Ummæli landlæknis hörmuð Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Landlæknir sagði stóraukna einkastofustarfsemi sérfræðilækna ógna öryggi sjúklinga á LSH. vísir/gva Formaður Læknafélags Íslands og formaður Læknafélags Reykjavíkur gagnrýna harðlega ummæli Birgis Jakobssonar landlæknis í Fréttablaðinu í gær þess efnis að vera sérfræðilækna á einkareknum læknastofum utan Landspítala sé ógn við sjúklinga á LSH. Landlæknir sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sérfræðingar dragist í einkageirann. „Við erum með kerfi sem gerir það að verkum að sérfræðingar og læknar dragast frá Landspítala í stofupraxís í of miklum mæli að mínu mati sem þýðir að sérfræðingar verja of litlum tíma á LSH. Þar með er öryggi sjúklinga stofnað í hættu,“ sagði Birgir.Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags ReykjavíkurArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, er ósátt við þessi orð landlæknis. „Það stenst enga skoðun að sérfræðilæknar utan sjúkrahússins séu ógn við sjúklinga á LSH. Að mínu mati eru þessi ummæli röng og sérfræðilæknar á einkastofum eiga skilið afsökunarbeiðni frá landlækni.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, er sammála kollega sínum, Örnu, um að þessi orð séu óheppileg og ekki rétt. „Mér finnst það ábyrgðarhluti af landlækni að taka svo djúpt í árinni. Landlæknir er í ákveðinni stöðu og orð hans hafa mikið vægi í íslensku heilbrigðiskerfi. Þess vegna skiptir miklu máli að tala af ábyrgð og rökstyðja mál sitt vandlega. Ég tel ummæli hans órökstudd og ekki til þess fallin að bæta íslenskt heilbrigðiskerfi,“ segir Þorbjörn.Þorbjörn JónssonLandlæknir sagði einnig að yfir helmingur sérfræðilækna á LSH ynni einnig á stofum úti í bæ og taldi það óeðlilegt út frá sjónarhorni spítalans og sjúklinga. Þorbjörn segir það mikinn misskilning og telur það fyrirkomulag til hagsbóta. „Í raun er það ekki óeðlilegt eða óheppilegt. Í sumum sérfræðigreinum getur það verið nauðsynlegt fyrir bæði sjúkrahúsið og sjúklinga að sérfræðilæknar geti yfirhöfuð unnið á einkastofum. Við höfum byggt upp kerfi þar sem langflest vinna er unnin af hinu opinbera og síðan meðfram því er lítill hluti þess í einkageiranum. Það hefur sýnt góðan árangur upp á síðkastið,“ bætir Þorbjörn við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands og formaður Læknafélags Reykjavíkur gagnrýna harðlega ummæli Birgis Jakobssonar landlæknis í Fréttablaðinu í gær þess efnis að vera sérfræðilækna á einkareknum læknastofum utan Landspítala sé ógn við sjúklinga á LSH. Landlæknir sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sérfræðingar dragist í einkageirann. „Við erum með kerfi sem gerir það að verkum að sérfræðingar og læknar dragast frá Landspítala í stofupraxís í of miklum mæli að mínu mati sem þýðir að sérfræðingar verja of litlum tíma á LSH. Þar með er öryggi sjúklinga stofnað í hættu,“ sagði Birgir.Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags ReykjavíkurArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, er ósátt við þessi orð landlæknis. „Það stenst enga skoðun að sérfræðilæknar utan sjúkrahússins séu ógn við sjúklinga á LSH. Að mínu mati eru þessi ummæli röng og sérfræðilæknar á einkastofum eiga skilið afsökunarbeiðni frá landlækni.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, er sammála kollega sínum, Örnu, um að þessi orð séu óheppileg og ekki rétt. „Mér finnst það ábyrgðarhluti af landlækni að taka svo djúpt í árinni. Landlæknir er í ákveðinni stöðu og orð hans hafa mikið vægi í íslensku heilbrigðiskerfi. Þess vegna skiptir miklu máli að tala af ábyrgð og rökstyðja mál sitt vandlega. Ég tel ummæli hans órökstudd og ekki til þess fallin að bæta íslenskt heilbrigðiskerfi,“ segir Þorbjörn.Þorbjörn JónssonLandlæknir sagði einnig að yfir helmingur sérfræðilækna á LSH ynni einnig á stofum úti í bæ og taldi það óeðlilegt út frá sjónarhorni spítalans og sjúklinga. Þorbjörn segir það mikinn misskilning og telur það fyrirkomulag til hagsbóta. „Í raun er það ekki óeðlilegt eða óheppilegt. Í sumum sérfræðigreinum getur það verið nauðsynlegt fyrir bæði sjúkrahúsið og sjúklinga að sérfræðilæknar geti yfirhöfuð unnið á einkastofum. Við höfum byggt upp kerfi þar sem langflest vinna er unnin af hinu opinbera og síðan meðfram því er lítill hluti þess í einkageiranum. Það hefur sýnt góðan árangur upp á síðkastið,“ bætir Þorbjörn við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira