Fleiri fréttir

Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið.

UN Women: Íslensk framlög til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis

Tæplega tvö þúsund konur hafa nýtt sér verkefni UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis en verkefnið er stutt af landsnefnd UN Women á Íslandi með fjármagni sem fékkst af sölu FO bolsins hjá landsnefnd UN Women á Íslandi haustið 2021.

Í­búar himin­lifandi með að búið sé að bjarga húsunum

Í­búar við Reykja­víkur­veg í Hafnar­firði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjar­lægja 19 hús við vestur­hlið vegarins til að rýmka til fyrir borgar­línu. For­maður skipu­lags- og byggingar­ráðs segir málið hafa verið byggt á mis­skilningi; aldrei hafi staðið til að fjar­lægja húsin, sem verði nú færð inn á verndar­svæði svo í­búum líði enn öruggari.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt um óveðrið sem er í aðsigi en appelsínugular viðvaranir verða í gildi og jafnvel rauðar sumstaðar í nótt.

Lýsa eftir Sigurði Kort

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár.

Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar

Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð.

And­hverfur í veðrinu gætu leikið lands­menn grátt

Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur.

Túr­istar aftur vel­komnir til Ástralíu

Ástralía hefur opnað á komu erlendra gesta í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár en landinu var svo gott sem lokað í kórónuveirufaraldrinum í mars árið 2020. 

Renault er að vinna að vetnisbíl

Franski framleiðandinn kynnti nýlega hugmyndabíls sem notast við vetni. Myndin af hugmyndabílnum gefur lítið upp en bíllinn gæti verið afar spennandi. Sérstaklega þar sem um vetnisbíl er að ræða. Er um straumhvörf að ræða?

Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld

Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið.

Miskunnar­­laus klám­her­ferð herjar á Ís­­lendinga

Er­lendar klám­síður virðast nú vera í miðri aug­lýsinga­her­ferð sem angrar marga Ís­lendinga. Ó­um­beðin og ó­við­eig­andi skila­boð hrúgast nú inn á Face­book. Við sýnum ykkur hér í mynd­bandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvim­leiða vanda­mál á ein­faldan máta.

100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfus­ár­brú?

Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur.

Arna og Álfur vilja verða for­maður Sam­takanna '78

Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason sækjast eftir því að verða formaður Samtakanna '78, félags hinsegin fólks á Íslandi. Kosið verður 6. mars næstkomandi en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á skrifstofu Samtakanna ’78 á morgun.

Brá þegar hann opnaði úti­dyrnar í morgun

Íbúa í Vest­manna­eyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði úti­dyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjó­veggur. Allt var kol­ó­fært í Eyjum í morgun en annað eins fann­fergi hefur ekki sést þar í um fimm­tán ár.

Rússar hættir við að hætta her­æfingum í Hvíta-Rúss­landi

Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum.

Um­fangs­mikill gagna­leki frá Credit Suis­se

Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar stúlku í Dalvíkurskóla harma óvægna umfjöllun um átök hennar og kennara, sem lauk með brottrekstri kennarans. Honum voru loks dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Þau gagnrýna málflutning Kennarasambandsins, sem lýsti málavöxtum ítarlega í tilkynningu. Við ræðum við foreldrana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Vill selj­a bíla mót­mæl­end­a í Ottaw­a

Jim Watson, borgarstjóri Ottawa höfuðborgar Kanada, segist vilja selja bíla sem yfirvöld hafa lagt hald á við lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í borginni. Lögreglan hefur á undanförnum dögum stöðvað mótmælin eftir að neyðarástandi var lýst yfir.

Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því.

Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma

Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu.

Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði

Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram.

Skafrenningur og þungfært víða

Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir.

Brynjar þrá­spurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum.

„Það er alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa á Selfoss í ár“

Reiknað er með að íbúum á Selfossi fjölgi um fimmtán prósent á árinu, sem samsvarar að um átján hundruð manns muni flytja í bæjarfélagið. Bæjarstjórinn segir mikla vaxtarverki fylgja svo mikilli fjölgun og vonar að hún verði ekki svo mikil, það sé alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa.

Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008

Veður­við­varanir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vestur­landi síðan í gær. Í Vest­manna­eyjum hefur gríðar­legt fann­fergi valdið miklum truflunum á sam­fé­laginu og segjast Eyja­menn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman ára­tug.

Elísa­bet Breta­drottning með Co­vid

Elísa­bet Breta­drottning hefur greinst með kórónu­veiruna. Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni segir að hún sé með væg kvef­ein­kenni eins og er.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forsætisráðherra Bretlands telur Rússa undirbúa mesta stríð Evrópu frá seinni heimstyrjöld. Spennan magnast við landamæri Úkraínu. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Fannst á lífi eftir 53 tíma um borð í logandi skipi

Einn af tólf farþegum sem saknað var eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaskipi fannst á lífi í morgun, 53 klukkustundum eftir að eldurinn kviknaði. Björgunaraðilar vonast til þess að hinir séu einnig á lífi.

Rúta fauk útaf Reykjanesbraut

Rúta endaði utan vegar við Reykjanesbraut í morgun. Engan sakaði en mikið rok og skafrenningur var á svæðinu.

Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað.

Götur ófærar í Eyjum

Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum.

Samstarfsmaður Epstein fannst látinn í fangaklefa

Franski tískumógúllinn Jean-Luc Brunel fannst látinn í fangaklefa sínum í París í gær. Brunel var náinn vinur bandaríska auðkýfingins og kynferðsibrotamannsins Jeffrey Epstein. Hafði Brunel verið handtekinn í tengslum við rannsókn franskra yfirvalda á kynferðisbrotum Epstein.

Sjá næstu 50 fréttir