Erlent

Arabaríki kalla heim sendiherra frá Damaskus

Óli Tynes skrifar
Um 2000 hafa fallið fyrir sýrlenska hernum.
Um 2000 hafa fallið fyrir sýrlenska hernum.
Þrjú arabaríki hafa kallað sendiherra sína í Damaskus heim, til að leggja áherslu á andúð sína á framferði stjórnvalda í Sýrlandi. Talið er að um 2000 mótmælendur hafi fallið í átökum við herinn undanafarnar vikur.

 

Saudi-Arabía tilkynnti um heimkvaðningu sendiherra síns í gær og smáríkin Bahrein og Kuwait fylgdu í kjölfarið í dag. Ekki er verið með þessu að slíta stjórnmálasambandi heldur eru sendiherrarnir kallaðir heim til skrafs og ráðagerða, eins og það heitir á diplomatisku. Þá hefur Arababandalagið lýst þungum áhyggjum af gangi mála í Sýrlandi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×