Fleiri fréttir

Katrín ræður tímanum og getur breytt honum

Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann.

Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.

Prestur fullur undir stýri á leið í fermingu

Prestur í Noregi hefur verið dæmdur í 14 daga skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 20.000 norskar krónur í sekt vegna ölvunaraksturs auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 12 mánuði.

Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar

Lögmaður tveggja stúlkna og móður þeirra hefur lagt fram kærur bæði til ríkis- og héraðssaksóknara vegna meðferðar lögreglu á rannsókn brota föðurins gegn stúlkunum. Málið komst í hámæli í vor vegna afskipta þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu.

Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh

Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar.

Grunaður um að hafa kveikt í eyðibýli

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í eyðibýlinu Illugastaðir við Þverárfjall.

Ungir Íslendingar keppa í iðngreinum

Átta ungir Íslendingar munu keppa í fjölbreyttum greinum í Euroskills keppninni í iðngreinum sem haldin er í Búdapest í Ungverjalandi og hefst á morgun.

Ætla að búa sem lengst í foreldrahúsum

Hvergi á Norðurlöndum er leiguverð eins hátt og í Reykjavík og hvergi búa fleiri ungmenni um þrítugt enn í foreldrahúsum. Háskólanemar segja leigumarkaðinn ekki raunverulegan valkost og ætla að búa hjá foreldrum eins lengi og það býðst

Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður

Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku.

Biðlistar eftir biðlistum

Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.

Nauðgunardómur mildaður vegna tafa

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Kristóferi John Unnsteinssyni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannagleði árið 2015.

Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga á samkvæmi í síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.

Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman

Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum.

Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot

Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum.

Sjá næstu 50 fréttir