Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 11:17 Griðungur, gammur, dreki og bergrisi ... Sigmundur Davíð og Miðflokksmenn kunna vel að meta hinn þjóðernislega tón sem sleginn er í nýju kynningarefni frá KSÍ. Ýmsir aðrir klóra sér í kolli. Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist. KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist.
KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10