Fleiri fréttir

Sýr­lands­her hélt inn í Kobane

Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að.

Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Bólusetningar eru fórnarlömb eigin velgengni og það snjóar smám saman yfir minninguna um þessa hryllilegu sjúkdóma sem eitt sinn voru algengir.

Ætlar að fara opinskátt yfir stöðu VG

Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina. Formaðurinn telur frammistöðuna í ríkisstjórn góða. Umhverfisráðherra stígur nú inn á pólitíska sviðið með framboði til varaformanns. Telur kjör styrkja stöðu hans og málefna þess ráðuneytis sem hann stýrir.

Herinn hefndi fyrir lögregluna

Alls hafa 29 manns fallið í skotbardögum á milli öryggissveita Mexíkóhers, lögreglunnar og vopnaðra borgara á aðeins tveimur dögum.

Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump.

Fleiri Asíubúar fara um göngin

Asíubúum, sérstaklega Kínverjum og Taívönum, hefur fjölgað í haust þegar skoðað er það hlutfall sem keyrir í gegnum Vaðlaheiðargöng.

Bein útsending: Samgönguáætlun 2020-2034 kynnt

Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 verður kynnt á opnum morgunverðarfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fimmtudaginn 17. október í Norræna húsinu milli kl. 8:30-10:00.

Veggur Gentle Giant rifinn

Veggurinn umdeildi sem hvalaskoðunarfélagið Gentle Giants á Húsavík lét byggja hefur verið rifinn að hluta. Enn er reynt að ná samkomulagi um norður- og austurhlið veggsins.

Börnin geta líka bjargað mannslífum

Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga.

Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva

Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni.

Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson

Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist.

SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi

Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld.

Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað.

Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið bíl ársins. Jaguar I-Pace hefur hlotið nafnbótina að þessu sinni. Annað sætir hreppir Audi e-tron quattro og í þriðja sæti er Mercedes Benz EQC.

Borgin dreifir límmiðum til borgarbúa

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð.

UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna

Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna.

Sjá næstu 50 fréttir