Erlent

Borgarstjóri segir óeirðirnar ólíðandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Boris Johnson borgarstjóri segir að óeirðirnar séu ólíðandi. Mynd/ AFP.
Boris Johnson borgarstjóri segir að óeirðirnar séu ólíðandi. Mynd/ AFP.
Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að óeirðir, líkt og þær sem voru í Tottenhamhverfinu í Lundúnum í nótt, séu ólíðandi. Alls særðust 26 lögreglumenn í átökum við fólk sem kom saman og andmælti lögregluofbeldi.

Upphaf mótmælanna í gær má rekja til þess að talið er að lögreglumenn hafi skotið 29 ára gamlan mann, Mark Duggan, til bana þegar verið var að handtaka hann á fimmtudaginn. Mótmælin fóru svo algerlega úr böndunum og urðu að óeirðum þegar fjöldi húsa og bíla var brenndur. Fjöldi manns óttaðist um líf sitt.

Borgarstjórinn í Lundúnum segir að hvað sem fólki finnist um andlát Duggans, sé ljóst að svona ofbeldi og skemmdarverk séu ekki hægt að líða. Hann lagði jafnframt áherslu á að Lundúnir væru örugg borg þar sem fólk hefði álit á lögreglunni.

Aðstandendur Duggans hafa fordæmt óeirðirnar í nótt, að því er Sky fréttastofan segir frá. Alls hafa 48 verið handteknir vegna óeirðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×