Fleiri fréttir

„Mjög rólegt veður“

Hlýjast verður á Suðausturlandi í dag en þar má búast við björtu og fallegu veðri.

Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak

Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak sem á að verða ódýrari og auka umsvif Tesla á heimsmarkaði. Eins hlaðbakurinn að vera andsvar við tilraunum eldri bílaframleiðenda til að keppa við Tesla samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla.

Leikskóla lokað í þrjá daga

Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19.

Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu

Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands.

Ísland sagt nálægt rauðum lista Breta

Ísland er nú nálægt því að komast á svokallaðan rauðan lista yfirvalda í Bretlandi yfir lönd sem flokkast sem áhættusvæði vegna Covid-19. Þeir sem ferðast til Bretlands frá ríkjum á rauða lista yfirvalda þar í landi þurfa að sæta 14 daga sóttkví við komuna.

Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví.

Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS

Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt.

Dularfull og alvarleg líkamsárás í Eyjum

Alvarleg líkamsárás var framin í Vestmannaeyjum liðna nótt. Ráðist var á mann á fertugsaldri með einhverju áhaldi og hlaut hann alvarlega áverka í árásinni.

Fyrsta leikstýra Afganistan skotin

Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu.

Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti

Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans.

R­at­ko Mla­dic á­frýjar lífs­tíðar­dómi

Fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba hefur hafið ferli við að áfrýja lífstíðardómi sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu dæmdi hann í árið 2017.

Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni

Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kon

Tveggja metra reglan tekur breytingum

Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili.

Fimm innanlandssmit bætast við

Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví.

Hóta þvingunaraðgerðum lagist lyktin ekki í Grafarvogi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að Íslenska gámafélagið hafi verið krafið um tafarlausar úrbætur vegna ólyktar sem íbúar í Grafarvogi í Reykjavík hafa kvartað yfir undanfarið. Verði fyrirtækið ekki við því verði það beitt þvingunarúrræðum.

Afríka laus við mænu­sótt

Um er að ræða stærsta sigurinn á sviði lýðheilsu í Afríku frá því að tókst að útrýma bólusótt. Þannig lýsir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) því að nú hafi tekist að útrýma mænusótt í öllum ríkjum Afríku.

Far­aldurinn á miklu flugi í Argentínu

Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst.

Peugeot e-208 Íslandsmeistari í nákvæmnisakstri

Rafbíllinn Peugeot e-208 er Íslandsmeistarinn í nákvæmnisakstri (Regularity Rally) en dagana 20-22. ágúst fór fram Ísorka eRally Iceland 2020. Í þriðja sæti var annar rafbíll frá Peugeot, e-2008. Þetta var frumraun Jóhanns ökumanns og Péturs, aðstoðarökumanns, í nákvæmnisakstri og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni segir í fréttatilkynningu frá Brimborg um keppnina.

Sjá næstu 50 fréttir