Fleiri fréttir

Vöru­bíl­stjórinn í gæslu­varð­hald

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays í síðustu viku.

Stúlka ekki brúður – landssöfnun UN Women á föstudagskvöld

Yfir tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband ár hvert. Það þýðir að 23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu. Þessi útbreidda birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguð barnahjónabönd, verður í brennidepli á föstudaginn kemur, 1. nóvember, þegar landsnefnd UN Women á Íslandi efnir til landssöfnunar í beinni útsendingu á RÚV.

Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu

Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi.

Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“

Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins.

Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar

Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift.

Nýr for­seti kjörinn í Argentínu

Stjórnarandstæðingurinn og mið-vinstrimaðurinn Alberto Fernández var kjörinn nýr forseti Argentínu í forsetakosningum sem fram fóru í gær.

Stútur ók á felgunni og endaði upp á hringtorgi

Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaði í gærkvöldi og í nótt vegna grunns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn slíkur hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum og annar var aðeins 17 ára.

Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins

Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári.

Æxli endir á þróun

„Til að skilja uppruna krabbameinsins erum við að skoða heilbrigðan vef og hvernig stökkbreytingar safnast upp í honum áður en krabbameinið breytir öllu umhverfinu,“ segir Sigurgeir Ólafsson, doktorsnemi í erfðafræði við Cambridge-háskóla.

Tekinn með kókaín á Spáni

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona á Spáni með mikið magn af kókaíni. Maðurinn var á leiðinni til Íslands. Lagt hefur verið hald á mikið kókaín á þessu ári og er verðið lágt.

Kanna þurfi lögmæti kirkjusamnings

Undirnefnd sem fjárlaganefnd skipaði vegna nýs samnings ríkisins við Þjóðkirkjuna telur að óska þurfi eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti um samninginn. Ríkisendurskoðun meti hvort samningurinn er í samræmi við lög um opinber fjármál.

Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk

Nýlega var stofnaður íslenskur stuðningsmannaklúbbur Athletic Bilbao. Formaðurinn segir að menningin muni spila stóra rullu, líkt og hjá liðinu sjálfu. Hann hefur fulla trú á að liðið geti á ný aftur keppt viðp risa spænskrar knattspyrnu.

Sjá næstu 50 fréttir