Fleiri fréttir

Sjaldan fleiri beðið eftir áfengismeðferð

Biðin eftir því að komast í áfengismeðferð hjá SÁÁ er nú allt að 150 dagar. Framkvæmdastjóri segir neytendur að eldast og þjónustu ríkisins við hópinn að minnka. Áhersla á málaflokkinn þurfi að aukast.

Neyðast til að byggja yfir starfsmenn sína

Breytingar vegna sívaxandi ferðaþjónustu urðu til þess að Sláturfélag Suðurlands ákvað að reisa 24 raðhúsaíbúðir fyrir starfsmenn sína á Hvolsvelli. Fjárfestingin hljóðar upp á 400 milljónir.

Vill setja reglur um tilvísanir

Landspítalinn hefur enga yfirsýn yfir hvort sérfræðilæknar vísi sjúklingum til sín á einkastofur og fái meira greitt. Landlæknir segir brýnt að setja skýrar reglur um þetta og fara eftir þeim, eins og gert er í Svíþjóð.

Færri tækifæri fyrir konurnar

Aðgengi karlfanga að námi á Litla-Hrauni er meira en aðgengi kvenfanga að námi á Hólmsheiði. Ástandið er þó betra á Hólmsheiði en það var í kvennafangelsinu i Kópavogi. Almennir borgarar aðstoða konurnar.

Útgjöld til lyfja þau sömu síðan 2009

Lyfjakostnaður hins opinbera, þar með talið S-lyfja, hefur hækkað um 0,1 prósent frá árinu 2009 á meðan útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um 44 prósent. Að mati Félags atvinnurekenda sýnir það glögglega að lyfjakaup eru ekki að sliga heilbrigðiskerfið eins og menn vilja láta í veðri vaka á stundum.

Ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr hræjum villtra fugla

Enn sem komið er hefur ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr dauðum villtum fuglum hér á landi. Samtals hafa verið rannsökuð 14 sýni hjá Tilraunastöðinni á Keldum, þar sem rannsóknir fara fram, að því er kemur fram í frétt Matvælastofnunar.

Málþóf í tálmunarfrumvarpi

Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Eftir stutta heimsókn sumars um helgina minnti vetur konungur rækilega á sig víða um land í dag og fóru samgöngur úr skorðum á Vestfjörðum og Suðurlandi.

Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi

Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda.

Þjóðvegi 1 lokað milli Seljalandsfoss og Víkur

Núna klukkan 14 var þjóðvegi 1 milli Seljalandsfoss og Víkur lokað vegna óveðurs. Fyrr í dag var þjóðveginum frá Skeiðarársandi að Jökulsárlóni lokað, einnig vegna veðurs.

Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni

Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.

Vindhviður náð allt að 50 metrum á sekúndu

Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Byrjað að hvessa

Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum.

Ummæli landlæknis hörmuð

Formenn Læknafélags Íslands og Reykjavíkur segja það ekki rétt að einkastofustarfsemi sérfræðilækna ógni öryggi sjúklinga. Nær væri að segja það nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti leitað í vinnu á einkastofum.

Sjá næstu 50 fréttir