Fleiri fréttir

Setja upp mæla og telja ferðamenn í Dimmuborgum

Umhverfisstofnun hefur sett upp teljara í Dimmuborgum í Mývatnssveit. Hann mun telja alla sem ganga inn um aðalhliðið niður í borgirnar. Fyrir var teljari sem telur bíla sem koma í Dimmuborgir.

Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands

Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins.

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?

Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.

Hillir loks undir krabbameinsáætlun

Krabbameinsáætlun fyrir Ísland verður kynnt eftir páska, ef að líkum lætur. Vinnunni er löngu lokið. Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang. Krabbameinsfélög hafa spurt yfirvöld um stöðu málsins en ekki verið svarað.

Skuldsetja sig vegna ferminga

Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar.

Bregðast þurfi strax við vaxandi fjölda banaslysa

Árið 2016 var mjög slæmt ár í umferðinni hvað alvarleg slys og banaslys varðar og árið í ár lítur ekki vel út. Þetta segir sérfræðingur Samgöngustofu. Áhugaleysi á umferðaröryggismálum í samfélaginu og farsímanotkun skýri mikla fjölgun slysa.

„Þetta er tekið bráðalvarlega“

Tilkynningum um mál, þar sem læknum yfirsést alvarleg veikindi barna, hefur fjölgað hjá embætti landlæknis undanfarin ár. Starfandi landlæknir segir slík tilfelli alltaf tekin alvarlega.

Sýknuð af stefnu um meiðyrði á grundvelli orðhefndar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag konu af stefnu um meiðyrði á meðal annars grundvelli orðhefndar en stjúpbróðir hennar kærði hana fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook og hann taldi að fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir.

Skiptu með sér 120 milljónum króna

Tveir Norðmenn voru með allar tölur réttar í Víkingalottói í kvöld og skiptu því með sér fyrsta vinningi sem nam rúmum 120 milljónum krónum. Hvor um sig fær því um 61 milljón í sinn hlut.

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Það var álit dómsins að að gegn neitun mannsins væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi haft ásetning til að brjóta gegn konunni með athöfnum sínum.

Trump: Stuðningur Rússa við Assad mjög slæmur fyrir mannkynið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni ekki auka þáttöku sína í hernaðarátökum í Sýrlandi þrátt fyrir efnavopnaárásir Bashir al-Assad, forseta Sýrlands. Trump gagnrýnir þó stuðning Rússa við Assad harðlega.

Framtakssamir fangar földu tölvur í fangelsisloftinu

Tveir framtakssamir fangar í Ohio-ríki nýttu sér vinnu sína í fangelsinu við að taka í sundur tölvur til að smíða sér sjálfir tölvur. Földu þeir afraksturinn í fangelsisloftinu og notuðu þær óspart sjálfir.

Málmhlutum komið fyrir í einni sprengjunni

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið einn í tengslum við sprengjuárásina á liðsrútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í gær. Málmræmur voru notaðar í eina af sprengjunum.

Fagurblá nefndaskipan ráðherra

Jón Gunnarsson hefur valið það fólk sem hann treystir best til að gera úttekt á starfsemi Samgöngustofu og Vegagerðarinnar.

Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands.

FBI hleraði samskipti ráðgjafa Trump á síðasta ári

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, aflaði sér heimildar á síðasta ári til þess að hlera samskipti Carter Page sem starfaði þá sem ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Steraæði á Íslandi

Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota.

Melania Trump fær háar skaðabætur frá Daily Mail

Breska dagblaðið Daily Mail hefur samþykkt að greiða Melaniu Trump, forsetafrú Bandaríkjanna skaðabætur vegna fréttar þar sem því var haldið fram að hún hefði eitt sinn starfað sem fylgdarkona

Óska eftir upptökum úr Laugardal

Rannsókn stendur yfir á atviki þar sem ökumaður á svartri Opel Astra bifreið elti tvö fimmtán ára ungmenni á göngustíg í Laugardal á mánudag.

Kom sér illa að hafa ekki SIF

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu.

Telja stefnu borgarinnar skaða samkeppni

Stefna Reykjavíkurborgar um að fækka bensínstöðvum raskar samkeppni og er almenningi til tjóns, að mati Samkeppniseftirlitsins. Borgarráð ætlar að spyrja Samkeppniseftirlitið hvernig samræma megi umhverfis- og samkeppnissjónarmið.

Skuldastaða yngri hópa áhyggjuefni

Endurskoðuð hagspá ASÍ fyrir 2017 til 2019 kom út í gær. Fram kemur í henni að þörf sé á að fylgjast með skuldastöðu yngri hópa, sérstaklega þeirra sem eru að koma inn á húsnæðismarkað.

Skagfirðingar fá engin svör um lokun Háholts

„Í raun vitum við ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Ráðuneytið eða barnaverndaryfirvöld hafa ekki komið að máli við okkur,“ segir Stefán Vagn.

Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga.

Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum

G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla.

Mikilvægt að styrkja lögreglu á landsbyggðinni

„Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason.

Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur

Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur.

Sjá næstu 50 fréttir