotsþjófarnir fóru inn um svefnherbergisglugga og höfðu á brott með sér tvær fartölvur. Húsráðendur sakna einnig chihuahua-hunds, en ekki er ljóst hvort að hinir óprúttnu aðilar hafi tekið hann með sér eða hann hreinlega sloppið út. Málið er í rannsókn.

Bensínsprengjum kastað að lögreglumönnum

Bensínsprengjum var kastað að lögreglumönnum og kveikt var í lögreglubílum og húsum í óeirðum í Tottenham í norðurhluta Lundúna í nótt. Átta lögreglumenn slösuðust í óeirðunum og voru fluttir á spítala, einn með höfuðáverka. Upphaf óeirðanna má rekja til þess að lögreglan skaut til bana 29 ára gamlan mann á fimmtudag. Um 300 manns tóku þátt í óeirðunum eftir því sem fram kemur á BBC.

Skólakokkur gaf börnum rottueitur

Skólakokkur í suðurhluta Brasilíu hefur játað að hafa bætt rottueitri við matinn sem hann bauð upp á í mötuneyti skólans.

Reyna að planka sig upp í hæstu einkunn

Tveir Íslendingar og Breti planka við fræg kennileiti í Árósum til að hljóta hæstu einkunn fyrir skólaverkefni. Gjörningurinn hefur vakið athygli einnar af stærstu sjónvarpsstöðvum Danmerkur.

Of lítil nýliðun í matvælaiðnaðinum

Matvæla-og veitingafélag Íslands beitir sér nú fyrir því að hvetja ungt fólk til að læra þjóninn, kokkinn og bakarann og mennta sig í kjötiðnaði. Töluvert vantar af matreiðslumönnum til starfa, einkum yfir sumartímann, og skortur er á iðnmenntuðum í hinum greinunum. Níels Olgeirsson, formaður Matvís, hefur áhyggjur af þessari þróun.

Rúmlega 26 milljóna vinningur í lottó

Heppinn lottóspilari fékk allar tölur réttar í úrdrætti dagsins, og vann þar sem rúmar 26 milljón krónur. Miðinn var seldur í Happahúsinu, Kringlunni.

Tekist á um lánshæfismat

Obama Bandaríkjaforseti óskaði eftir því í ávarpi sínu í dag að þingmenn Bandaríkjanna legðust á eitt við að fjölga störfum í landinu eftir að matsfyrirtækið Standard og Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta þrepi í það næstefsta.

Nafn mannsins sem lést við köfun

Íslenski maðurinn sem lést við köfun við Eyrasundsbrú síðastliðinn fimmtudag hét Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson og var 35 ára gamall.

Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík grafalvarlegt

Ástandið á leigumarkaði í höfuðborginni er orðið svo slæmt að tugir manna berjast um hverja íbúð sem losnar. Þess eru dæmi að fólk leigi íbúðir án þess að sjá þær. Formaður félags leigumiðlara segir ástandið grafalvarlegt og bregðast þurfi við sem fyrst.

Segir kjósendur ekki geta refsað stjórnmálaflokkum með persónukjöri

Haukur Arnþórsson, doktor í stjórnsýslufræði, telur nýtt stjórnarskrárfrumvarp koma í veg fyrir að kjósendur geti refsað stjórnmálaflokkum í þingkosningum. Persónukjör án kjördæma sé marklaust. Hann telur það rangt að kjósendum sé gefinn kostur á að kjósa marga flokka, líkt og stjórnarskrárdrög stjórnlagaráðs, gerir ráð fyrir.

Gleðigangan í myndum

Mikið var um litadýrð og hamingju í miðbæ Reykjavíkur í dag þar sem Gleðiganga Hinsegin daga fór fram í ellefta sinn á Íslandi. Ljósmyndari Vísis var á staðnum og festi fögnuðinn á filmu.

Hundruð þúsunda flýja fellibylinn Muifa

Yfir 200 þúsund manns í Austur-Kína hafa verið flutt brott af strandsvæðum og þúsundir skipa hafa verið kölluð aftur til hafnar vegna fellibylsins Muifa sem stefnir nú á landið eftir að hafa haft viðkomu í Filippseyjum, Taívan og Japan. Þá hafa 80 þúsund manns verið flutt brott úr Fuijan héraði.

Fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út

Í dag kom út fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju, samvinnuverkefni þriggja einstaklinga sem töldu að bregðast þyrfti við skorti á útgáfu fag- og fræðsluefnis fyrir bændur og áhugafólk um landbúnað.

38 hermenn látinir í þyrluslysi

31 bandarískur hermaður og sjö afganskir týndu lífinu í nótt þegar þyrla bandaríska hersins brotlenti í Afganistan. Óvíst er hvað olli brotlendingunni en Talíbanar segjast hafa skotið þyrluna niður.

Krefjast afsagnar fjármálaráðherrans

Repúblikanar í Öldungadeild Bandaríkjaþings krefjast afsagnar Timothys Geithners fjármálaráðherra eftir að S&P lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna í fyrsta sinn í sögunni í gær. Lánshæfismatið var í hæsta flokki AAA en er nú komið í AA+ með neikvæðum horfum.

Hinsegin dagar ná hámarki í dag

Hátíðin Hinsegin Dagar í Reykjavík, sem hófst á fimmtudag, nær hámarki í dag með gleðigöngu og útiskemmtun. Búist er við fjölmenni í miðborginni en veðurspáin fyrir daginn er góð.

Tíu teknir fyrir vörslu fíkniefna

Tíu voru teknir fyrir vörslu fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af voru tveir grunaðir um sölu og dreifingu. Þrír ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir ölvunarakstur. Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar.

Vill funda með seðlabankastjóra

Lilja Mósesdóttir þingmaður utan flokka óskar eftir fundi seðlabankastjóra með efnahags-og skattanefnd til að ræða nýleg útboð sem lið í losun hafa á fjármagnsviðskiptum, gagnrýni OEDC á peningastefnu bankans, kosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum í ljósi vandans á evrusvæðinu og leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna ásökunar um nauðgun

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í morgun mann sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðgun í Vestmanneyjum 31. júlí síðastliðinn í áframhaldandi gæsluvarðhald til annars september 2011 klukkan tvö. Áfram er unnið að rannsókn málsins og verða frekari upplýsingar um gang hennar ekki veittar að sinni.

Nær blindur maður ætlar í langhlaup með hvíta stafinn

Víða um borgina má sjá skokkara koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið en blaðamenn Fréttablaðsins ráku þó upp stór augu í fyrrakvöld þegar þeir sáu Þórð Pétursson hlaupa meðfram Miklubrautinni en hann er nær blindur og notast því við blindrastaf á skokkinu.

Eigendum verði gert að sækja námskeið

Innflutningsbann á hunda af varðhundategundum leysir engan vanda. Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem vill miklu fremur sjá að eigendum og kaupendum slíkra hunda verði gert skylt að sækja þar til gert námskeið með þá, ella fái þeir ekki leyfi til að halda þá.

Það verður að fækka verkefnum ríkisins

Árni Páll Árnason segir að lengra verði ekki komist í niðurskurði eða skattahækkunum. Skera verði niður þá þjónustu sem ríkið bjóði upp á. Hann gagnrýnir aðila vinnumarkaðarins fyrir að spenna bogann of hátt í kjarasamningum.

Ný starfsgrein varð til með næturopnun

Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn.

Frjókorn mældust vel yfir meðallagi

Frjókorn í Reykjavík mældust vel yfir meðallagi í júlímánuði og mældust um 2.000. Er mánuðurinn í hópi þriggja júlímánaða þegar fjöldi frjókorna hefur mælst svo mikill, en í fyrra urðu þau tæplega 4.000 og sumarið árið 1991 fóru frjókorn í um 2.500. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrustofnun Íslands.

Þjófóttir hermenn drápu sjö

Sjö manns létust í gær eftir að sómalískir stjórnarhermenn hófu skothríð á mannfjölda í höfuðborginni Mógadisjú.

Staðan verst þar sem mannfjöldi er mestur

„Það er auðvitað rík krafa á þjónustu kirkjunnar. Þess vegna þarf að fara yfir það hvað er hægt að ganga langt í niðurskurði,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, sem stýrir hópi á vegum innanríkisráðuneytis sem skoðar fjármál Kirkjunnar. Hópurinn á að skoða hvaða áhrif niðurskurður á framlögum til Kirkjunnar hefur haft og hve langt er hægt að ganga í þeim efnum.

Flugvél rýmd í Fíladelfíu

Flugvél á vegum US Airways, sem var að koma frá Glasgow, var rýmd á flugvellinum í Fíladelfíu nú í kvöld. Samkvæmt fréttum Sky sjónvarpsstöðvarinnar er ástæða rýmingarinnar sögð vera „ótilgreind ógn“ en ekki hefur verið gerð frekari grein fyrir málinu.

Karlmaður lést við köfun

Íslenskur maður á fertugsaldri lést þegar að hann var við köfun við brúna yfir Eyrasund ásamt tveimur félögum sínum í gær. Mannsins var leitað úr þyrlu eftir að hann varð viðskila við félaga sína og fannst látinn eftir nokkra leit. Maðurinn var búsettur í Svíþjóð.

Íslenskir verkfræðinemar slá í gegn

Íslenskir verkfræðinemendur hlutu verðlaun frá Airbus á alþjóðlegri hönnunarkeppni sem haldin var í Bretlandi á dögunum - fyrir rafknúinn kappakstursbíl sem hópurinn hannaði.

Geðlæknar anna ekki eftirspurn

Geðlæknar anna ekki eftirspurn og veikir einstaklingar geta þurft að bíða í allt að þrjá mánuði eins og fréttastofa komst að í dag. Formaður geðlæknafélags Íslands segir þetta óþolandi langan tíma en geðlækna vanti einfaldlega hér á landi.

Hátt í áttahundruð stúdentar í húsnæðisvanda

Hátt í átta hundruð háskólastúdentar eru á biðlista eftir íbúðum hjá Félagsstofnun stúdenta. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir ófremdarástand ríkja í húsnæðismálum námsmanna og almennur leigumarkaður sé of dýr fyrir þennan hóp. Dæmi séu um að fólk hringi grátandi til þeirra vegna húsnæðisvandræða.

Útskrifuð af sjúkrahúsi eftir líkamsárás

Sextán ára stúlka sem var barin í höfuðið með hamri af jafnöldru sinni í Kópavogi í nótt hefur verið útskrifuð af slysadeild. Stúlkan sem réðst á hana verður kærð fyrir grófa líkamsárás en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún áður komist í kast við lögin, m.a. vegna ofbeldisbrota. Sauma þurfti tuttugu og þrjú spor í höfuð stúlkunnar en hún reyndist ekki höfuðkúpubrotin. Ofbeldisstúlkan var handtekinn skömmu eftir árásina ásamt kærasta sínum en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Stúlkurnar þekktust lítillega en greindi á um eitthvað sem leiddi til árásarinnar.

Alvarlegt umferðarslys við Jökulsá á Dal

Alvarlegt umferðarslys var við Jökulsá á Dal um fjögurleytið í dag. Fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, en enginn mun vera í lífshættu. Verið er að sækja fólkið og koma því til byggða. Sá sem mest slasaðist verður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hinum verður veitt aðhlynning á sjúkrahúsi á Egilsstöðum.

Kosið milli Sigrúnar og Kristjáns Vals

Kosið verður milli sr. Sigrúnar Óskarsdóttur og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar í síðari umferð í vígslubiskupskjöri í Skálholti. Kosningu til embættisins lauk fimmtudaginn 28. júlí og atkvæði voru talin föstudaginn 5. ágúst. Á kjörskrá eru 149 menn og greidd voru 146 atkvæði. Kjörsókn var 98%, samkvæmt tilkynningu frá Kirkjunni.

Skoða niðurskurð á framlögum til kirkjunnar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að meta hvaða áhrif niðurskurður fjárveitinga hafi haft á starfsemi þjóðkirkjunnar og hverjar yrðu afleiðingarnar ef haldið yrði áfram á þeirri braut. Nefndin kom saman til síns fyrsta fundar á miðvikudaginn og mun skila áliti til ráðherra fyrir 1. maí á næsta ári.

Örtröð í Leifsstöð

Aldrei í sögu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa fleiri farþegar farið um flugstöðina í júlímánuði en í þeim mánuði sem nú er nýliðinn. Samtals fóru 332.501 farþegar um flugstöðina. Þar til nú í ár var júlímánuður 2007 sá stærsti í sögu flugstöðvarinnar en þá fóru samtals 309.004 farþegar um stöðina.

Samningafundi leikskólakennara lauk án niðurstöðu

„Það komu engar nýjar lausnir á fundinum. Hann var samt ekki til einskis,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Forystumenn félagsins fundaði í allan dag með viðsemjendum sínum um kjaramál. Haraldur segir að fundurinn í dag hafi verið mikilvægur varðandi framhald umræðna. Næsti fundur er á mánudaginn.

Rannsókn lokið á máli fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju

Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli Geirmundar Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju. Málið verður sent til ríkissaksóknara á næstu dögum sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. Geirmundur var handtekinn og húsleit gerð á heimili hans í mars vegna gruns um stórfelldan fjárdrátt á meðan hann gegndi starfi sínum á Kvíabryggju. Honum var vikið frá störfum á síðasta ári eftir að Fangelsismálastofnun beindi því til ráðuneytis dómsmála að rannsaka fjármál fangelsisins á Kvíabryggju. Þá hefur Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við fjárreiður fangelsisins. Talið er að Geirmundur hafi notað fé og eigur fangelsins til einkanota. Meðal annars er hann grunaður um að hafa notað greiðslukort fangelsisins í eigin þágu, og að hafa selt vörubíl í eigu ríkisins, sem fangelsið hafði til afnota, hirt sjálfur ágóðann en tilkynnt fangelsismálayfirvöldum að bíllinn hafi verið ónýtur.

Reykjavík orðin Bókmenntaborg UNESCO

Reykjavíkurborg hefur verið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Reykjavík er fimmta borgin í heiminum til að hljóta þennan titil, en fyrir í samtökum Bókmenntaborga UNESCO eru Edinborg í Skotlandi, Iowa City í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu og Dublin á Írlandi. Reykjavík er því fyrsta borgin utan enska tungumálasvæðisins til að hljóta titilinn, sem er varanlegur að því tilskyldu að borgirnar standi undir skuldbindingum sínum. Í útnefningunni segir meðal annars að Reykjavík státi af framúrskarandi bókmenntahefð í formi ómetanlegra miðaldabókmennta sem varðveittar eru í borginni og eru Íslendingasögurnar, Eddukvæði og Íslendingabók nefnd sérstaklega. Þá segir að þessi rótgróna hefð sýni sig í varðveislu, miðlun, bókmenntakennslu og kynningu bókmennta í dag. Einnig er tekið til þess að svo fámenn borg sinni bókmenntum af svo miklum krafti sem raun ber vitni, með þátttöku og samvinnu ólíkra aðila sem koma að bókmenningu og miðlun bókmennta, svo sem útgefenda, bókasafna og rithöfunda. "Ég fagna því innilega að Reykjavík skuli hafa verið valin bókmenntaborg UNESCO. Þetta er mikill heiður fyrir Reykjavík. Íslendingar eru þekktir fyrir listir og menningu út um allan heim og þetta er staðfesting á því hvað menning okkar er verðmæt. Af öllum okkar auðæfum er menningin dýrmætust," segir Jón Gnarr borgarstjóri, sem fékk tilkynningu um útnefninguna í gær. Ali Bowden, framkvæmdastjóri Bókmenntaborgarinnar Edinborgar segir: "Við erum himinlifandi yfir því að Reykjavík hafi sé komin í hóp Bókmenntaborga UNESCO. Útnefningin mun eiga þátt í að vekja athygli á bókmenntum og bókmenntalífi borgarinnar út um allan heim. Hún mun stuðla að menningarlegum vexti borgarinnar líkt og gerst hefur í Edinborg og Reykjavík verður mikilvægur samstarfaðili í okkar alþjóðlega samstarfsneti."

Formaður Félags leikskólakennara: Menn eru að tala saman

Búist er við að samningafundur fulltrúa leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaga standi fram eftir degi. Fundurinn hófst klukkan hálf ellefu í morgu en engir fundir hafa verið haldnir á síðustu vikum. Leikskólakennarar hafa boðað til verkfalls þann 22.ágúst næstkomandi ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. "Menn eru að tala saman," segir formaður Félags leikskólakennara, Haraldur F. Gíslason, í samtali við fréttastofu en gefur annars lítið upp um gang mála.

Ætla að uppræta svarta atvinnustarfsemi

Farið hefur verið í rúmlega tólf hundruð fyrirtæki og vinnustaði um allt land í átaki ríkisskattstjóra, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ gegn svartri atvinnustarfssemi frá því í byrjun sumars og eru nú hundruð mála til skoðunar sem lúta að virðisauka-skattsskilum og tekjuskatti einstaklinga.

Sjá næstu 50 fréttir