Fleiri fréttir

Vinna að heimildamynd um umhverfisáhrif samfélagsmiðla

Samfélagsmiðlar hafa áhrif á umhverfið og orkan sem fer í að horfa á myndband á Youtube getur verið mengandi. Þetta segja nemendur í Tækniskólanum sem fylgdust með kynningu á nýjum Loftslagssjóði en opnað var fyrir umsóknir úr sjóðnum í dag.

Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum

Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum.

Yfir 200 grindhvali rekið á land frá 2009

237 hvalrekar voru skráðir á tíu ára tímabili frá 1. janúar 2009 til 9. október 2019. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar.

Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra

Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar.

Sólveig segir björgunarstarf í Albaníu ganga vel

Björgunarstarf í Albaníu gengur vel þrátt fyrir eftirskjálfta. Íslendingur sem stýrir hjálparstarfi segir þó sífellt ólíklegra að fólk finnist á lífi. 40 andlát hafa nú verið staðfest eftir að 6,4 stiga jarðskjálfti reið yfir aðfaranótt þriðjudagsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum.

Harma uppsagnir íþróttafréttamanna

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október.

Líkfundur á Granda

Fullorðinn karlmaður fannst látinn á Granda í Reykjavík í dag.

Farandfólk sendir heim gríðarlega fjármuni

Um 270 milljónir einstaklinga falla undir hugtakið farandfólk í heiminum, samkvæmt nýjustu tölum frá alþjóðasamtökum Sameinuðu þjóðanna um farandfólk (IOM). Samtökin sendu frá sér yfirlitsskýrslu í gær, Global Report 2020.

Skipulagsráð vill ekki jafn háa byggð og lagt var upp með

Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur ekki rétt að byggja eins háa byggð og gert er ráð fyrir í tillögum að uppbyggingu á reit á Oddeyrinni. Sviðsstjóra skipulagsráð hefur verið falið að útbúa sviðsmyndir um mögulega uppbyggingu á svæðinu.

Verslunarstjóri hjá Bónus sekur um fjárdrátt

Karlmaður sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé við störf hjá versluninni.

Færð á vegum og veður komin á sama Íslandskort

Í fyrsta sinn á Íslandi geta innlendir og erlendir ferðalangar séð allar upplýsingar sem tengjast færð og veðri á einu íslandskorti á vef Safetravel. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála tók kortið formlega í notkun í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík í gær.

Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu

Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Sjá næstu 50 fréttir