Fleiri fréttir

Mikilvægt að sækja andlega vellíðan ekki bara í snjallsímann

Jákvæð skilaboð á samfélagsmiðlum eru gjarnan notuð sem eins konar skammtímaredding við vanlíðan. Þetta segir doktorsnemi í sálfræði sem vinnur að rannsóknum á andlegri líðan ungmenna. Hún segir mikilvægt að sinna geðheilbrigðisrækt af sama krafti og líkamsrækt.

„Ég er bara hérna til skrauts“

Samhjálp fagnaði 45 ára afmæli félagsins á kaffistofunni í Borgartúni í dag. Fullt var út úr dyrum í samkvæminu, en embættismenn stóðu vaktina í eldhúsinu.

Maðurinn tilkynntur í fjórgang

Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga.

Ný tæki á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Yfirvöld voru í fjórgang látin vita af meintum brotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir ungmenni, samkvæmt heimildum fréttastofu, en fjallað hefur verið um mál hans síðustu daga.

Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar.

Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum

Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal.

„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn.

„Blár ofurmáni“ á himni

Í dag, miðvikudaginn 31. janúar klukkan 13:27 að íslenskum tíma verður tunglið fullt í annað skiptið á þessu ári og þannig í annað skiptið í janúar.

Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin

Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðis­brot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik.

Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli

Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda.

Áslaug vill sæti á lista ef það býðst

Þetta er núna í höndum kjörnefndar þannig að ég get ekki ákveðið það sjálf, segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi spurð hvort hún myndi taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London

Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir