Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega sexhundruð börn fá ekki að fara í skólann á morgun vegna kórónuveirusmita starfsmanna skólanna. Við ræðum við Helga Grímsson sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í fréttum okkar klukkan 18:30.

Borgun varar við sms-skilaboðum fjársvikara

Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika í nafni Borgunar en einhverjir hafa lent í því að fá sms-skilaboð í nafni Borgunar sem í stað þess að endurgreiða fólki einhverja fjárhæð, eins og segir í skilaboðunum, fá svikahrappar aðgang að kortaupplýsingum fólks.

Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara

Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar.

Ekki búið að rekja upp­runa smitsins á Hlíf

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins.

Farþegarnir lifðu fyrstu eldflaugina af

Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar.

Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“

Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær.

Tíu til 18 stiga hiti í dag

Áfram má búast við rólegu bjartviðri víðast hvar á landinu. Þó búast megi við að skýjað verði með köflum á Austurlandi og þá sérstaklega með sjónum.

Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum

Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019.

Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví.

NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó

Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi.

Kaffihús í gömlum amerískum skólabíl í Vík í Mýrdal

Margir af þeim sem hafa átt leið um Vík í Mýrdal í sumar hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa séð gamla gula ameríska skólarútu við tjaldsvæðið. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta skólabílakaffihús.

Margir hlupu til góðs í dag eða nutu viðburða

Þrátt fyrir að menningarnótt hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins mættu margir í miðbæ Reykjavíkur í dag og nutu viðburða. Þá voru margir sem hlupu til góð í dag. 

„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum.

Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra

Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum.

Halda þrenna tón­leika til að kanna smit­hættu

Þrennir tónleikar verða haldnir í Þýskalandi í dag til þess að kanna áhættuna á að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, smitist á milli manna á slíkum viðburðum sem haldnir eru innandyra.

Lítur á sig sem táknmynd breytinga

Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar.

Tólf ára börn og eldri beri líka grímur

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur uppfært tilmælum varðandi börn og grímur. Nú segir stofnunin að börn sem eru tólf ára og eldri eigi að bera grímur við sömu skilyrði og fullorðið fólk.

Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví

Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví.

„Lesið ljóð, bók eða raulið lítinn lagstúf“

Tæplega 2400 hlauparar höfðu safnað ríflega 60 milljónum um klukkan tvö í dag í hlaupaátaki Íslandsbanka. Verkefnastjóri menningarnætur hvetur fólk til að gera eitthvað menningartengt í dag til að þrátt fyrir að hátíðin hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins.

Besta sumar Jólagarðsins í Eyjafirði í tuttugu og fimm ár

Jólastemmingin hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar í jólagarðinum í Eyjafirði því þar hefur verið met aðsókn af gestum, ekki síst Íslendingum, sem hafa farið þangað til að fá nasaþefinn af jólunum nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til jóla.

Þörf á upplýsingum um markmið sóttvarna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingar hertra reglna á landamærunum frá því síðustu viku, muni birtast af fullum þunga á næstunni. Fólk í ferðaþjónustu sé dofið, vonsvikið og í áfalli.

Sjá næstu 50 fréttir