Fleiri fréttir

Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar köfum við ofan í söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka þar sem nokkrir góðkunningjar í bankahruninu eru aftur komnir á kreik íbankakerfinu og sumir sem unnu við söluna keyptu bréf og sátu því beggja megin borðs.

Að­eins í annað sinn í sögunni sem landi er vikið úr Mann­réttinda­ráðinu

Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að víkja Rússum úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir gróf og kerfisbundin brot á mannréttindum en 93 greiddu atkvæði með tillögunni, 24 greiddu atkvæði á móti, og 58 sátu hjá. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu vegna brota á mannréttindum og í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráðinu er vikið úr ráði Sameinuðu þjóðanna. 

Húsleit og handtaka á Ísafirði

Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum.

Brons­­styttunni af Guð­ríði Þor­bjarnar­dóttur á Laugar­brekku stolið

Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti.

Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans

Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu.

Kontrowersje wokół sprzedaży akcji banku

Benedikt Sveinsson, ojciec ministra finansów i gospodarki Bjarniego Benediktssona, znalazł się wśród tych, którzy 22 marca kupili udziały banku Íslandsbanki.

Hátt verðskilti Orkunnar á Nesinu féll

Stærðarinnar skilti Orkunnar við Austurströnd á Seltjarnarnesi, sem sýndi lítraverðið á bensíni og dísil, fór á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvesturhornið í fyrrinótt.

Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti

„Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis.

Sam­hljómur um skipan rann­sóknar­nefndar vegna út­boðsins

Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag.  Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu

Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja.

Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Krist­rún segir traustið á sölu­ferlinu horfið

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli.

Magnús segir þung­bært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjór­menningunum í fangelsi

Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“

Tíu ára draumur varð að veruleika

Íbúar í Stuðlaskarði nýs íbúðakjarna fyrir fatlaða í Hafnarfirði fögnuðu því í gær að hafa eignast nýtt heimili. Um mikil tímamót er að ræða fyrir hópinn. Allir sex íbúarnir eru vinir og voru að flytja úr foreldrahúsum. Íbúarnir eru á aldrinum 28 til 32 ára og eru allir með Downs-heilkenni.

Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri.

Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 

Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 

„Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Ákvörðunin „stór og rétt“

Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir.

Bjarni Tryggva­son geim­fari er látinn

Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield greindi frá andláti hans á Twitter í dag. 

Óttast stórsókn í austri

Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá bjartsýni í ferðaþjónustinni. Bílaleigur hafa vart undan að fjölga í flota sínum og bókanir á hótelherberjum fyrir sumarið eru komnar upp í 70 prósent.

Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu

Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað.

At­vinnu­flug­menn for­dæma við­skipti ríkis­stjórnarinnar við Blá­fugl

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Kolacje i miejsce spotkań dla uchodźców

Organizacja ds. Uchodźców, która została utworzona w celu zapewnienia miejsca spotkań dla ukraińskich uchodźców, każdego wieczoru przyjmuje na kolację do 170 osób.

Sjá næstu 50 fréttir