Fleiri fréttir

Fagnar gullnu tækifæri

Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið.

Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga

Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu.

Mótmæla tillögum um auknar álögur á gos

Samtök iðnaðarins mótmæla tillögum Embættis landlæknis um að auka álögur á gosdrykki og hafa sent bréf þess efnis til Bjarna Benediktssonar og Svandísar Svavarsdóttur.

Hafna stöðvun framkvæmda

Kröfu Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Landverndar um að framkvæmdir við Brúarvirkjun í Tungufljóti verði stöðvaðar hefur verið hafnað af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi

Fjölskylda var myrt í smábæ á suðvesturströnd Ástralíu. Fjögur börn voru á meðal hinna látnu. Árásin sögð fyrsta fjöldaskotárásin frá því hörð löggjöf um skotvopnaeign var tekin upp árið 1996 eftir að byssumaður myrti 35.

Tæplega hálf milljón barna á barmi sveltu

"Við erum ekki að segja að börn gætu dáið úr hungri í Kasai. Við erum að segja að börn séu nú þegar að deyja, þau eru að deyja, þau hafa dáið, í algjörri þögn.“

Tekist á um þá ákvörðun SÁÁ að hætta að taka á móti föngum

Formaður Félags fanga líkir ákvörðun SÁÁ við fjárkúgun. Formaður SÁÁ segir að málið snúist ekki um peninga heldur verkferla. Fangar fá enn þá meðferð í fangelsum og í Hlaðgerðarkoti. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir sjúkrastofnun ekki geta neitað að taka á móti sjúklingum því verkferlar séu í ólagi.

Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu

Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi.

Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri

Hálfur mánuður er til sveitarstjórnarkosninga og fer utankjörfundur fram í Smáralind. Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að vafaatkvæðum gæti fjölgað vegna mikils fjölda framboða.

Gagnrýnir málflutning ASÍ um iðgjöld ökutækjatrygginga

Verkefnastjóri hjá ASÍ segir tryggingafélög hækka iðgjöld þvert á þróun neysluverðs og annarra mikilvægra þátta. Félögin greiði út háan arð í stað þess að láta viðskiptavini njóta hagnaðar af rekstrinum. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir málflutning ASÍ og segir ekki horft til réttra þátta.

Sjá næstu 50 fréttir