Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum.

Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir

Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum.

Bresk­ur hjálp­ar­starfs­mað­ur lést í hald­i Rúss­a

Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags.

Vill af­nema refsingu fyrir veikasta hópinn

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna.

Ný mann­réttinda­skýrsla Meta ó­full­nægjandi hvað Ind­land varðar

Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi.

Á­kváðu að hafa sjúk­linga frekar á barna­deild en á gangi

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur.

Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins.

Stjörnu-Sæ­var leysir ráð­gátuna

Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu.

Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli

Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru.

„Við lokum á nýnasista og rasista“

Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi.

Hjúkrunar­fræðingar barna­deildar segja öryggi sjúk­linga ógnað

Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða.

Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mos­fells­bæ

Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets.

Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir

Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum.

Ólga á Ítalíu

Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því.

Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25

Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf.

Ioniq 6 Saloon kynntur til sögunnar

Hyundai Motor hefur frumsýndi nýlega Ioniq 6 sem verður nýjasti rafbíllinn úr smiðju Hyundai, búinn 77 kWh rafhlöðu með 610 km drægni. Ioniq 6 styður við bæði 400-V og 800-V hleðslustöðvar. Með 350 kW hleðslu er hægt að hlaða Ioniq 6 frá 10 til 80 prósenta á aðeins 18 mínútum.

Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt.

Sjö ára drengur bitinn af hundi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 

Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi

Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað.

Land­spítalinn standi nú á kross­götum

Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum.

Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku

Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Ivana Trump er látin

Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donald Trump, er látin, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric.

Rússar skutu eldflaug á almenna borgara

Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug á borgina Vinnytsia og um hundrað manns særðust. Yfirmaður rússneska sjónvarpsins segir eldflauginni hafa verið miðað á húsakynni nasista í borginni.

Miklir skógareldar og hiti í Portúgal

Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð.

Sparkaði í konu og hundana hennar

Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Ríkisstjórnin á Ítalíu er sprungin

Ríkisstjórnin á Ítalíu féll rétt í þessu eftir að flokkurinn Five Star sagði sig úr stjórnarsamstarfi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér í kvöld.

Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás

Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu.

Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega.

Leigu­vél hleypur í skarðið vegna flug­véla­skorts Icelandair

Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann.

Sjá næstu 50 fréttir