Erlent

Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Kanye West (t.h.) hefur tekið sér stöðu með Trump forseta undanfarið. Blökkumenn í Bandaríkjunum eru hins vegar almennt mun líklegri til að kjósa demókrata en repúblikana.
Kanye West (t.h.) hefur tekið sér stöðu með Trump forseta undanfarið. Blökkumenn í Bandaríkjunum eru hins vegar almennt mun líklegri til að kjósa demókrata en repúblikana. Vísir/AFP
Röð sérstakra ummæla frá bandaríska rapparanum Kanye West hefur leitt til þess að hann nýtur meiri vinsælda á meðal repúblikana en blökkumanna í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN-fréttastöðvarinnar telur meirihluti Bandaríkjamanna að West sé fyrst og fremst á höttunum eftir athygli.

West jós lofi á Donald Trump Bandaríkjaforseta í tístum á dögunum og fylgdi þeim eftir með því að gefa í skyn að blökkumenn hefðu mögulega valið sér það hlutskipti að vera hnepptir í þrældóm fyrr á öldum.

Aðeins 39% svarenda sem höfðu heyrt ummæli rapparans töldu að hann tryði því sem hann sagði sjálfur. Meirihlutinn taldi aftur á móti að hann væri aðeins að sækjast eftir athygli.

Alls sögðust 23% svarenda vera ánægð með West en 53% óánægð. Af þeim sem styðja Trump höfðu 40% jákvætt álit á rapparanum en 34% neikvætt. Á meðal andstæðinga forsetans voru aðeins 9% ánægð með West en 70% óánægð.

Sérstaka athygli vekur að vinsældir West á meðal blökkumanna eru minni en á meðal repúblikana. Aðeins 15% blökkumanna sem svöruðu könnuninni sögðust ánægðir með Kanye West en 35% repúblikana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×