Fleiri fréttir

Kallar eftir vitundarvakningu um erfðaheilbrigðisþjónustu

Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, kallar eftir vitundarvakningu um möguleika erfðaupplýsinga í almennri heilbrigðisþjónustu. Deild Jóns sinnir nú þegar stórum hluta þjóðarinnar en með hraðri framþróun erfðavísindanna verði brátt hægt að aðstoðar enn fleiri með bættri ummönnun og fyrirbyggjandi heilsuvernd.

Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum

Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til.

Segir bónuskerfið í fjármálageiranum stefna í tóma vitleysu

Fimm fyrirframgreiðslur Landsbankans til eignarhaldsfélagsins LBI sem sér um eignir gamla Landsbankans á undanförnum níu mánuðum upp á samtals um 110 milljarða króna tryggðu stjórnendum LBI samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir í bónus.

Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana

Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs.

RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur.

Eldur á Egilsstöðum

Eldur kom upp í veitingastaðnum Salt Cafe & Bistro á Egilsstöðum nú í morgun.

Ferðamenn sáttir við aðgangseyri í Kerið

Fréttablaðið tók nokkra ferðamenn tali og spurði hvað þeim fyndist um aðgangseyri í Kerið. Aðgangsstýring hefur verið mikið í umræðunni á ferðamannastöðum sem og hversu dýrt Ísland er orðið fyrir ferðamenn.

Ölvuð með börnin laus í bílnum

Þá var bifreið stöðvuð í Auðbrekku rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en ökumaðurinn var aðeins 16 ára og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi.

Búið að landa ellefu hrefnum

Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn.

Gunnar skrifaði tvisvar undir

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Gunnar Einarsson, stjórnarformaður fasteignafélagsins Löngulínu, undirrituðu samning í lok júní vegna slita á fasteignafélaginu. Samningurinn var lagður fram á bæjarráðsfundi í vikunni. Gunnar og Gunnar eru sami maður.

Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað

Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í.

Lúpínufólk hyggst sá fræjum í Fjarðabyggð

Áhugafólk um notkun lúpínu bregst illa við áformum Fjarðabyggðar um að hefta ágang plöntunnar og segist ætla að sá lúpínufræjum þar eystra. Útbreiðsla lúpínu 35faldaðist á fimmtán árum í Fjarðabyggð.

Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir er fundinn

Guðmundur Jóhannsson, maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld, er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi fjölmiðlum rétt eftir klukkan hálf tólf.

Varað við hvassviðri á Suðurlandi annað kvöld

Veðurstofan varar við allhvassri austanátt syðst á landinu seint annað kvöld og fram á fimmtudagsmorgun. Slíkur vindur geti verið varasamur fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi eins og húsbíla og hjólhýsi. Hiti gæti náð 17 stigum í innsveitum norðaustantil á morgun.

Lýst eftir karlmanni á sjötugsaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Jóhannssyni. Hann er 67 ára gamall, fæddur árið 1950. Guðmundur er um 175 sm á hæð, með grátt hár og var klæddur í svartar gallabuxur og svartan jakka. Hann fór að heiman frá sér á bifreiðinni MM-A05, sem er Nissan E-NV200, hvít sendibifreið.

Mikil tækifæri fólgin í því að nýta erfðaupplýsingar í heilbrigðisþjónustu

Landlæknir Bretlands leggur til að erfðaupplýsingar og raðgreining erfðamengis verði ein af grunnstoðum heilbrigðisþjónustunnar. Íslendingar standa framarlega í alþjóðlegum samanburði þegar slík þekking er annars vegar og segir prófessor í erfðalækningum að Íslendingar hafi ekki eftir neinu að bíða við að innleiða slík vísindi í heilbrigðiþjónustunni.

Sjá næstu 50 fréttir