Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 12:30 Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira