Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra en tilkynnt var um nýjan meirihluta í Reykjavík í gær.

Dagur segir meðal annars að borgarlínu verði flýtt svo hægt sé að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag.

Þá fjöllum við um geiðheilbrigðismálin sem skýrsla Ríkisendurskoðunar um þau málefni verður rædd á Alþingi síðar í dag. Við heyrum í Þórunni Sveinbjarnardóttur sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Einnig fræðumst við um stöðu breska forsætisráðherrans sem stóð af sér atlögu innan úr eigin röðum í gær og tökum stöðuna á Úkraínu og helstu vendingum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×