Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2022 14:36 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er spennt fyrir komandi kjörtímabili. Seinni hluti síðasta kjörtímabils reyndist frekar erfiður. Samfylkingin Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda. Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda.
Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45