Fleiri fréttir

Torfa­jökuls­svæðið er engu öðru líkt

Jarð­fræðingur telur að ef Torfa­jökuls­svæðið, sem Land­manna­laugar til­heyra, kæmist á Heims­minja­skrá UNESCO hefði það mikla þýðingu fyrir ferða­þjónustuna, vernd og rann­sóknir. Er á yfir­lits­skrá en var sett fyrir aftan Vatna­jökuls­þjóð­garð í for­gangs­röðinni.

Sameining rædd á íbúafundi

Sameining sveitarfélaga verður rædd á íbúafundi í Húnavatnsskóla í Húnavatnshreppi næstkomandi fimmtudag.

Kvennaathvarfið byggir átján íbúða áfangaheimili

Í gær var undirritaður verksamningur vegna átján íbúða áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og samningur um fjármögnun. Safnað var fyrir verkefninu sem ber heitið Byggjum von um betra líf í þjóðarátaki Á allra vörum árið 2017.

Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara

Samninganefndir Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundirritaðan kjarasamning.

Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi

Sá siður að norsk sveitarfélög gefi íslenskum vinabæjum sínum jólatré að gjöf fyrir aðventuna virðist vera að leggjast af. Umhverfismál eða endurskoðun á alþjóðlegu samstarfi eru ástæðan fyrir því að siðurinn á undir högg að sækja.

Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi

Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi segir að núverandi kerfi sé ósjálfbært og leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða verði hækkuð um 30 prósent að jafnaði eða alls um 160 milljónir króna. Á móti verða einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði studdir persónubundið.

Boðar frumvarp um hlutdeildarlán

„Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins.“

Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans.

Stjórnar­meiri­hlutinn fellur niður í þrjá þing­menn

Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka.

Fé­lags­mála­ráð­herra boðar vaxta­laus hlut­deildar­lán

Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur.

Öflugir eftirskjálftar trufla björgunarstarf

Öflugir eftirskjálftar hafa truflað björgunarstarf í Albaníu eftir að jarðskjálfti reið yfir landið í fyrrinótt. Minnst 26 hafa farist og á sjöunda hundrað slasast.

Úrslita ekki að vænta fyrr en á föstudag

Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta í dag, fáeinum vikum eftir að ljóstrað var upp um meinta mútuþægni ráðherra og áhrifamanna þar í landi í Samherjamálinu.

Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög

Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á milli hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka.

Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði

Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Þetta myndband gefur raunhæf ráð í átt að lægri eldsneytisnotkun.

Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning

Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins.

Íslendingur til Albaníu að samræma björgunaraðgerðir

Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, þar sem hún tek­ur þátt í því að skipu­leggja og sam­ræma björg­un­araðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags.

Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma

Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi.

Sjá næstu 50 fréttir