Fleiri fréttir

Klúður í málum fórnarlamba

Rannsókn félagsmálayfirvalda á árunum 2016 og 2017 á 21 dauðsfalli af völdum ofbeldis í nánum samböndum í Svíþjóð leiddi í ljós að í öllum tilfellum hafði brotaþoli leitað aðstoðar hjá yfirvöldum.

Púan dauð

Elsti Súmötru-órangútan heims er dauður. Púan var 62 ára gömul og skilur eftir sig 54 afkomendur.

Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi

Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu.

Hafa grafið út hálfa leiðina undir Hrafnseyrarheiði

Verktakar við jarðgangagerð á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum náðu þeim áfanga í dag að hafa grafið út hálfa leiðina undir hina illræmdu Hrafnseyrarheiði, sem jafnan er lokuð yfir veturinn vegna ófærðar og mikillar snjóflóðahættu.

Yfir 200 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur

Alls voru 212 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra annars vegar og umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hins vegar.

Slökktu eld á Keflavíkurflugvelli

Allt tiltækt lið slökkviliðs á Suðurnesjum var kallað út vegna elds í þaki flugeldhúss IGS á Keflavíkurflugvelli um klukkan ellefu í dag

Besta veðrið á miðvikudag

Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta.

Eigandi þriggja kílóa af kókaíni ófundinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í þrjú ár rembst við að leysa ráðgátuna um hver hafi smyglað þremur kílóum af kókaíni í Skógafossi sumarið 2015. Allir skipverjar liggja enn undir grun á meðan málið þokast ekkert.

Amma kyrkti gaupu til dauða

Bandarísk kona kyrkti gaupu til dauða eftir að dýrið hafði ráðist á hana fyrir utan heimili hennar í Georgíu fyrr í þessum mánuði.

Bíl ekið inn í hóp tónleikagesta

Einn er látinn og þrír eru særðir eftir að rútu var ekið á gesti tónlistarhátíðar í hollensku borginni Landgraaf í nótt.

Stór skjálfti í Japan

Hið minnsta þrír eru látnir og rúmlega 200 slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 6.1 reið yfir Osakaborg í Japan.

Segja RÚV hafa farið fram með offorsi

Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu

Lýsti áhyggjum af umræðu um stjórnmál á samfélagsmiðlum

Forsætisráðherra vék að sundrandi stjórnmálaumræðu í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni í gær. Dýpri umræða eigi undir högg að sækja. Pólitískt umhverfi einkennist af því að samvinna og málamiðlanir séu orðinn löstur en ekki kostur. Stjórnmálafræðingur tekur að nokkru leyti undir og segir tilefni til að hafa áhyggjur.

Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað

Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur

Hindranir í veginum þó sátt sé í höfn

Makedónía mun heita Norður-Makedónía eftir að Grikkir og Makedóníumenn sættust á það. Deilan um nafn landsins hefur staðið í áratugi. Þjóðernissinnar beggja ríkja hafa mótmælt.

Sjá næstu 50 fréttir