Ætla ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2022 19:40 Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafi borist. Í haust greindi lögreglan frá því að hún ætlaði að fara aftur yfir gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Það ákvað lögreglan að gera eftir að móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali hér á Stöð 2, ásamt systur sinni, þar sem hún sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Málið telst óupplýst í dag, morðinginn gengur enn laus og fjölskyldan aldrei fengið lúkningu. Þær vilja að málið verði skoða aftur enda telja þær að rannsókn hafi með öllu verið ófullnægjandi og þær fengið lítil sem engin svör um málavexti. Ítarlegt viðtal við móður Hrafnhildar Lilju og systur hennar má sjá hér að neðan: Þegar lögregla fór að skoða málið, eftir að viðtalið var birt, kom í ljós að íslensku lögreglunni hefði hvorki borist svör né gögn sem óskað var eftir frá dóminíska lýðveldinu á sínum tíma. „Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri í haust. Íslenska lögreglan hefur síðan þá ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum frá lögreglunni hið ytra en ekki fengið fullnægjandi svör. Ætla að fá þær upplýsingar sem lögreglan hefur óskað eftir „Við erum búin að vera í sambandi við þau ítrekað núna á undanförnu. Þetta virðist taka þau verulega mikinn tíma að finna þau gögn sem við höfum óskað eftir. Við vorum síðast í sambandi við þau rétt fyrir jól og höfum verið í sambandi líka við fjölskyldu viðkomandi. En það hafa ekki komið nein fullnægjandi gögn að okkar mati þannig þetta mál er enn í gangi og við ætlum að fá þær upplýsingar sem við höfum óskað eftir,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglumál Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. 17. ágúst 2022 12:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Í haust greindi lögreglan frá því að hún ætlaði að fara aftur yfir gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Það ákvað lögreglan að gera eftir að móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali hér á Stöð 2, ásamt systur sinni, þar sem hún sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Málið telst óupplýst í dag, morðinginn gengur enn laus og fjölskyldan aldrei fengið lúkningu. Þær vilja að málið verði skoða aftur enda telja þær að rannsókn hafi með öllu verið ófullnægjandi og þær fengið lítil sem engin svör um málavexti. Ítarlegt viðtal við móður Hrafnhildar Lilju og systur hennar má sjá hér að neðan: Þegar lögregla fór að skoða málið, eftir að viðtalið var birt, kom í ljós að íslensku lögreglunni hefði hvorki borist svör né gögn sem óskað var eftir frá dóminíska lýðveldinu á sínum tíma. „Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri í haust. Íslenska lögreglan hefur síðan þá ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum frá lögreglunni hið ytra en ekki fengið fullnægjandi svör. Ætla að fá þær upplýsingar sem lögreglan hefur óskað eftir „Við erum búin að vera í sambandi við þau ítrekað núna á undanförnu. Þetta virðist taka þau verulega mikinn tíma að finna þau gögn sem við höfum óskað eftir. Við vorum síðast í sambandi við þau rétt fyrir jól og höfum verið í sambandi líka við fjölskyldu viðkomandi. En það hafa ekki komið nein fullnægjandi gögn að okkar mati þannig þetta mál er enn í gangi og við ætlum að fá þær upplýsingar sem við höfum óskað eftir,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglumál Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. 17. ágúst 2022 12:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30
Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. 17. ágúst 2022 12:17