Fleiri fréttir

Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu.

Míkhaíl Gorbatsjov er látinn

Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 

Rússar muni skrúfa fyrir gas­flæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný

Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma.

Eftir­lits­menn Al­þjóða­kjarn­orku­stofnunarinnar komnir til Úkraínu

Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa.

Íranar reyndu að stela dróna Banda­ríkja­hers

Bandaríski herinn kom í nótt í veg fyrir að íranskt skip næði að stela dróna þeirra við Arabíuflóa. Til þess að Íranarnir gáfu þeim drónann til baka þurfti að kalla út Sea Hawk-þyrlu hersins.

Blaða­mennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu

Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins.

„Vont að þessi nýja ógn sé til staðar“

Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta í fyrsta sinn en á síðasta ári og hátt í þriðjungur þeirra hafði orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Óvenju hátt hlutfall gerenda var aðeins 14 til 17 ára þegar brotin voru framin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Skoða leiðir til að endurheimta Namibíufé

Graham Hopwood framkvæmdastjóri IPPR í Namibíu greindi í dag frá því að samtökin og Íslandsdeild Transparency International hafi tekið höndum saman og séu nú að kanna leiðir til sækja þá fjármuni sem „hafi verið teknir út úr Namibíu“ vegna umsvifa Samherja þar í landi.

Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS

Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti.

Fara þurfi í átak vegna aukins ofbeldis meðal barna

Barnamálaráðherra segir að fara þurfi í sérstakt átak til að kveða niður þá ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir meðal íslenskra barna og ungmenna. Til standi að koma á fót stýrihópi sem muni skoða ofbeldismál barna og meta hvað skal gera.

Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna

Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu.

„Monsúnrigning á sterum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum.

Neitar sök í Barðavogsmálinu

Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið.

Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun.

Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði

Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst.

Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið.

Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson

Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lækkun verðbólgunnar, ráðning þjóðminjavarðar, og gagnárás Úkraínumanna verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Pierwszy spęd owiec w tym roku

W sobotę, w Stokkseyri odbył się pierwszy spęd owiec w tym sezonie, z tej okazji na rozpoczęcie wydarzenia na maszt wciągnięto islandzką flagę.

Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína.

Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur út­limi

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 

Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heims­at­hygli í hlað­varps­þáttum

Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet.

Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar

Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur.

Vildu ekki sprengja upp risa­vaxið dóp­mál heldur fylgdust þolin­móð með

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Fimm­tán látnir í á­tökum í Bagdad

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir átök írakskra öryggissveita og stuðningsmanna valdamikils sjíaklerks í höfuðborginni Bagdad. Átökin blossuðu upp eftir að klerkurinn, Moqtada al-Sadr, tilkynnti að hann væri hættur í stjórnmálum.

Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára

Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn.

Stytta opnunar­tíma Lækna­vaktarinnar

Ákveðið hefur stytta opnunartíma Læknavaktinnar í Austurveri bæði á virkum dögum og um helgar þannig að stöðin verður framvegis opin frá 17 til 22 á virkum dögum og frá 9 til 22 um helgar. Nýr opnunartími tekur gildi um mánaðamótin, eða frá og með næsta fimmtudegi.

Segir dómarann færa full­gild rök fyrir niður­stöðu sinni

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn.

Eig­endur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launa­þjófnaðar

Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 

Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars

Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var.

Sjá næstu 50 fréttir