Fleiri fréttir

Lóan er komin

Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins.

Val­gerður tekur ekki sæti á lista

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu.

Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni

Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan hálf sjö verður rætt við foreldra tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19. Þeir telja að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega.

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún sigraði í prófkjöri flokksins en Pawel Bartoszek er í öðru sæti og Þórdís Jóna Sigurðardóttir í því þriðja.

Thelma Dögg leiðir VG í Borgarbyggð

Meðlimir Vinstri grænna í Borgarbyggðu samþykktu í dag framboðslista flokksins þar á félagsfundi í dag. Listinn er leiddur af Thelmu Harðardóttur, sem er 26 ára verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.

Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur?

Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins.

Vaktin: Krefjast upp­gjafar Maríu­pól

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Ungt fólk streymir frá Rússlandi

Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu.

Ekki rannsakað sem hryðjuverk

Sex eru látnir og tíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í La Louvière í Belgíu í morgun. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Kíló­metra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennu­fíkla

Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn.

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa

Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf förum við yfir stöðuna í Úkraínu en Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa

Fimmtán milljónir frá ríkinu níu árum eftir fimm vikna einangrun

Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða tollverði tæplega fimmtán milljón krónur í bætur og nema bótagreiðslur til hans nú samanlagt um tuttugu milljónum króna. Tollvörðurinn varði fimm vikum í gæsluvarðhaldi og einangrun árið 2013 vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli.

Út­lit fyrir á­fram­haldandi um­hleypinga

Reikna má með hvassri sunnanátt eða stormi á austanverðu landinu, hlýindi og rigning suðaustanlands framan af morgni, en lægir síðan, léttir til og kólnar. Annars vestlæg átt með éljum og hita nærri frostmarki.

Ók yfir hraðahindrun og endaði í garði

Ökumaður sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ökuferð mannsinns endaði í húsagarði eftir eftirför lögreglu.

Titilvörn Max Verstappen í Formúlu 1 hefst í dag

Keppnistímabil Formúlu 1 hefst í dag. Max Verstappen hefur titilvörn sína og Kevin Magnussen snýr aftur til liðs við Haas liðið, þá kemur ofur-varamaðurinn Nico Hulkenberg til með að aka í stað Sebastian Vettel hjá Aston Martin, þar sem Vettel greindist með Covid í vikunni. Formúlu 1 kappaksturinn í Barein hefst klukkan 15:00 í dag.

Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins.

Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna

Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö förum við yfir ástandið í Úkraínu en nú eru um 300 þúsund manns innlyksa í Maríupól á meðan rússneskir hermenn sprengja sjúkrahús, kirkjur og íbúðahús þar.

Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni

Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar.

Íslensk garðyrkja er á mikilli siglingu

Garðyrkjubændur bera sig vel enda hefur staða garðyrkjunnar sjaldan eða aldrei verið eins góð og í dag. Mikið hefur verið byggt af nýjum gróðurhúsum og útflutningur á íslenskum grænmeti er alltaf að verða meiri og meiri.

Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi.

Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul.

Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni

Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn.

Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum

Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum.

Verulega hlýtt loft á leiðinni

Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum.

Tekinn tvisvar á 25 mínútum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í tvígang á 25 mínútna kafla í nótt að hafa afskipti af ökumanni í Hafnarfirði.

Beit mann í kinnina á veitingastað

Lögregla var kölluð til á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í nótt þar sem kona hafði ráðist á mann og bitið hann.

„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“

Sjá næstu 50 fréttir