Fleiri fréttir

Tillaga um opnun áfangaheimilis fyrir konur samþykkt

Tillaga velferðarráðs Reykjavíkurborgar um opnun nýs áfangaheimilis fyrir konur í miðborg Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Unnið verður eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í sjötíu prósent færri farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær en væntanlegir voru fyrir viku. Lögregla hafði afskipti af nokkrum farþegum sem komu með Norrænu í morgun vegna brota á reglum um sóttkví.

Jökli bjargað úr höfninni

Trébáturinn Jökull SK-16 er komin á flot. Hann sökk við Óseyrarbryggu í Hafnarfirði fyrr í vikunni.

Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum

Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra.

Utan­ríkis­ráð­herra Pól­lands hættir

Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af.

Rafræn kennsla lögð til grundvallar í HÍ

Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa.

„Stíflan mun drepa okkur“

Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt.

Bein út­sending: Að lifa með veirunni

Samráðsfundur í formi vinnustofu fer fram milli klukkan 9 og 13 í dag þar sem fjallað verður um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið.

Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa

Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum.

Virðist í upp­sveiflu víðs vegar um Evrópu

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í uppsveiflu víðs vegar um Evrópu og í mörgum löndum álfunnar voru staðfest smit í gær fleiri en þau hafa verið um mánaðaskeið.

Eldhafið í Kaliforníu ógnar þúsundum heimila

Gróðureldar í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum ógna þúsundum heimila. Erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að nálgast þá vegna landslagsins, sem er bratt og þakið giljum.

Brimborg og Askja innkalla bifreiðar

Bílaumboðin Askja og Brimborg hafa þurft að innkalla bíla í gær og fyrradag. Askja tilkynnt um innköllun á 20 Mercedens-Benz X-Class pallbílum. Brimborg hefur tilkynnt um innköllun á 22 Ford Kuga PHEV bíla.

Sjá næstu 50 fréttir