Innlent

Með fimm ferðbúnar eðlur í ferðatöskunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tollverðir í Leifsstöð fundu óvenjulega farþega á dögunum.
Tollverðir í Leifsstöð fundu óvenjulega farþega á dögunum. vísir/tollstjóri
Tollverðir í Leifsstöð stöðvuðu nýverið við hefðbundið eftirlit ferðalang sem var að koma frá Barcelona. Hann var ekki einn á ferð þótt svo hefði mátt ætla því í farangri hans fundust fimm sprelllifandi eðlur.

Eðlurnar voru í plastbúri í ferðatösku mannsins og höfðu verið ferðbúnar með salatblöð og fleira í nesti. Tollverðir lögðu hald á eðlurnar þar sem óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og voru þær aflífaðar á dýraspítala, að því er segir í tilkynningu frá tollstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×