Fleiri fréttir

Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn

Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt.

„Það eru aug­ljós­lega ein­hver kafla­skil“

Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun.

Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri

Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum.

Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu

Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir.

Tveir í haldi og tveir á slysa­deild vegna hnífa­á­rásar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar.

Myndband: Dodge ætlar að framleiða háværa rafbíla

Ameríski bílaframleiðandinn Dodge hefur í gegnum tíðina framleitt bíla sem flestir ganga fyrir stórum V8 vélum sem framleiða hávaða. Nú eru straumhvörf yfirvofandi og Dodge ætlar að rafvæða framboð sitt. Dodge ætlar þó að halda fast í einkenni sín, gírskiptingar og hávær útblásturshljóð verða meðal þess sem rafvædd framtíð ber í skauti sér ef marka má nýjan hugmyndabíl frá Dodge.

Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bíla­sprengju

Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli.

Ölvuð börn verða færð í at­hvarf í kvöld

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Hún mun færa börn yngri en sextán ára í athvarf fyrir ungmenni verði þau úti eftir lögboðinn útivistartíma. Þá verða ölvuð börn undir átján ára einnig flutt í sama athvarf.

Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar

Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu.

Minnst 32 létust þegar ekið var inn á vett­vang tveggja slysa

Sextán eru látnir og 21 slasaður eftir að rútu var ekið inn á vettvang fyrra umferðarslyss í Tyrklandi í dag. Meðal látinna eru slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn sem sendir höfðu verið á vettvang. Fyrr í dag létust aðrir sextán og 29 slösuðust í sambærilegu atviki í Tyrklandi

Snekkja ó­lígarka boðin upp

Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Líklegt er að komið sé að goslokum í Meradölum að mati eldfjallafræðings. Hegðunin bendir til þess að gosvirknin sé hægt og rólega að fjara alveg út og ekki hefur komið kvika upp úr sprungunni í nokkurn tíma. En þótt gosinu kunni að vera lokið, er eldgosatímabilið á svæðinu mögulega rétt að byrja.

Kanna hvort komið sé að gos­lokum

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum.

Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu

Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. 

Ný vef­­mynda­­vél vaktar Hvít­á

Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 

Mikil spenna og eftir­vænting vegna Menningar­nætur

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Lögreglan í Malmö segir ofbeldisbylgju ríða yfir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum.

Minnst tólf hafa verið myrtir í gísla­töku á hóteli

Minnst tólf hafa verið drepnir af gíslatökumönnum á hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Árásarmennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkahópnum al Qaeda en þeir hafa haldið hótelgestum í gíslingu í meira en tuttugu klukkustundir.

Telja manninn sem lést hafa verið skot­mark á­rásar­mannsins

Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 

Talar sex tungumál í Ólafsfirði

Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum.

Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. 

Gul viðvörun með rigningu og roki

Gul veðurviðvörun er í gildi á Breiðafirði, Vestfjörður, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna úrhellisrigningar og hvassviðris. 

Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt

Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 

576 hestafla Kia EV6 GT er öflugasta Kia sögunnar

Kia er að prófa nýjar djarfar leiðir í þróun rafbíla. Á næsta ári ætlar Kia að kynna 576 hestafla GT frammistöðu útgáfu af EV6 sem á að standa í helstu sportbílum samtímans.

Vil­borg fékk lungna­bólgu í sjö þúsund metra hæð

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims.

Einn Bítla ISIS dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi

El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir.

Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum

Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga.

Eldur kom upp í Laugar­dal

Slökkvilið var kallað að Brúnavegi í Laugardal í kvöld þar sem eldur hafði komið upp í þaki íbúðarhúss.

Sjá næstu 50 fréttir