Fleiri fréttir

Navalny kominn til Þýskalands

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum.

Fullur þrýstingur kominn á aftur eftir leka

Viðgerð vegna leka úr hitaveitulögn í Hafnarfirði í gær lauk skömmu fyrir þrjú í nótt. Loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar, á Álftanesi og hluta Garðabæjar vegna lekans.

Bannon segir handtökuna eingöngu til þess fallna að koma á hann höggi

Fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa dregið sér fé úr söfnun til handa byggingar landamæra múrs Donald Trump, segist ætla að berjast gegn ákærum og segir eina tilgang þeirra vera að hræða og stöðva þá sem vilja byggja múrinn.

Loughlin dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin hefur verið dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir þátt sinn í háskólasvikamyllu sem ætlað var að tryggja skólavist dætra hennar í USC háskólanum í Kalíforníu.

Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu

Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót.

Kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaleiðinni

Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur.

Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum

Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átta eru smitaðir af kórónuveirunni eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Allir nema tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru á hótelinu í vikunni og þurfa að fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært að slaka á samkomutakmörkunum nú eins og verið var að skoða.

Furða sig á málshöfðun Lilju

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi.

Sjö smituð á Hótel Rangá

Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað.

Eiginkona Navalny biðlar til Pútín

Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands.

Heimsmeistarakeppnin í e-rallý á Íslandi

Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk.

„Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins“

Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu.

Sjá næstu 50 fréttir