Fleiri fréttir

Greinileg merki um aukinn jarðhita á Reykjaneshrygg

Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi.

Haldlögðum munum fargað hjá lögreglu

Dæmi er um að verðmætum munum í eigu sakbornings hafi verið fargað í geymslu lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytti verklagi sínu eftir að úr og skartgripir hurfu í vörslum hennar árið 2013, en ekki liggur fyrir hvaða breytingar voru gerðar.

Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg

Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð.

Jóhannes lofar Pétur og Laugaland

„Það birtast ekki fréttir um alla sigrana sem unnir eru á Laugalandi þar sem allt gengur út á að bjarga ungum stúlkum.“

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift mannsins. Fjölskyldan vildi að maðurinn fengi langtímaúrræði enda er hann langt leiddur af fíkni- og geðsjúkdómum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöð 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Vara við ferðalögum til eyja í Indónesíu vegna skjálfta

Utanríkisráðuneytið hefur bent íslenskum ferðalöngum á að stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands vari nú sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju í Indónesíu vegna mannskæðra skjálfta á svæðinu.

Viðurkennir að hafa orðið Sunnivu að bana

Sautján ára piltur sem er í haldi norsku lögreglunnar hefur viðurkennt að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug í Rogalandi aðfaranótt mánudagsins 30. júlí.

Enn einn skjálftinn á Lombok

Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun.

Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar

Hlutur Framsóknarflokksins í félagi sem á höfuðstöðvar flokksins hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Flokksmönnum stóð til boða að kaupa hlut í félaginu þegar safnað var fyrir höfuðstöðvum.

Höfnuðu frumvarpi um þungunarrof

Öldungadeild argentínska þingsins hafnaði í morgun frumvarpi sem hefði heimilað þungunarrof í landinu fram að 14 viku meðgöngunnar.

Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn

Eigandi rekstrar í kringum meðferðarheimilið að Laugalandi í Eyjafirði hefur greitt sér rúmlega 40 milljónir króna í arð á síðustu árum. Einu tekjurnar koma úr ríkissjóði.

Hjónavígslum á vegum Siðmenntar snarfjölgar

Sífellt fleiri láta Siðmennt sjá um hjónavígslu sína. Erlendir ferðamenn velja oft að láta gifta sig úti í íslenskri náttúru. Formaður Siðmenntar telur að fleiri kjósi persónulegri athöfn þar sem áhersla sé á einstaklingana og hið sammannlega.

Enn ein morðhrinan skekur Chicago

Lögreglu gengur illa að hafa hendur í hári sökudólga. 74 skotárásir gerðar um helgina og þrettán myrtir. Hundruð lögregluþjóna sendir í ofbeldisfyllstu og fátækustu hverfin og borgarstjóri biðlar til almennings um hjálp.

Biti tekinn við landamærin

Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær.

Rítalín best við barna-ADHD

Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum.

Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun

Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær.

Ætlar ekki að svara spurningum Mueller

Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir