Fleiri fréttir

Biles á meðal fimleikakvenna sem krefja FBI um milljarð dollara

Hópur fyrrverandi ólympíufimleikakvenna í Bandaríkjunum, þar á meðal gullverðlaunahafinn Simone Biles, ætla að krefja alríkislögreglunar FBI um meira en milljarð dollara í skaðabætur vegna mistaka hennar í máli Larrys Nassar sem misnotaði hundruð fimleikakvenna.

„Hættulegasti maður Noregs“ tekinn höndum

Norska lögreglan hafði hendur í hári Stigs Millehaugen sem hafði verið á flótta í viku. Millehaugen afplánaði fangelsisdóm fyrir tvö morð og honum er lýst sem „hættulegasta manni Noregs“.

Nafn mannsins sem lést í Barða­vogi

Maðurinn sem lést í árásinni í Barðavogi í Reykjavík á laugardaginn hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Rúmlega tuttugu látnir í lestarslysi í Íran

Að minnsta kosti tuttugu og einn er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í austanverðu Íran. Viðbragðsaðilar segja að lestin hafi rekist á skurðgröfu og hrokkið út af.

Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti

Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því.

Bana­slysið í Skötu­firði: Sofnaði lík­legast undir stýri eftir nætur­flug

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður bíls, sem missti stjórn á bíl þannig að hann snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó á Djúpvegi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í janúar 2021, hafi sofnað undir stýri eftir að hafa verið á ferðalagi í fimmtán klukkustundir. Tveir farþegar – 29 ára kona og eins árs drengur – létust í slysinu.

Víða skúrir á landinu eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi.

Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers.

Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða

Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. 

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn

Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála.

Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar

Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir árás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Líklegt er að skrúfjárni hafi verið beitt.

Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek.

Bein út­sending: Fyrsti fundur nýrrar borgar­stjórnar

Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn.

Skin og skúrir færðu Sigga storm til Sam­fylkingarinnar

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni.

Nowe centrum handlowe w sercu Reykjaviku

Obecnie w sercu miasta nadal trwa budowa, jednak już za około pięć tygodni oddane do użytku ma zostać nowe centrum handlowe, w którym znajdzie się jedenaście nowych restauracji i wiele sklepów.

Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra

Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra.

Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag

Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra en tilkynnt var um nýjan meirihluta í Reykjavík í gær.

Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu

Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram.

Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingra­för Fram­sóknar að mati Hildar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum.

Sjá næstu 50 fréttir