Fleiri fréttir

Segir lyfið ekki töfralausn fyrir alla astmasjúklinga

Sérfræðilæknir segir vonir bundnar við að líftæknilyf geti nýst í auknum mæli í baráttunni við astma. Ekki sé þó um neinar töfralausnir að ræða, en þau lyf sem nú séu í boði nýtist aðeins litlum hluta astmasjúklinga.

Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV

Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu.

Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna

Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu.

Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice

Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær.

Vann tvisvar í sama Lottó útdrætti

Hjónin ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Hviður víða farið yfir 35 metra á sekúndu

Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi fundnir

Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu, bæði frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, lögðu af stað upp á Fimmvörðuháls á fimmta tímanum í nótt til að koma mönnunum til bjargar.

Gul viðvörun og fólki ráðið frá ferðalögum

Ekkert ferðaveður verður á austanverðu landinu í dag en búast má við hvassviðri eða stormi í landshlutanum fram yfir hádegi með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 m/s en yfir 40 m/s á stöku stað.

Líkamsárásir í Laugardal

Hið minnsta tvær líkamsárásir og 12 fíkniefnabrot komu inn á borð lögreglunnar í nótt í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice.

Hefji undirbúning til að kaupa losunarheimildir fyrir Ísland

Íslendingar geta ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Kyotobókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða eigi Íslendingar að standa við skuldbindingarnar árið 2030.

Veðrið hefur áhrif

Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir rigningu og sól hafa áhrif á líðan fólks. Langvarandi rigning getur gert fólk þreytt og einbeitingarlaust en sólin ýtir undir hreyfingu og almenna vellíðan.

Þáðu tilboð aldarinnar

Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum.

Fyrstu tvö árin liðu hratt að sögn forsetans

Í dag eru tvö ár liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti. Heiður og þakklæti er efst í huga forsetans sem sendir baráttukveðjur til landsliðsins í fótbolta í Rússlandi.

Háskólanemar áhyggjufullir

„Ein helsta ályktunin sem við hljótum að draga af þessari viðamiklu könnun er sú að styðja þurfi betur við íslenska námsmenn því það er mikilvægt að þeir helgi sig náminu af fullum krafti.“

Vegagerðin vill mislæg gatnamót

Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi.

Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi

Gagnaver Borealis Data Center verður tekið í notkun síðla hausts ef framkvæmdir ganga vel á Blönduósi. Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NV-landi.

Órói innan lögreglunnar

Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru.

Sjá næstu 50 fréttir