Fleiri fréttir

Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum

Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri.

Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás

Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju.

Á­fram­haldandi blíð­virði og hlýtt

Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri, björtu og hlýju veðri að deginum, en þó heldur meira skýjuðu þegar líður á vikuna. Hiti verður tíu til tuttugu stig yfir daginn þar sem hlýjast verður inn til landsins.

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu

Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum.

Kaliforníuríki borgar íbúum fyrir bíllausan lífsstíl

Kaliforníuríki er að reyna að gera allt sem í þess valdi stendur til að minnka umferð og útblástur frá umferð. Nú er búið að setja lög sem heimila ríkinu að greiða íbúum þess 1000 dollara fyrir að eiga ekki bíl.

Geð­læknir telur Magnús Aron sak­hæfan

Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni.

Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti

Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti.

Annar á­rásar­mannanna fannst látinn

Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn.

Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Bláskógabyggð en nú hefur sveitarfélagið úthlutað 38 íbúðarlóðum, fyrir einbýlis- par og raðhús. Samhliða því er hafnar framkvæmdir við nýjar götur í Reykholt og Laugarvatni til að bregðast við eftirspurninni.

Einn eig­enda Shoot­ers fær bætur vegna hand­töku

Konu, sem var einn eigenda kampavínsklúbbsins Shooters, hafa verið dæmdar miskabætur upp á 350 þúsund krónur vegna þvingunaraðgerða lögreglu í tengslum við rannsókn á meintri umfangsmikilli brotastarfsemi í tengslum við klúbbinn.

„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“

Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. 

Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti

Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum

Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda á Ásbrú í Reykjanesbæ missti allt sitt í bruna í morgun þegar eldur kom upp í íbúð þeirra. Við sjáum myndir frá íbúðinni sem er gjörónýt og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló

Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili.

Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh

Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu.

Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson

Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi.

Telur rétt að menningar­mála­ráð­herra rök­styðji skipanina

Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál.

Fetar í fót­­spor á­­trúnaðar­­goðsins Thatcher

Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 

Ellen nýr fram­kvæmda­stjóri Barna­heilla

Ellen Calmon, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Ílandi. Ellen tekur við af Ernu Reynisdóttur sem hefur stýrt samtökunum síðustu tíu ár.

Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga

Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi.

Á annan tug slösuð eftir að fall­t­urn bilaði

Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Dolina Reykjadalur tonie w śmieciach

Przyciągająca setki turystów malownicza dolina Reykjadalur, jest pięknym miejscem, które tonie w stertach śmieci pozostawionych przez turystów.

Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit

Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu.

Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi

Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 

Liz Truss verður næsti for­sætis­ráð­herra Bret­lands

Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skipun þjóðminjavarðar, geðheilbrigðismál, dýravelferð, eldsneytisverð og leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Kristján Þórður býður sig ekki fram til for­seta ASÍ

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir