Fleiri fréttir

Skemmdarverk unnin á heimili villikatta

Rúður voru brotnar og hurð spennt upp en fimm kettir eru nú týndir. Samtökin Villikettir, sem lengi hafa staðið í björgunaraðgerðum á svæðinu, segja kettina dauðhrædda. Ekki er vitað hverjir voru að verki en lögregla fer nú með rannsókn málsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttatíma Stöðvar tvö verður ítarlega fjallað um 1. maí hátíðarhöldin í dag og meðal annars rætt við Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambands Íslands.

Margt um manninn í miðbænum á verkalýðsdaginn

Fjölmargir kröfðust bættra réttinda í höfuðborginni í dag á verkalýðsdaginn, 1. maí. Kröfuganga lagði af stað frá Hlemmi eftir hádegi og gekk fylktu liði niður Laugaveg. Þá kom fólk saman á útifundum á Ingólfstorgi og Austurvelli.

Segja Umhverfisstofnun hafa brugðist hlutverki sínu

Í yfirlýsingu sem stjórn Vinstri hreyfingarinnar Grænt framboð á Suðurnesjum sendi frá sér í dag um málefni mengandi stóriðju í Reykjanesbæ segir að Umhverfisstofnun hafi brugðist hlutverki sínu við náttúru og almenning og ekki starfað samkvæmt lögum

Ný ráðuneyti taka til starfa í dag

Ný ráðuneyti taka formlega til starfa í dag, 1. maí. Annars vegar er það dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en þau koma í stað innanríkisráðuneytisins.

Segir yfirskrift baráttufundar minna á Trump

Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir yfirskrift á baráttufundi hópsins Endurreisn Verkalýðs-hreyfingarinnar minna á slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Baráttudegi verkalýðsins fagnað víða um land

Baráttudegi verkalýðsins er fagnað með margvíslegum hætti víða um land. Í Reykjavík verður safnast saman við Hlemm um klukkan 13 og leggur kröfuganga af stað þaðan klukkan 13:30.

Tveir handteknir vegna heimilisofbeldis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði alls sex ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt.

Bíræfinn þjófur með smekk fyrir myndlist

Ungur maður gekk inn Hverfisgallerí, stoppaði stutt en fór ekki tómhentur út. Undir hendinni hafði hann með sér út verk eftir Jeanine Cohen. Andri Lúthersson, eiginmaður Sigríðar L. Gunnarsdóttur, eiganda gallerísins, elti þjófinn uppi.

Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum

Lífeyrissjóðirnir hagnast á þröngri stöðu launþega; hafa hag af hárri álagningu, lágum launum og hafa of mikil ítök á húsnæðismarkaði. Þetta segir nýr formaður VR og vill róttækar breytingar.

Stunda nammiskipti við útlendinga

Íslensk vefsíða hefur tekið upp á því að gera nammiskipti við útlendinga sem eru sólgnir í íslenskt sælgæti. Sætur lakkrís er þó ekki í uppáhaldi.

126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni

Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu.

"Fátækt er ekki aumingjaskapur“

Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og meðlimur í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd.

Hótaði hnífstungu og nauðgun

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í höndina og svo látið hann millifæra inn á sig rúma milljón króna í mars síðastliðnum, um fjórar vikur.

Vatn úr þvottavél flæddi út um allt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna vatnsleka í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vatn hafði lekið úr þvottavél á heimilinu og flætt um gólf íbúðarinnar.

Leituðu að kajakræðurum við Þjórsá

Björgunarsveitir af Suðurlandi og Vestmannaeyjum auk sjö sérhæfðra björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu og þyrlu Landhelgisgæslunnar taka nú þátt í víðtækri leitaraðgerð að tveimur kajakræðurum við minni Þjórsár.

Tólf vinkonur fögnuðu tæplega þúsund ára afmæli

Tólf vinkonur í Hveragerði sem eiga það sameiginlegt að verða tæplega þúsund ára á árinu komu nýlega saman til að fagna því að þær eru orðnar áttræðar eða verða áttræðar síðar á árinu. Allar eru þær í félagi eldri borgara á staðnum og hluti þeirra syngur með kór félagsins.

Löggæsla á bæjarhátíðum í uppnámi

Sú ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að fella niður heimild lögreglu til að innheimta löggæslukostnað á bæjarhátíð um síðustu Verslunarmannahelgi hefur sett gæslu á slíkum hátíðum í uppnám.

Hundrað lítrar af matarafgangasúpu

Þrjátíu prósent af framleiddum mat fer í ruslið. Slow food samtökin í Reykjavík buðu í dag upp á súpu úr matarafgöngum - og mettaði súpan um tvö til þrjú hundruð munna.

Veiðidögum á grásleppu fjölgað

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð um 10 daga, úr 36 í 46.

Sjá næstu 50 fréttir