Fleiri fréttir

Hlakkar í Thun­berg yfir hand­töku Tate

Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans.

Yfir­rabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rúss­land

Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Aung san Suu Kyi enn og aftur dæmd í Mjanmar

Herdómstóll í Mjanmar dæmdi í morgun Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins til sjö ára fangelsisvistar, en hún hefur nú verið samtals dæmd í 33 ára langt fangelsi fyrir ýmis meint brot.

Bak við tjöldin: Hrakfarir og hlátursköst

Fréttamenn að mismæla sig, viðmælendur í hláturskasti, spaugilegar hrakfarir og fyndnar aðstæður. Við skyggnumst á bak við tjöldin í síðasta annál þessa árs.

Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. 

Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar

Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum.

Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu

Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna.

„Vonandi helst ljósið á“

Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.

Mikil ánægja með heimsókn Geðlestarinnar í Flóaskóla

Geðlestin hefur nú lokið heimsóknum sínum í grunn- og framhaldsskóla landsins en alls voru 174 skólar heimsóttir. Tilgangur heimsóknanna var að kynna mikilvægi þess að leggja stund á geðrækt frá fæðingu og út allt lífið.

Ís­firðingar fengu loksins dýpkunar­skip

Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju, sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn, sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bar ekki höfuð­klút á skák­móti í Kasakstan

Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút.

„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“

Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. 

Ljóst að ein­hverjir kvíða því að starf­semi færist í fyrra horf

Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf.

Fimm milljónir í sjónvarpsþætti um hatursorðræðu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu.

Leggja til tólf milljónir í meira Sjúktspjall

Forsætisráðuneytið og Stígamót hafa gert samstarfssamning um framhald verkefnisins Sjúktspjall. Um er að ræða nafnlaust netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára geta rætt við ráðgjafa Stígamóta um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum.

Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn

Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum.

„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“

Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri.

Nágrannaerjur á Seltjarnarnesi: „Nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för“

Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur birt yfirlýsingu varðandi hatrammar nágrannaerjur sem hann stendur í við Hönnu Kristínu Skaftadóttur. Grannarnir saka hvort annað um ofbeldi en upptaka sem Hanna Kristín birti í færslu á Facebook síðu sinni á aðfangadag hefur vakið mikla athygli. Þar sést Steingrímur færa til ruslatunnur og að því virðist loka bíl Hönnu inni. Steingrímur segir myndbandið klippt til og sakar Hönnu um að afbaka sannleikann.

Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met

Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951.

Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa

Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. 

Fjögur stór­felld fíkni­efna­brot í nóvember

707 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóvember en brotum fækkaði talsvert milli mánaða. Fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. 

„Það kólnar hratt í húsunum núna“

Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum.

Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar

Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um rafmagnsleysið á Reyðarfirði sem hefur lamað samfélagið en ekki er búist við að rafmagn komi aftur á fyrr en í kvöld í fyrsta lagi. 

Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó

„Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis.

Rann­saka rað­lygna verðandi þing­manninn

Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom.

Tíu látnir í eldsvoða í spilavíti í Kambódíu

Að minnsta kosti tíu eru látnir og tugir hafa særst í eldsvoða sem braust út í spilavíti í Poipet í Kambódíu seint í gærkvöldi. Hundruð björgunarmanna börðust við að hemja eldinn.

Sjá næstu 50 fréttir