Fleiri fréttir

Segja bréf May fela í sér hótanir

May sagði að ef samkomulag næðist ekki við ESB myndi slíkt veikja samstarf ríkjanna í baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum.

Vopnaleit lokið í Leifsstöð

Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag.

Áhersla lögð á leynd yfir baksamningum

Ólafur Ólafsson sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum á sínum tíma tókst að hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýskan banka sem látið var í veðri vaka að væri kaupandi að Búnaðarbankanum.

Vesturleiðin opnaðist í dag

Vesturleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, um sunnanverða Vestfirði, opnaðist um hádegisbil í dag þegar vegagerðarmenn luku við að ryðja Dynjandisheiði.

„Þeir sem vilja fara með vinnsluna til útlanda, þeir fara bara til andskotans“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par hrifinn af orðum Heiðrúnar Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 þess efnis í gær að sjávarútvegsfyrirtæki íhugi að flytja fiskvinnslu að einhverju leyti erlendis vegna mikillar styrkingar krónunnar.

Bein útsending: Hitamál á Alþingi

Þingfundur hefst á Alþingi núna klukkan 15 með dagskrárliðnum störf þingsins. Átján þingmenn eru á mælendaskrá og má gera ráð fyrir að einhverjir þeirra tæpi á þeim hitamálum sem nú eru í umræðunni.

Vilja draga verulega úr persónuvernd

Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að binda enda á tiltölulega nýja reglugerð um meðferð persónugagna viðskiptavina internetveita.

Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur.

Vogar sér ekki að greina frá

Í samtali við Fréttablaðið segist Sigmundur ekki vilja gefa upp fulltrúar hvaða vogunarsjóða það voru sem gerðu tilraun til að múta forsætisráðherranum.

Rannsókn á ís vegna veikinda sakbornings

AFL sparisjóður er í dag hluti af Arion banka, en þegar sparisjóðurinn sameinaðist bankanum var farið að skoða bókhald sjóðsins og vaknaði þá grunur um misferli.

Útspil HB Granda heppnaðist

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur lagt spilin á borðið og boðið HB Granda uppbyggingu sem kostar á annan milljarð króna. Forstjórinn gat ekki svarað hvort tilboðið breytti einhverju sem rætt verður í dag.

Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ

Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmála­fyrir­tæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað.

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

Gamma Capital á nú endurvinnslufyrirtækið Hringrás eftir að fyrri eigandi fór í þrot. Sækir um starfsleyfi til móttöku spilliefna og sóttmengaðs úrgangs í Klettagörðum. Hafnarstjóri segir þetta ekki falla að stefnu Faxaflóahafna

Sjá næstu 50 fréttir